fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025

Sádí-Arabía

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Pressan
17.08.2022

Þegar Salma al-Shehab, sem er sádi-arabísk, fór í frí heim til Sádi-Arabíu var hún handtekin, sökuð um að grafa undan einræðisstjórn landsins. Nú hefur hún verið dæmd í 34 ára fangelsi og 34 ferðabann að afplánun dómsins lokinni. Salma var við doktorsnám á Englandi þegar hún fór heim í frí. Það sem fór fyrir brjóstið á einræðisstjórninni Lesa meira

Dularfull andlát tveggja sádi-arabískra systra í Ástralíu – Flúðu land í öryggið í Ástralíu

Dularfull andlát tveggja sádi-arabískra systra í Ástralíu – Flúðu land í öryggið í Ástralíu

Pressan
28.07.2022

Þann 7. júní síðastliðinn fundust lík systranna Asra Abdullah Alsehli, 24 ára, og Amaal Abdullah Alsehli, 23 ára, í íbúð þeirra í Canterbury í suðvesturhluta Sydney í Ástralíu. Lögreglan telur að andlát þeirra hafi borið að með „grunsamlegum“ hætti og hefur biðlað til almennings um aðstoð. Daily Mail segir að systurnar hafi flúið frá Sádi-Arabíu til Ástralíu, án fjölskyldu sinnar, 2017. Claudia Allcroft, rannsóknarlögreglumaður, sagði að talið sé að Lesa meira

Opna nýjan skemmtigarð þar sem olía er í aðalhlutverki

Opna nýjan skemmtigarð þar sem olía er í aðalhlutverki

Pressan
07.11.2021

Víðast hvar um heiminn hefur fólk áttað sig á þeirri vá sem loftslagsbreytingarnar eru og reynir að verða minna háð olíu. Olíuríkið Sádí-Arabía er þar engin undantekning, að minnsta kosti ekki opinberlega. Landið er stærsti olíuframleiðandi heims. Það hefur nú ákveðið að nota olíu við markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar. Nýlega var tilkynnt að reistur verði skemmtigarður þar sem Lesa meira

Segir krónprinsinn vera morðingja og geðsjúkling

Segir krónprinsinn vera morðingja og geðsjúkling

Eyjan
06.11.2021

Mohammed bin Salman, hinn 36 ára krónprins í Sádí-Arabíu, hefur lengi verið umdeildur. En í augum Saad Aljabri, fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádí-Arabíu, þá er krónprinsinn beinlínis hættulegur fyrir alþjóðasamfélagið. Aljabri ræddi nýlega um krónprinsinn í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Þar sagði hann meðal annars að krónprinsinn hafi skipulagt samsæri gegn Abdullah, fyrrum konungi Sádí-Arabíu, en hann vildi að sögn drepa hann með hring frá Rússlandi. Þetta Lesa meira

Nýbirt skjöl frá FBI um hryðjuverkin 11. september vekja mikla athygli

Nýbirt skjöl frá FBI um hryðjuverkin 11. september vekja mikla athygli

Pressan
27.09.2021

Bandaríska alríkislögreglan FBI birti nýlega minnisblað um einn þátt rannsóknar sinnar á hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Um 16 síðna minnisblað er að ræða og hefur það á nýjan leik ýtt undir umræður og vangaveltur um hvort Sádi-Arabía hafi stutt við bakið á al-Kaída og árás samtakanna á Bandaríkin. Minnisblaðið er frá því í apríl 2016. Í því Lesa meira

Fara aftur í gegnum skjöl um hryðjuverkaárásirnar 11. september – Ættingjar vilja aflétta leynd

Fara aftur í gegnum skjöl um hryðjuverkaárásirnar 11. september – Ættingjar vilja aflétta leynd

Pressan
10.08.2021

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að láta fara yfir skjöl varðandi hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 á nýjan leik til að kanna hvort hægt sé að aflétta leynd af þeim. Þetta er gert eftir að fjölskyldur þeirra sem létust í árásunum báðu Joe Biden, forseta, um að sleppa því að mæta á minningarathöfn um árásirnar og fórnarlömbin nema Lesa meira

Sádi-Arabar skrúfa niður hljóðstyrkinn í bænaköllum

Sádi-Arabar skrúfa niður hljóðstyrkinn í bænaköllum

Pressan
06.06.2021

Framvegis má hljóðstyrkurinn, þegar kallað er til bæna í moskum í Sádi-Arabíu, aðeins vera þriðjungur þess sem hann hefur verið fram að þessu.  Ráðuneytið íslamskra málefna tilkynnti þetta í síðustu viku. Þetta hefur vakið mikla athygli því margir af heilögustu stöðum íslamskrar trúar eru í Sádi-Arabíu. Ráðherra íslamskra málefna segir að ákvörðunin hafi verið tekin Lesa meira

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp

Pressan
07.05.2021

Yfirvöld í Líbanon og Sádí-Arabíu  deila nú hart eftir að sádí-arabískir tollverðir leituðu í sendingu af granateplum frá Líbanon. Í kjölfarið hafa yfirvöld í Sádí-Arabíu  bannað innflutning á öllum landbúnaðarvörum frá Líbanon og þar á meðal vörum sem fara aðeins í gegnum Sádí-Arabíu  á leið sinni til annarra landa. Með þessu er í raun búið að loka á útflutning Líbana til stærstu markaða Lesa meira

Dæmd í sex ára fangelsi fyrir að berjast fyrir rétti kvenna til að aka bílum

Dæmd í sex ára fangelsi fyrir að berjast fyrir rétti kvenna til að aka bílum

Pressan
30.12.2020

Dómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi á mánudaginn Loujain al-Hathloul í fimm ára og átta mánaða fangelsi. Hún var fundin sek um hryðjuverkatengda starfsemi að sögn fjölskyldu hennar. Hún er ein þekktasta baráttukona landsins fyrir réttindum kvenna sem eru fótum troðum í þessu strangtrúaða múslimaríki. Mannréttindasamtök segja að ákærurnar á hendur henni hafi aðeins verið tilkomnar vegna Lesa meira

Netanyahu fundaði með krónprinsi Sádi-Arabíu

Netanyahu fundaði með krónprinsi Sádi-Arabíu

Pressan
24.11.2020

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu á sunnudagskvöldið til að funda með Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ísraelskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Vitað að samskipti ríkjanna hafa heldur batnað á síðustu misserum, eftir áratugalanga óvináttu, því þau eiga sér sameiginlegan óvin sem er Íran en svo háttsettir embættismenn hafa ekki áður fundað. Yossi Cohen, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af