Samherjatogari kyrrsettur í krafti laga um skipulagða glæpastarfsemi – Gamla sektin greidd í reiðufé
EyjanHeinaste, risatogari í eigu Samherja, var kyrrsettur í morgun. Kjarninn greinir frá og segist hafa heimildir fyrir því að lögreglan hafi kyrrsett skipið á ný í morgun á grundvelli laga um skipulagða glæpastarfsemi. Skipið er í eigu Esju Holding, sem Samherji er meirihlutaeigandi í. Það var kyrrsett í nóvember á grundvelli laga um ólöglegar fiskveiðar Lesa meira
Sjáðu hvað Samherji greiddi fyrir makrílinn í Namibíu miðað við Ísland
EyjanMilli áranna 2012 og 2019 greiddi Samherji sex til níu sinnum hærri upphæð í kvótakostnað í Namibíu fyrir makrílstonnið, miðað við það sem Samherji greiðir fyrir makrílstonnið á Íslandi. Þetta kemur fram í Stundinni, sem reiknar meintar mútugreiðslur Samherja inn í upphæðina um kvótakostnað Samherja í Namibíu. Stundin hefur eftir Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu, Lesa meira
Björgólfur um dóminn yfir Arngrími í Namibíu – „Þetta skapar ný tækifæri“
EyjanSamherji segist ætla að uppfylla allar sínar skyldur í Namibíu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. Kemur hún í kjölfar frétta af skipum Samherja þar ytra og óánægðum skipsverjum þeirra sem segjast í óvissu vegna uppsagna í kjölfar þess að Samherji sé að hætta veiðum í Namibíu. Starfandi forstjóri Samherja, Björgólfur Jóhannsson, Lesa meira
Jóhannes fær fjárhagslegan stuðning í Samherjamálinu – „Orðið fyrir heiftarlegum persónuárásum og níði“
EyjanHugrekkissjóðurinn (Courage Foundation) hefur ákveðið að styðja við bakið á Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu. Frá þessu greinir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks: „Jóhannes Stefánsson sem er upphafsmaður Samherjamálsins (Fishrot) hefur nú þegar orðið fyrir heiftarlegum persónuárásum og níði. Hann nær að hrista það af sér. Aðrar varnir þurfa stuðning. Þó að Jóhannes hafi formlega stöðu Lesa meira
Segir Þórhildi Sunnu sækjast eftir athygli og að Samherjasímtalið gleymist fljótt
Eyjan„Árum saman skaut upp efasemdum um efni símtals milli Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem snerti lán til Kaupþings á örlagastundu í bankahruninu í byrjun október 2008. Alls kyns samsæriskenningar voru á kreiki vegna símtalsins. Oftar en einu sinni var rætt um símtalið í þingsal og nefndum alþingis. Fyrir tilviljun Lesa meira
Samherji sakaður um vafasöm viðskipti – Sagður græða milljarða á siðlausri viðskiptafléttu
EyjanSamherji gaf út tilkynningu fyrir helgi þar sem greint var frá því að fyrirtækið ætlaði sér að hætta starfsemi í Namibíu. Það myndi þó ekki gerast á einni nóttu, heldur gæti tekið einhvern tíma. Þá var tekið fram að allar ákvarðanir yrðu teknar í samráði við þar til bær stjórnvöld í Namibíu og í samræmi Lesa meira
Samherji lærir af reynslunni og þróar nýtt kerfi til varnar spillingu og peningaþvætti – Hættir starfsemi í Namibíu
Eyjan„Samherji hefur gripið til ráðstafana til að innleiða nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi. Ákvörðun um innleiðingu kerfisins var tekin á grundvelli reynslu af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Nýja kerfið verður hluti af framtíðarstjórnun Samherja samstæðunnar og mun ná til Samherja og allra dótturfyrirtækja,“ segir í tilkynningu á vef Samherja í dag. Áhersla á spillingu og peningaþvætti Lesa meira
Vissi Katrín af Samherjamálinu áður en það komst í fréttir? – Fátt um svör
Eyjan„Hefur einhver spurt forsætisráðherra út í það hvenær hún vissi af þessu stóra máli sem nú liggur fyrir að hefur skaðað hagsmuni Íslands? Hvað með aðra ráðherra? Hvað og hverjir vissu hvað í vændum var?“ Svo spyr Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook þann 31. desember síðastliðinn vegna Samherjamálsins, en rökstuddur grunur leikur á Lesa meira
Bent á minnst sjö rangfærslur hjá Björgólfi um Samherjamálið
EyjanMinnst sjö rangfærslur koma fram um Samherjamálið í viðtali Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, við norska blaðið Dagens Næringsliv um miðjan síðasta mánuð. Þetta segir í greiningu Stundarinnar hvar sannleiksgildi staðhæfinga Björgólfs er kannað. Viðtalið komst í fréttirnar fyrir það helst að Björgólfur neitaði fyrir að Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta Lesa meira
Fengu hámarksstyrki frá Samherja – Sjálfstæðisflokkurinn fékk langmest frá útgerðinni
EyjanRíkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Framsóknarflokkurinn fengu allir hámarsstyrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum á síðasta ári, samkvæmt útdráttum ársreikninga stjórnmálaflokkanna og Kjarninn greinir frá. Fengu þeir alls um 11 milljónir króna í styrki frá lögaðilum í sjávarútvegi, allt frá útgerðarfyrirtækjum til eignarhaldsfélaga og fyrirtækja í fiskeldi. Sjálfstæðisflokkurinn bar mest úr býtum, fékk alls 5,3 milljónir, eða um Lesa meira