fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

sæði

Bjóða rússneskum hermönnum að frysta sæði þeirra þeim að kostnaðarlausu

Bjóða rússneskum hermönnum að frysta sæði þeirra þeim að kostnaðarlausu

Fréttir
28.12.2022

Rússneskir hermenn, sem hafa barist í Úkraínu og munu berjast þar í framtíðinni, eiga þess nú kost að láta frysta sæði úr sér í rússneskum sæðisbönkum og er þessi þjónusta þeim að kostnaðarlausu. Rússneska Tass-fréttastofan skýrir frá þessu. Haft er eftir Igor Trunov, forstjóra samtaka rússneskra lögmanna, að heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt tillögu hans um að bjóða upp á Lesa meira

Sæðisfrumum karla hefur fækkað um 62%

Sæðisfrumum karla hefur fækkað um 62%

Pressan
10.12.2022

Frá 1973 til 2018 hefur sæðisfrumum karla að meðaltali fækkað um 62% á heimsvísu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna frá Ísrael, Bandaríkjunum, Brasilíu, Spáni og Danmörku. The Times of Israel skýrir frá þessu og hefur eftir Hagai Levine, prófessor við hebreska háskólann í Jerúsalem, að þetta sé ekki jákvæð þróun. „Við ættum að vera hissa en um leið áhyggjufull,“ sagði Lesa meira

Góð tíðindi úr geimnum – Sæði geymist árum saman

Góð tíðindi úr geimnum – Sæði geymist árum saman

Pressan
02.01.2022

Eftir lengstu tilraun sögunnar í Alþjóðlegu geimstöðinni hefur komið í ljós að það dregur ekki úr gæðum sæðis að geyma það fryst úti í geimnum í sex ár. Það voru japanskir vísindamenn sem gerðu tilraunina. Þeir frystu sæði úr 12 músum. Þrír skammtar af sæði úr hverri mús voru sendir til langtímageymslu í geimstöðinni og Lesa meira

Getur sæði karlmanna klárast?

Getur sæði karlmanna klárast?

Pressan
19.12.2021

„Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?“ Þessari spurningu var varpað fram á Vísindavef Háskóla Ísland fyrir nokkrum árum og svaraði Þuríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur, henni. Í svarinu kemur fram að karlmannslíkaminn sé ekki þannig úr garði gerður að hann framleiði bara ákveðið magn af sæði yfir ævina. Ef allt sé Lesa meira

Heimila geymslu fósturvísa, sæðis og eggja í allt að 55 ár

Heimila geymslu fósturvísa, sæðis og eggja í allt að 55 ár

Pressan
11.09.2021

Fólk sem vill stofna fjölskyldu getur í framtíðinni látið frysta egg, sæði og fósturvísa í allt að 55 ár en fram að þessu hefur að hámarki mátt frysta þetta í 10 ár. Þetta er meðal breytinga sem breska ríkisstjórnin hyggst gera á lögum um þetta. The Guardian segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi sagt að breytingin Lesa meira

Framtíðarörkin verður í geimnum – Geta geymt sæði í 200 ár

Framtíðarörkin verður í geimnum – Geta geymt sæði í 200 ár

Pressan
17.07.2021

Rannsóknir japanskra vísindamanna í Alþjóðlegu geimstöðinni sýna að það hefur ekki áhrif á gæði sæðis að það verði fyrir geimgeislun. Þeir hafa gert rannsóknir á þessu á undanförnum árum í geimstöðinni. Þetta þýðir að næsta Örkin hans Nóa mun ekki sigla á heimshöfunum heldur vera í öruggri fjarlægð frá jörðinni. Niðurstaða Japananna er að það Lesa meira

Kvendýrin stýra því hversu stórar sæðisfrumurnar eru

Kvendýrin stýra því hversu stórar sæðisfrumurnar eru

Pressan
04.07.2021

Eitt og annað gerist í þróun dýrategunda þegar frjóvgun eggja flyst inn í líkama kvendýranna. Það hefur lengi verið ein af ráðgátum líffræðinnar af hverju sæði er til í svo mörgum stærðum þegar það hefur aðeins eitt hlutverk: Að frjóvga egg. Nú hafa vísindamenn við Stokkhólmsháskóla fundið svarið við þessu og það er að kvendýrin Lesa meira

Kórónuveiran smitast ekki með sæði

Kórónuveiran smitast ekki með sæði

Pressan
26.02.2021

Kórónuveiran getur smitast með örsmáum dropum frá hósta eða hnerra. En getur sæði dreift veirunni? Nei, er niðurstaða nýrrar rannsóknar. TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Peter Reeslev, forstjóra sæðisbankans Cryos International, að þetta séu góð tíðindi fyrir þá sem þurfa aðstoð við barneignir. „Nú þarf fólk ekki að vera óöruggt vegna þess. Stofurnar, sem við seljum sæði Lesa meira

Fær háar bætur – Sæði hans var gefið samkynhneigðum pörum

Fær háar bætur – Sæði hans var gefið samkynhneigðum pörum

Pressan
01.10.2020

Nýlega var endi bundinn á sérstakt mál í Englandi. Það snerist um að árið 2010 ákvað Neil Gaskell að gerast sæðisgjafi. Hann setti það skilyrði fyrir notkun sæðisins að aðeins gagnkynhneigð pör mættu fá það. En eftir rannsókn Human Fertilisation and Embryology Authority kom í ljós að sæði hans hafði verið gefið þremur samkynhneigðum pörum og einstæðum mæðrum. Fjögur gagnkynhneigð pör höfðu fengið Lesa meira

Kórónuveiran fannst í sæði karla

Kórónuveiran fannst í sæði karla

Pressan
15.05.2020

Kínverskir vísindamenn hafa fundið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, í sæði smitaðra karla. Þörf er á frekari rannsóknum til að ganga úr skugga um hvort veiran getur smitast við kynmök. Vísindamennirnir rannsökuðu 38 karla á aldrinum 15 til 50 ára. Veiran fannst í sæði sex þeirra. Fjórir þeirra voru mjög veikir á þeim tímapunkti en Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af