Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny
PressanFrönsk og þýsk stjórnvöld munu leggja til að refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim aðilum sem talið er að hafi staðið á bak við morðtilræðið við rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við tilræðið. Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sent öðrum aðildarríkjum ESB Lesa meira
Slagurinn um Venus er hafinn – „Rússnesk pláneta“
PressanKapphlaupið um systurplánetu jarðarinnar, Venus, er hafið eftir að tilkynnt var að hugsanlega sé líf að finna á plánetunni. Vísindamenn hafa fundið fosfín, sem myndast í verksmiðjum hér á jörðinni eða sem úrgangsefni frá örverum. Fosfín er að finna í skýjum á Venus og því er ekki talið útilokað að þar þrífist líf í skýjunum en aðstæður á yfirborði plánetunnar Lesa meira
Þjóðverjar óttast að Rússar reyni aftur að myrða Navalnij – Efla öryggisgæslu hans
PressanÞýsk yfirvöld hafa aukið verulega við öryggisgæslu við Charité-sjúkrahúsið í miðborg Berlín en þar liggur Alexei Navalny, einn helsti andstæðingur Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Hann er að jafna sig eftir að eitrað var fyrir honum þann 20. ágúst þegar hann var á ferð um Rússland. Þýsk stjórnvöld segja að ný og enn hættulegri tegund af novichok Lesa meira
Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump
PressanRússneskir tölvuþrjótar hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi 200 bandaríska samtaka sem tengjast forseta- og þingkosningunum í haust. Auk þeirra hafa kínverskir og íranskir tölvuþrjótar reynt að brjótast inn í tölvukerfin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Microsoft sendi frá sér í gær. „Þær aðgerðir, sem við skýrum frá í dag, sýna greinilega að erlendir hópar Lesa meira
Vísindamenn hafa efasemdir um bóluefni Rússa og Kínverja
PressanÞegar rússnesk yfirvöld tilkynntu nýlega að bóluefni, þróað þar í landi, væri komið í framleiðslu höfðu margir efasemdir um virkni bóluefnisins. Nú setja margir vísindamenn einnig spurningarmerki við kínverskt bóluefni. Ástæðan fyrir efasemdum vísindamannanna er að bæði bóluefnin eru byggð á frekar einfaldri kvefveiru. Bóluefnið, sem kínverska fyrirtækið CanSinos, hefur þróað er byggt á breyttri útgáfu af adenoveiru gerð 5, Ad5, Lesa meira
Svíar styrkja herafla sinn á Gotlandi
PressanSænska eyjan Gotland er vinsæll ferðamannastaður í Eystrasalti. Þar er lífið yfirleitt friðsælt og lítið um að vera en breyting hefur nú orðið á þessu því sænski herinn hefur að undanförnu aukið viðbúnað sinn á og við eyjuna. Hér er ekki um æfingu að ræða heldur einhverskonar mótvægisaðgerðir við aukin umsvif Rússa á svæðinu. Í Lesa meira
Sænski herinn eykur viðbúnað sinn í Eystrasalti
PressanSænski herinn hefur ákveðið að auka viðbúnað sinn í Eystrasalti vegna versnandi stöðu öryggismála. Þetta kemur fram í tilkynningu sem herinn sendi frá sér á þriðjudaginn. Fram kemur að „breytingar á öryggismálum á alþjóðavísu“ sé hluti af ástæðunni fyrir þessu. „Bæði Rússar og Vesturlönd eru með umfangsmikil hernaðarumsvif á Eystrasaltssvæðinu, umfangið á sumu höfum við Lesa meira
Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns
PressanBóluefnið gegn COVID-19, sem rússnesk yfirvöld hafa samþykkt, var aðeins prófað á 76 manns. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá rússneska heilbrigðisráðuneytinu. Í henni kemur einnig fram að efnið hafi fyrst verið prófað á mörgum dýrum, þar á meðal nagdýrum og prímötum. Allar dýratilraunirnar stóðust allar kröfur um öryggi og virkni bóluefnisins og því var hafist Lesa meira
Rússar stela sviðsljósinu – Segjast verða tilbúnir með bóluefni gegn kórónuveirunni um miðjan ágúst
PressanSegja má að Rússar hafi stolið sviðsljósinu síðustu klukkustundir í umræðunni um heimsfaraldur kórónuveirunnar því þeir segjast verða tilbúnir með bóluefni gegn veirunni um miðjan ágúst. CNN segir að Rússar stefni á að 10. ágúst, eða jafnvel fyrr, verði nýtt bóluefni tilbúið til samþykktar. CNN fékk þetta staðfest hjá fjölda rússneskra embættismanna og fólki sem tengist vinnu við bóluefnið. Lesa meira
Dularfull geislavirkni í Skandinavíu
PressanYfirvöld í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa að undanförnu mælt aukna geislavirkni í löndunum. Hollensk yfirvöld telja líklegt að uppruna geislavirkninnar megi rekja til vesturhluta Rússlands. Á föstudaginn sögðu hollensk yfirvöld að útreikningar sýni að geislavirkar samsætur (ísótópar) berist frá vesturhluta Rússlands. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Að mati hollenskra yfirvalda getur þetta bent Lesa meira