fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Samherji

Aðgerðir lögreglu gegn Aðalsteini dæmdar ólöglegar

Aðgerðir lögreglu gegn Aðalsteini dæmdar ólöglegar

Fréttir
28.02.2022

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi verið óheimilt að veita Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja. Stundin greindi fyrst frá. Eins og Aðalsteinn greindi frá í pistli á Stundinni um miðjan mánuðinn að hann hefði óskað eftir því að dómstólar myndi skera Lesa meira

Kolbrún segir skæruliðadeild Samherja hafa unnið af ákafa og ástríðu – Samherjaráðherrann fór verst út úr málinu

Kolbrún segir skæruliðadeild Samherja hafa unnið af ákafa og ástríðu – Samherjaráðherrann fór verst út úr málinu

Eyjan
27.05.2021

Svonefnd skæruliðadeild Samherja hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Þessi umrædda deild er umfjöllunarefni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í pistli í Fréttablaðinu í dag en hann ber fyrirsögnina „Skæruliðadeildin“. Kolbrún segir að deildin hafi unnið af ákafa og ástríðu við að grafa undan þeim sem hafa vakið athygli á hugsanlegum brotum fyrirtækisins. „Markmiðið er ekki einungis Lesa meira

Samherji krefst þess að Helgi Seljan fjalli ekki meira um fyrirtækið

Samherji krefst þess að Helgi Seljan fjalli ekki meira um fyrirtækið

Fréttir
30.03.2021

Samherji hf. gerir athugasemdir við yfirlýsingu stjórnenda RÚV um úrskurð siðanefndar RÚV um ummæli Helga Seljans á samfélagsmiðlum um Samherja og málefni fyrirtækisins. Krefst Samherji þess að úrskurðurinn hafi áhrif og Helgi fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið segir í yfirlýsingu stjórnenda RÚV að úrskurðurinn muni Lesa meira

Þorsteinn segist ekki missa svefn yfir umfjöllun Kveiks um Samherja í gær

Þorsteinn segist ekki missa svefn yfir umfjöllun Kveiks um Samherja í gær

Fréttir
19.02.2021

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ekki missa svefn yfir umfjöllun Kveiks um Samherja í gærkvöldi. Í þættinum var fjallað um viðskipti Samherja í Namibíu og á Kýpur. Þorsteinn segir umfjöllunina vera áframhaldandi aðför RÚV að Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. „Þetta er óhikað gert á sama hátt og þeir gerðu í seðlabankamálinu,“ hefur Morgunblaðið eftir Lesa meira

Þorgerður Katrín spyr af hverju Samherji vilji greiða meira fyrir veiðiheimildir í Namibíu en hér á landi

Þorgerður Katrín spyr af hverju Samherji vilji greiða meira fyrir veiðiheimildir í Namibíu en hér á landi

Eyjan
18.08.2020

Í gær var skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og Namibíu birt. Skýrslan var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Veiðigjöld Samherja voru borin saman með því að reikna þau sem hlutfall af meðalverði afla. Fram kemur að á árunum 2012 til 2017 greiddi Samherji um eitt prósent af meðalverði afla Lesa meira

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Eyjan
13.08.2020

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að Samherji birti í vikunni myndband á YouTube sem á að vera einhverskonar málsvörn fyrirtækisins varðandi rannsókn Seðlabankans á fyrirtækinu og umfjöllun RÚV um málið á sínum tíma. Svo virðist sem birting myndbandsins hafi haft þveröfug áhrif miðað við það sem Samherji lagði upp með og má kannski segja Lesa meira

Samherji sakar RÚV um gagnafölsun – Segir Helga Seljan hafa sagt þjóðinni ósatt

Samherji sakar RÚV um gagnafölsun – Segir Helga Seljan hafa sagt þjóðinni ósatt

Fréttir
11.08.2020

Í dag birtir Samherji þátt á síðu sinni á YouTube þar sem Ríkisútvarpið og fréttamaðurinn Helgi Seljan eru meðal annars til umfjöllunar. Er því haldið fram í þættinum að Helgi Seljan hafi sagt ósatt varðandi skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 en Helgi vitnaði í skýrsluna i Kastljósþætti 2012. Er því haldið fram að skýrslan hafi ekki verið samin Lesa meira

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Eyjan
06.08.2020

Á árunum 2012 til 2018 töpuðu dótturfélög Samherja í Namibíu tæplega einum milljarði króna. Þetta kemur fram í reikningsskilum sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að og fjallar um í dag. Fram kemur að rekstrartekjur dótturfélaga Samherja í Namibíu hafi numið 41,1 milljarði króna og rekstrarkostnaðurinn verið 38,9 milljarðar. Þegar tillit hefur verið tekið til afskrifta, Lesa meira

Þorsteinn Már um rannsókn Samherjamálsins – „Ég er alveg rólegur“

Þorsteinn Már um rannsókn Samherjamálsins – „Ég er alveg rólegur“

Eyjan
12.06.2020

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist rólegur yfir þróun mála í Samherjamálinu við Mannlíf í dag, en fyrirtækið er talið hafa staðið að ólöglegum mútugreiðslum þar ytra, til að komast yfir verðmætan kvóta. Sjö sitja í fangelsi í Namibíu vegna málsins og bíða dóms. Þorsteinn segist ekki hafa heyrt í neinum varðandi rannsókn Namibíumanna á Lesa meira

Mútugreiðslur í Namibíu sagðar umfangsmeiri en áður var talið – Íslensk stjórnvöld talin ósamvinnuþýð

Mútugreiðslur í Namibíu sagðar umfangsmeiri en áður var talið – Íslensk stjórnvöld talin ósamvinnuþýð

Eyjan
27.05.2020

Greiðslurnar sem sexmenningarnir í Namibíu hafa verið ákærðir fyrir að þiggja, meðal annars frá Samherja, eru hærri en hingað til hefur verið talið. Þetta kom fram í máli Karls Cloete, rannsóknarlögreglumanns ACC spillingarlögreglunnar í Namibíu, er hann gaf skýrslu fyrir dómi í máli Ricardo Gustavo, eins sexmenninganna í gær. Þetta kemur fram í miðlum í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af