Beggi og Pacas: Skemmtilegir karakterar sem fást gefins á rétt heimili
Kettirnir Beggi og Pacas eru sjö ára gamlir og eigandi þeirra, Karen Ösp, er búin að eiga þá í tvö ár. Áður voru þeir hjá annarri fjölskyldu sem ættleiddi þá frá Kattholti. En vegna breyttra aðstæðna leitar Karen Ösp nú að góðu heimili fyrir þá félaga. „Ég bý í lítilli íbúð, er með stóran hund, Lesa meira
Lítil hjörtu gleðja börn í efnalitlum fjölskyldum
Aðventan er tími til að gleðjast. Þá er föndrað í skólanum og maður fær að koma með lúxusnesti öðru hverju, jólasveinarnir fara um með gjafir í skó og svo koma jólin með öllum sínum dásemdum. Eins yndislegur og þessi tími er, þá eru því miður sum börn sem fara á mis við ansi margt af Lesa meira
Jóladagatal Siggu Daggar kynfræðings
Sigga Dögg kynfræðingur býður í desember upp á kynfræðslujóladagatal á Facebooksíðu sinni. „Mér finnst svo gaman í dag að það eru allir með dagatal,“ segir Sigga Dögg. „Þegar maður finnur ekki tíma til að ræða málin, af hverju er þá ekki fínt að nýta tímann núna fram að jólum til að ýta aðeins við manni. Lesa meira
Kviknar útgáfuboð – Fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar
Útgáfugaman Kviknar var haldið á Kaffi Laugalæk þann 1.desember. Kviknar er fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar en hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Verkið hefur verið rúm 12 ár í vinnslu og því stór dagur fyrir þau sem að henni komu. Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir er höfundur, Hafdís ljósmóðir bókarinnar og Aldís Pálsdóttir Lesa meira
Myndband: Valur syngur um hve þreytandi er að fá bara mjúka pakka í jólagjöf
Valur Sigurmann Steindórsson er 24 ára og er í söngskóla Sigurðar Dements. Í meðfylgjandi myndbandi syngur hann frumsaminn texta eftir söngkennara sinn, Þór Breiðfjörð. Lagið heitir Gethsemane og er úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Í textanum sem saminn var fyrir tveimur vikum síðan minnir Þór fólk á hve þreytandi það getur verið að fá bara mjúka Lesa meira
Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi
Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeildar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör á föstudag við Hallgrímskirkju. Ljósainnsetningunni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi. Þá taka hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan höndum saman til að styðja þá sem sæta grófum mannréttindabrotum. Markmið innsetningarinnar er að fá almenning til að grípa til aðgerða Lesa meira
„Þegar ég uppgötva eitthvað nýtt í umhverfinu uppgötva ég líka eitthvað nýtt í sjálfri mér“
Sigurbjörg Vignisdóttir er 23 ára Grindavíkurmær, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lifir heilbrigðum lífstíl, leggur stund á jóga og stefnir á nám í jóga á nýju ári. Hún deilir hér með lesendum Bleikt af hverju hún ákvað að flytja til Kaupmannahafnar og hvernig lífið er úti. Þegar ég var 18 ára þá fór ég út Lesa meira
,,Held að þetta sé jólagjöfin sem allir kærastar vilja undir tréð“
Í tilefni þess að í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi ákvað landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, einn af höfundum Beint í mark að senda krökkunum sem dvelja á Barnaspítala Hringsins gjöf. Krakkarnir fengu gefins nokkur eintök af Beint í mark en þar á meðal var eitt áritað af Jóhanni, Gylfa Þór Sigurðssyni Lesa meira
Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina
Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna Lesa meira
Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í dag
Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn í kvöld kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Lesa meira