Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
FréttirBlaðamannafélag Íslands hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að ákveði nefndin að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings. Þetta kemur fram Lesa meira
Orðið á götunni: Þingmaður Samherja vill verða varaformaður
EyjanEftir því sem best verður séð ætla sægreifar sér að bjóða þingmann Samherja, Jens Garðar Helgason, fram sem varaformann í Sjálfstæðisflokknum takist þeim að fá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur kjörna formann flokksins. Áslaug er dóttir Sigurbjörns Magnússonar, sem gegnir formennsku hjá útgáfufélagi Morgunblaðsins í umboði Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þannig eru áform íslenskra sægreifa Lesa meira
Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
FréttirÍ dag var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sem Samherji hf. höfðaði vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins. Fallist var allar kröfur Samherja hf. Málssóknin snerist um listaverkið „We´re Sorry“ sem listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, nú Odee Friðriksson, setti upp vorið 2023, þá nemandi í Listaháskóla Íslands. Oddur bjó til heimasíðu og fréttatilkynningar sem Lesa meira
Miðflokkurinn: Tómas Ellert dregur framboð til baka og Karl Gauti líklegur oddviti – tíðinda að vænta
EyjanTómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur sem sóttist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur dregið framboð sitt til baka. Í færslu á Facebook síðu sinni í morgun skrifar hann: „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að draga framboð mitt á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til baka af persónulegum ástæðum. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna. Lesa meira
Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar
EyjanOrðið á götunni er að valdabarátta að tjaldabaki hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi stigmagnist. Þar sækist Tómas Ellert Tómasson, vinsæll byggingarverkfræðingur, eftir oddvitasæti er sagður mæta harðri andstöðu frá fylgismönnum Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmanni Miðflokksins. Orðið á götunni er að slagurinn standi um það hvort flokkurinn muni fara aftur til fortíðar Lesa meira
Lögregla sögð hafa fundið um 1.500 smáskilaboð á milli Þorsteins og Jóhannesar
FréttirTæknimenn á vegum héraðssaksóknara eru sagðir hafa fundið um 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara á sínum tíma. Frá þessu er greint í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar í dag. Í umfjölluninni er meðal annars vísað í orð sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslu hjá embætti héraðssaksóknara sumarið 2020. Lesa meira
Oddur Eysteinn safnar fyrir vörn gegn málsókn Samherja – Lögmenn hans geti ekki lengur unnið án þóknunar
FréttirGjörningalistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, safnar nú fyrir lögfræðiaðstoð vegna málsóknar Samherja á hendur honum í Bretlandi. Segir hann málið snúast um tjáningarfrelsi, en hann setti upp falska heimasíðu fyrir útgerðarfélagið þar sem hann skrifaði afsökunarbeiðni í nafni þess. „Ég þarf aðstoð fjöldans, þó það sé andvirði kaffibolla eða einnar máltíðar. Margt Lesa meira
Engin ný gögn í 407 daga en Þórður áfram sakborningur – „Ég bíð þá bara áfram“
FréttirÞórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, greinir á samfélagsmiðlum frá bréfi Ríkissaksóknara varðandi rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra gegn honum og nokkrum öðrum blaðamönnum. Þórður hefur verið sakborningur í 877 daga en lögreglunni ekki borist nein ný gögn í 407 daga. „Ég bíð þá bara áfram,“ segir Þórður í færslunni sem hann birti með bréfinu. Lögreglan svarar Lesa meira
Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland
EyjanFastir pennarÞað kemur til okkar kasta að vega og meta af yfirvegun þá örlagaríku stund ef stjórnarsátt verður um frumvarp um lagareldi, réttnefndu sjókvíaeldi á Alþingi Íslendinga, frumvarpi sem nú hefur verið frestað fram á næsta haust. Það kemur nú í okkar hlut að að slíta á vistarböndin við þá fjármagnseigendur sem í raun stýra Alþingi Lesa meira
Útsendarar héraðssaksóknara að safna gögnum og aðstoða namibísk yfirvöld í Samherjamálinu
FréttirFimm útsendarar héraðssaksóknara eru staddir í Namibíu vegna Samherjamálsins. Eru þeir bæði að safna gögnum vegna rannsóknar hérna heima sem og að aðstoða namibísks stjórnvöld við sín mál. Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudag að fimmmenningarnir væru í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vildi hins vegar ekki tjá sig um tilgang ferðarinnar. Namibíska dagblaðið The Namibian greindi frá því í Lesa meira