Atvinnurekendur svartsýnir og spá fækkun starfa
Fréttir19.12.2018
Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankans búast stjórnendur 30 prósenta fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna á sama tíma. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að þetta séu verstu væntingar stjórnenda Lesa meira