Logi að stela þrumunni frá Sjálfstæðisflokknum ? – „Hugsun sem við ættum að tileinka okkur“
EyjanLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu hvers markmið er að lækka tryggingagjald og „auka rekstrarlegar ívilnanir“ fyrir smærri fyrirtæki. Hún felur einnig í sér að afnema þak á endurgreiðslur vegna nýsköpunar og þróunar, sem og að gera breytingar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og einfalda regluverk. Hryggjarstykkið fái Lesa meira
Samfylkingarfólk dregur áform Ballarin í efa –„ Þetta er farið að lykta af hergagnaflutningum“
EyjanKomið hefur fram að áform Michelle Ballarin um endurreisn WOW muni fyrst og fremst snúast um fraktflutninga á þessu stigi málsins. Þar er þorskútflutningur til Bandaríkjanna sagður spila stærstu rulluna, en unnið er að því að koma flugfélaginu í loftið innan nokkurra vikna eftir nokkrar tafir hingað til. Sjá nánar: Ballarin ætlar að fylla vélarnar Lesa meira
Oddný varar við frjálshyggjuáætlun ríkisstjórnarinnar – „Það er verið að búa í haginn“
EyjanOddný G. Harðardóttir, þingmaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir við Eyjuna að henni lítist illa á aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum, þar sem verið sé að færa einkaaðilum það sem ætti að vera á höndum ríkisins. Hún skrifaði í kvöld færslu á Facebook þar sem hún taldi upp nokkur atriði þar sem henni þykir full geyst Lesa meira
Varamenn Samfylkingarinnar þurfa varamenn – Biðjast lausnar vegna álags
EyjanÞær Ragna Sigurðardóttir og Ellen Jacqueline Calmon, varaborgarfulltrúar Samfylkingarinnar, sem tóku sæti í borgarstjórn þegar þær Guðrún Ögmundsdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir fóru í veikindaleyfi annarsvegar og barnsburðarfrí hinsvegar, hafa báðar beðist lausnar frá störfum sínum tímabundið. Ragna ber við óhæfilegu álagi vegna náms og Ellen er önnum kafin vegna annarrar vinnu. Fréttablaðið greinir frá. Lesa meira
Oddný: „Um 5% landsmanna fá næstum jafn mikið og hin 95% samanlagt“
EyjanOddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fór yfir helstu gagnrýni flokksins á fjárlagafrumvarpið í fyrstu umræðu á þingi í dag. Segir hún ekkert gert til að undirbúa harkalega niðursveiflu og spyr hvort búast megi við niðurskurði ef illa fer: „Það eina sem við vitum um viðbrögð við verri hagspá er það sem fjármála- og efnahagsráðherra sagði Lesa meira
Oddný útilokar ekki að mótmæla Pence á Bessastöðum: „Mér dettur ekki í hug að skrópa“
EyjanKoma Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands, hefur verið mikið í fréttum. Ekki liggur ennþá fyrir hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni hitta hann, en það fer eftir því hvort Pence framlengi dvöl sína hér, eða ekki. Það sem er þó vitað er að Pence mun snæða hádegisverð að Bessastöðum í boði Guðna Th. Jóhannessonar, Lesa meira
Ágúst Ólafur nefnir níu ástæður þess að hækka þurfi skatta á auðmenn- „Hafa vel efni á því“
EyjanÁgúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefnir níu ástæður fyrir því af hverju hækka beri skatta á íslenska auðmenn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir auðmenn fámennan hóp sem hafi vel efni á að greiða meira til samfélagsins en aðrir: „Stjórnmálamenn eiga ekki að forðast að tala um skatta. Og við eigum ekki að forðast Lesa meira
Karl skrifar bók um Hannes Hólmstein: „Portrett af áróðursmanni“
EyjanKarl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hyggst gefa út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, á haustmánuðum. Mun hún heita „Hannes – portrett af áróðursmanni.“ Þetta kemur fram á vefsíðu Herðubreiðar: „Ég hef verið mjög hvattur til þess að skrifa um valdaskeið Sjálfstæðisflokksins á tíunda áratugnum og langt fram á þessa öld, einkum eftir að ég Lesa meira
Guðmundur Andri: „Ríkur kall á Englandi eigi ekki að geta keypt hér jarðir út í það óendanlega“
EyjanGuðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist andvígur jarðakaupum erlendra auðkýfinga, sem innlendra, hér á landi. Hann segir það stefnu jafnaðarmanna að auður eigi ekki að safnast á fárra hendur, í hvaða formi sem sá auður er: „Ég held að það sé einhver starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar að klóra sér í hausnum yfir því hvernig eigi Lesa meira
Áslaug Arna : „Viðhorf vinstri manna að lágir skattar séu opinber styrkur til atvinnulífsins“
EyjanÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lemur á vinstri mönnum í grein í Morgunblaðinu í dag, vegna viðhorfa þeirra til skattamála. Hún segir verkefnið sem felst í nýrri fjármálastefnu vera tæknilegs eðlis, en óneitanlega sé dregin mjó lína á milli tæknilegra og hugmyndafræðilegra úrlausna: „Umræða um skatta fer iðulega yfir þessa línu. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stýrir fjármálaráðuneytinu, Lesa meira