fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Samherji

Bent á minnst sjö rangfærslur hjá Björgólfi um Samherjamálið

Bent á minnst sjö rangfærslur hjá Björgólfi um Samherjamálið

Eyjan
02.01.2020

Minnst sjö rangfærslur koma fram um Samherjamálið í viðtali Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, við norska blaðið Dagens Næringsliv um miðjan síðasta mánuð. Þetta segir í greiningu Stundarinnar hvar sannleiksgildi staðhæfinga Björgólfs er kannað. Viðtalið komst í fréttirnar fyrir það helst að Björgólfur neitaði fyrir að Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta Lesa meira

Fengu hámarksstyrki frá Samherja – Sjálfstæðisflokkurinn fékk langmest frá útgerðinni

Fengu hámarksstyrki frá Samherja – Sjálfstæðisflokkurinn fékk langmest frá útgerðinni

Eyjan
30.12.2019

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Framsóknarflokkurinn fengu allir hámarsstyrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum á síðasta ári, samkvæmt útdráttum ársreikninga stjórnmálaflokkanna og Kjarninn greinir frá. Fengu þeir alls um 11 milljónir króna í styrki frá lögaðilum í sjávarútvegi, allt frá útgerðarfyrirtækjum til eignarhaldsfélaga og fyrirtækja í fiskeldi. Sjálfstæðisflokkurinn bar mest úr býtum, fékk alls 5,3 milljónir, eða um Lesa meira

Tjón Samherja sagt gríðarlegt

Tjón Samherja sagt gríðarlegt

Eyjan
27.12.2019

„Óháð því hvað rannsókn á málum Samherja mun leiða í ljós þá hafa viðskiptin valdið félaginu gríðarlegu tjóni nú þegar.“ Svo hljóðar umsögn eins þeirra sem skipar dómnefnd Markaðarins um verstu viðskipti ársins og Fréttablaðið greinir frá, en þar er Samherjamálið í þriðja sæti vegna umsvifa félagsins í Namibíu. Í kjölfar Samherjamálsins hefur breska stórverslunin Lesa meira

Sexmenningarnir í Samherjamálinu í varðhaldi fram í febrúar

Sexmenningarnir í Samherjamálinu í varðhaldi fram í febrúar

Eyjan
27.12.2019

Sexmenningarnir í Samherjamálinu, sem hafa verið í varðhaldi í Namibíu, verða í varðhaldi fram í febrúar, eftir að dómari vísaði máli þeirra frá og hafnaði því að leysa þá úr haldi í morgun. Frá þessu greinir Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, á Twitter. RÚV greinir einnig frá. Sexmenningarnir höfðu farið fram á að dómari myndi meta Lesa meira

Kristján Þór lýstur vanhæfur í málefnum Samherja

Kristján Þór lýstur vanhæfur í málefnum Samherja

Eyjan
20.12.2019

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram tillögu til forseta Íslands á ríkisstjórnarfundi í morgun um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tæki við málum Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, sem snerta Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa vegna fiskeldis og nytjastofna við Ísland. RÚV greinir frá. Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál Samherja er varðar umsókn Lesa meira

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Eyjan
09.12.2019

„Spillingarmál í Namibíu, sem hefur tengingar hingað til lands en þó óljósar og fjarri því upplýstar að fullu, hefur laðað fram fjölda lýðskrumara hér á landi, ekki síst úr stétt stjórnmálamanna sem hugsa gott til glóðarinnar eftir langa eyðimerkurgöngu. Í stað þess að bíða eftir að málið upplýsist eftir rannsókn yfirvalda hér og erlendis geysast Lesa meira

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Eyjan
05.12.2019

„Miðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, sem skrifar um hlut stórútgerðarinnar af veiðigjöldunum. Lesa meira

Helgi hæðist að Björgólfi og Samherja sem sakaði hann um lygar -„Ykkur virðist ekki auðlesið internetið“

Helgi hæðist að Björgólfi og Samherja sem sakaði hann um lygar -„Ykkur virðist ekki auðlesið internetið“

Eyjan
26.11.2019

„Í morgun fullyrti Helgi Seljan í morgunútvarpi Rásar 2 að yfir „þúsund störf“ hefðu tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Engar frekari skýringar fylgdu þessari fullyrðingu Helga. Það kemur kannski ekki á óvart því um gróf ósannindi er að ræða.“ Svo hefst yfirlýsing sem birtist á vef Samherja í kvöld. Þar er Lesa meira

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Eyjan
26.11.2019

Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna. Tók Björgólfur Jóhannsson við tímabundið meðan málið yrði rannsakað af lögfræðistofunni Wikborg Rein. Samkvæmt heimasíðu Samherja er Þorsteinn Már hinsvegar ennþá titlaður forstjóri fyrirtækisins, samkvæmt lista yfir starfsmenn fyrirtækisins. Nafn Björgólfs er þar hvergi að finna. Eflaust á aðeins eftir að uppfæra Lesa meira

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Eyjan
26.11.2019

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, sem var fjármálastjóri Samherja í 14 ár, þangað til að hann hætti árið 2016, við Stundina. Samkvæmt Samherjaskjölunum hafði Sigursteinn réttindi til að millifæra og hafa umsjón með bankareikningi félags Samherja á Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af