fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Samherjaskjölin

Tjón Samherja sagt gríðarlegt

Tjón Samherja sagt gríðarlegt

Eyjan
27.12.2019

„Óháð því hvað rannsókn á málum Samherja mun leiða í ljós þá hafa viðskiptin valdið félaginu gríðarlegu tjóni nú þegar.“ Svo hljóðar umsögn eins þeirra sem skipar dómnefnd Markaðarins um verstu viðskipti ársins og Fréttablaðið greinir frá, en þar er Samherjamálið í þriðja sæti vegna umsvifa félagsins í Namibíu. Í kjölfar Samherjamálsins hefur breska stórverslunin Lesa meira

Sexmenningarnir í Samherjamálinu í varðhaldi fram í febrúar

Sexmenningarnir í Samherjamálinu í varðhaldi fram í febrúar

Eyjan
27.12.2019

Sexmenningarnir í Samherjamálinu, sem hafa verið í varðhaldi í Namibíu, verða í varðhaldi fram í febrúar, eftir að dómari vísaði máli þeirra frá og hafnaði því að leysa þá úr haldi í morgun. Frá þessu greinir Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, á Twitter. RÚV greinir einnig frá. Sexmenningarnir höfðu farið fram á að dómari myndi meta Lesa meira

Kristján Þór lýstur vanhæfur í málefnum Samherja

Kristján Þór lýstur vanhæfur í málefnum Samherja

Eyjan
20.12.2019

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram tillögu til forseta Íslands á ríkisstjórnarfundi í morgun um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tæki við málum Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, sem snerta Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa vegna fiskeldis og nytjastofna við Ísland. RÚV greinir frá. Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál Samherja er varðar umsókn Lesa meira

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Eyjan
09.12.2019

„Spillingarmál í Namibíu, sem hefur tengingar hingað til lands en þó óljósar og fjarri því upplýstar að fullu, hefur laðað fram fjölda lýðskrumara hér á landi, ekki síst úr stétt stjórnmálamanna sem hugsa gott til glóðarinnar eftir langa eyðimerkurgöngu. Í stað þess að bíða eftir að málið upplýsist eftir rannsókn yfirvalda hér og erlendis geysast Lesa meira

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Eyjan
05.12.2019

Greint er frá því í vefmiðlinum MNA í Macau í dag að ræðismaður Íslands í Portúgal hafi fengið bréf frá hagsmunasamtökunum Plataforma de Reflexao Angola (PRA)  í Portúgal þar sem kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld geri hlé á viðskiptasambandi sínu við Angóla vegna Samherjamálsins, þangað til að niðurstaða fáist, í nafni mannréttinda og Lesa meira

Helgi hæðist að Björgólfi og Samherja sem sakaði hann um lygar -„Ykkur virðist ekki auðlesið internetið“

Helgi hæðist að Björgólfi og Samherja sem sakaði hann um lygar -„Ykkur virðist ekki auðlesið internetið“

Eyjan
26.11.2019

„Í morgun fullyrti Helgi Seljan í morgunútvarpi Rásar 2 að yfir „þúsund störf“ hefðu tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Engar frekari skýringar fylgdu þessari fullyrðingu Helga. Það kemur kannski ekki á óvart því um gróf ósannindi er að ræða.“ Svo hefst yfirlýsing sem birtist á vef Samherja í kvöld. Þar er Lesa meira

Afhjúpun Kveiks heldur áfram: Átti að breyta fiskveiðilöggjöfinni í Namibíu til að styrkja stöðu Samherja enn frekar?

Afhjúpun Kveiks heldur áfram: Átti að breyta fiskveiðilöggjöfinni í Namibíu til að styrkja stöðu Samherja enn frekar?

Fréttir
26.11.2019

Blaðamenn The Namibian telja að fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernard Esasu, sem nú hefur verið rekinn úr embætti og fangelsaður, hafi ráðgert að gera breytingar á fiskveiðilöggjöf landsins, sem hefði styrkt stöðu Samherja enn frekar. Þetta stangast á við fullyrðingar forsvarsmanna Samherja um að fyrirtækið væri að draga sig frá Namibíu. Blaðamenn The Namibian hafa fengið Lesa meira

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Eyjan
26.11.2019

Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna. Tók Björgólfur Jóhannsson við tímabundið meðan málið yrði rannsakað af lögfræðistofunni Wikborg Rein. Samkvæmt heimasíðu Samherja er Þorsteinn Már hinsvegar ennþá titlaður forstjóri fyrirtækisins, samkvæmt lista yfir starfsmenn fyrirtækisins. Nafn Björgólfs er þar hvergi að finna. Eflaust á aðeins eftir að uppfæra Lesa meira

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Eyjan
26.11.2019

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, sem var fjármálastjóri Samherja í 14 ár, þangað til að hann hætti árið 2016, við Stundina. Samkvæmt Samherjaskjölunum hafði Sigursteinn réttindi til að millifæra og hafa umsjón með bankareikningi félags Samherja á Lesa meira

Björn bregst ókvæða við gagnrýninni – Sakar fréttamenn RÚV um dulin markmið og líkir Samherjamálinu við barnaníðsklúður

Björn bregst ókvæða við gagnrýninni – Sakar fréttamenn RÚV um dulin markmið og líkir Samherjamálinu við barnaníðsklúður

Eyjan
25.11.2019

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í Samherjamálinu. Nefndi hann í pistli sínum eftir að málið kom upp, að Kveikur og Stundin hefðu gert „atlögu“ að Samherja, en mörgum þótti Björn taka upp hanskann fyrir Þorstein Má og Samherja að ósekju. Björn gagnrýnir gagnrýnina og minnist sérstaklega á skrif Sif Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af