Skattalækkanirnar 2018-19 eru orsök ríkishallans – hafa veikt velferðina og valda verðbólgu, segir Kristrún Frostadóttir
EyjanKristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ófjármagnaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar orsök hallareksturs ríkisins nú. Þær séu verðbólguhvetjandi, dragi úr opinberum stuðningi við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið, almannatryggingakerfið og barnafjölskyldur. Þetta skapi vítahring sem nágrannalönd okkar séu komin út úr vegna þess að þau skilji að velferðin er undirstaða stöðugleika á vinnumarkaði. Kristrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Lesa meira
Kristrún skaut fast á Sjálfstæðismenn – Efnahagsstefna Bjarna var komin í þrot
EyjanKristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, skaut föstum skotum á Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni á fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar í dag. Fundurinn er fram í Hofi á Akureyri. Kristrún sagðist lítið hafa að segja um upphlaupin og ringulreiðina í ríkisstjórninni þessi misserin. Hins vegar ríkti óstjórn í efnahagsmálum og ljóst að fráfarandi fjármálaráðherra skili ekki Lesa meira
Svarthöfði skrifar: „Skrifaðu flugvöll, Jón Magnússon“
EyjanFastir pennarSvarthöfði tekur ofan hatt sinni fyrir Kristrúnu Frostadóttur, sem nú hefur leitt Samfylkinguna í næstum ár, fyrir að hafa farið í fundaherferð um landið og haldið 40 opna fundi með kjósendum. Gott er til þess að vita að hinn nýi leiðtogi jafnaðarmanna skuli leggja áherslu á gott samband við kjósendur. Mættu leiðtogar fleiri stjórnmálaafla taka Lesa meira
Óttast að Samfylkingin kyngi stóru orðunum og myndi tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum
EyjanNáttfari á Hringbraut telur hættu á að Vinstri græn geti fallið út af þingi í næstu kosningum, núverandi varaformaður muni ekki geta rifið flokkinn upp eins og Katrín Jakobsdóttir gerði er hún tók við af trausti rúnum Steingrími J. Sigfússyni í aðdraganda kosninganna 2013. Þá telur hann ekki útilokað að Kristrún Frostadóttir muni nýta væntanlegan kosningasigur til Lesa meira
Jóhann Páll gefur lítið fyrir skoðun Óla Björns: Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja óbreytt ástand í heilbrigðismálum
EyjanÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýkynnta stefnu Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum harkalega í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir þjóðarmarkmiðin fimm, sem eru sett fram í nýjum bæklingi Samfylkingarinnar, vera almenns eðlis og svo sjálfsögð að draga verði í efa að það finnist Íslendingur sem setur sig upp á móti þeim. Hann Lesa meira
Óli Björn tætir í sig bækling Samfylkingarinnar: Telur að þetta muni gerast komist flokkurinn til valda
Eyjan„Hafi markmiðið með útspili Samfylkingarinnar síðasta mánudag verið að bjóða upp á skýra valkosti á flokkurinn langt í land,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um hin svokölluðu „öruggu skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum“ sem flokkurinn kynnti á mánudag. Óli Björn skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segist hafa orðið fyrir töluverðum Lesa meira
Jóhann Páll: Ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki mögulegt nema flokkurinn sé tilbúinn að lyppast niður og lúta stjórn Samfylkingarinnar
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, er ekki vongóður um að ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sé mögulegt. Jóhann Páll er viðmælandi Þórarins Hjartarsonar í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér aðstæður þar sem hann gæti hugsað sér að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir Jóhann Páll: „Það hlýtur alltaf að vera langerfiðast með Sjálfstæðisflokknum Lesa meira
Kristrún segir ekkert nýtt í fjárlagafrumvarpinu – „Það er alltaf verið að telja sömu íbúðirnar“
FréttirKristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert nýtt boðað í fjárlagafrumvarpinu til að takast á við verðbólguna og róa vinnumarkaðinn fyrir fyrirsjáanlega erfiðan kjaravetur. Sífellt sé verið að kynna sömu aðgerðirnar sem hafi vatnast út eftir því sem verðbólgan étur upp krónurnar. „Við óttumst að við séum að sigla inn í erfiðan kjaravetur án þess að það komi Lesa meira
Kristrún styrkir stöðu sína og gerir sig klára í slaginn
EyjanSamfylkingin undirbýr sig nú fyrir kosningar, sem gætu orðið fyrr en seinna, og Kristrún Frostadóttir, hinn nýi og skeleggi formaður flokksins treystir stöðu sína. Birtist það meðal annars í því að Helga Vala Helgadóttir hættir þingmennsku og hverfur úr stjórnmálum. Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að hávær orðrómur hafi verið um að Lesa meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir uppgang öfgaafla hér á landi verða á ábyrgð Samfylkingarinnar að óbreyttu
EyjanDiljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur þróun stjórnmála í Evrópu eiga að vera Íslandi víti til varnaðar. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum vilji alla jafna líta til nágrannaþjóða við stefnumótun þegar það henti en að hérlendis séu útlendingamál undanskilin. Diljá Mist er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Ein Pæling sem kom út á sunnudaginn. Hún segir að nú þegar Lesa meira