Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum
FréttirÞýskaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa samið um kaup Þjóðverja á gasi frá furstadæmunum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, var í Miðausturlöndum um helgina til að reyna semja um kaup á gasi. Rússar hafa ekki sent gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna síðan í lok ágúst. Löngu fyrir þann tíma höfðu þeir dregið úr gasstreyminu og því Lesa meira
Tímamót í Sameinuðu arabísku furstadæmunum – Munu ekki lengur ritskoða vestrænar kvikmyndir
PressanStjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa nú ákveðið að taka enn eitt skrefið í átt að því að gera samfélagið nútímalegra og umburðarlyndara en þetta er liður í umbótum á efnahagslífi landsins sem er ætlað að styrkja það fyrir framtíðina. Nú hefur verið ákveðið að hætta að ritskoða vestrænar kvikmyndir og leyfa ljótu orðbragði og Lesa meira
Breyta helgunum í Dubai – Færa þær til
PressanÁ síðustu árum hafa yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum reynt að nútímavæða eitt og annað í lögum landsins til að gera það meira aðlaðandi í augum ferðamanna og erlendra fjárfesta. Nú íhuga þau að breyta uppsetningu vikunnar þannig að helgarnar byrji ekki á föstudögum heldur á laugardögum eins og víðast annars staðar. The Times skýrir frá þessu. Lesa meira
„Horfin“ í þrjú ár – Dularfullar myndir kynda undir umræðu
Pressan„Ég hef verið tekin í gíslingu. Þetta hús er orðið að fangelsi,“ sagði Latifa prinsessa á myndbandsupptöku sem var smyglað út úr „fangelsinu“ hennar í febrúar á þessu ári. Síðan hefur ekkert heyrst né sést til hennar fyrr en á fimmtudaginn. Þá voru birtar myndir af henni á Instagram og aftur á föstudaginn og aftur á laugardaginn. Latifa er dóttir Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum, sem er valdamesti Lesa meira
Biden heimilar umdeilda vopnasölu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna
PressanRíkisstjórn Joe Biden hefur ákveðið að heimila vopnasölu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Um er að ræða sölu á vopnum og öðrum hernaðartólum fyrir rúmlega 23 milljarða dollara. Meðal annars er um að ræða F-35 orrustuþotur og dróna sem geta borið vopn. Talskona utanríkisráðuneytisins skýrði frá þessu í gær og sagði að stjórnin muni heimila vopnasöluna Lesa meira
Dularfulla prinsessuhvarfið – Lífsmerki bárust frá henni – Er haldið fanginni
PressanEkkert hefur sést til prinsessu Latifa opinberlega í tvö ár. Hún er dóttir Mohammed bin Rashid al-Maktoum, sem er emir í Dubai. En í gær var fjallað um mál Latifa í fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC. Þar var sýnt myndband sem sýnir að sögn Latifa. Á upptökunni kemur fram að hún hafi verið numin á brott að skipun föður síns og sé haldið fanginni. Á upptökunni segir hún að henni sé Lesa meira
Geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna komst á braut um Mars í gær
PressanGeimfarið Hope, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, komst á braut um Mars síðdegis í gær. Geimfarið notaði um 400 kíló af eldsneyti til að draga úr hraða sínum og komast á braut um plánetuna. Geimfarinu var skotið á loft í júlí en þetta er fyrsta geimfarið sem Arabaþjóð sendir geimfar út í geiminn. Furstadæmin eru sjöunda ríki Lesa meira
Ísrael hefur opnað sendiráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
PressanÁ sunnudaginn opnaði ísraelskt sendiráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, nánar tiltekið í Abu Dhabi. Opnunin kemur í kjölfar samnings ríkjanna, sem var gerður fyrir fjórum mánuðum, um að koma sambandi þeirra í betra horf og láta af fjandskap. Að auki opnaði Ísrael nýlega sendiráð í Bahrain og fljótlega er röðin komin að Dubai og Marokkó. Það er því óhætt að segja Lesa meira
Geimfarið Hope kemur til Mars 9. febrúar
PressanGeimfarið Hope, sem Sameinðu arabísku furstadæmin, sendu á loft í júlí kemur til Mars þann 9. febrúar næstkomandi ef ekkert óvænt kemur upp á. Þriðja og síðasta stóra stefnubreyting geimfarsins var gerð 10. nóvember. Í desember verður minniháttar stefnubreyting gerð og er geimfarið þá tilbúið til að fara á braut um Mars í febrúar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram Lesa meira
Sameinuðu arabísku furstadæmin slaka á íslömskum lögum
PressanStjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa bundið enda á mildar refsingar við svokölluðum „heiðursmorðum“, afnumið bann við því að ógift fólk búi saman og afnumið refsingar við sölu og neyslu áfengis. Þetta er hluti af endurbótum á lögum er varða einstaklingsfrelsi. Eftir breytingarnar geta útlendingar, búsettir í landinu, stuðst við lög heimaríkja sinna hvað varðar hjónaskilnaði Lesa meira