Segir að NATO hafi gengið vel á næstum allar birgðir sínar
FréttirÞað er mikilvægt fyrir baráttu Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu að NATO-ríkin fylli á birgðageymslur sína. Þetta sagði Jamie Shea, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, í samtali við Sky News. Hann sagði að NATO hafi notað stóran hluta birgða sinna og það þýði að nú verði að sannfæra vopnaframleiðendur um að setja framleiðslulínur sínar í gang á nýjan leik og framleiða hratt og í miklu magni. Þegar hann var Lesa meira
Er ekki í neinum vafa – Aðeins tímaspursmál
FréttirÞað er aðeins spurning um tíma hvenær NATO sendir Úkraínumönnum orustuþotur. Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við Ekstra Bladet. Harðir bardagar standa yfir víða í Úkraínu, sérstaklega í Donetsk. Áður en fundur varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna hófst í Brussel í gær sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að NATO verði að láta Úkraínumenn fá það sem þeir þurfa til að sigra í stríðinu. Nielsen sagði að það Lesa meira
Úkraínumenn gætu ógnað landtengingu Rússlands við Krím
FréttirEf Úkraínumenn ná að brjótast kröftulega í gegnum varnarlínur Rússa í Zaporizhzhia myndi það „alvarlega ógna“ tilvist landtengingar Rússlands við Krímskaga. Það myndi einnig grafa undan yfirlýstu markmiði Rússa um að „frelsa“ Donbass. Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu. Segir ráðuneytið að Rússar hafi greinilega áhyggjur af hvernig þeir eigi að verja Lesa meira
Leiðtogi Wagner er vaxandi ógn – Sumir í Moskvu eru sagðir óttast hann
FréttirAðilar í efstu þrepum rússneska valdapýramídans vilja ekki heyra meira um Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner-málaliðahópsins, né málaliðana. En málaliðarnir þegja ekki. Ef einhver bað Prigozhin nýlega um að láta lítið fyrir sér fara þá er ekki að sjá að hann fari eftir því. Á nokkrum mánuðum hefur Prigozhin, sem hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns“, breyst úr því að vera mjög leyndardómsfullur Lesa meira
Wagnerliðar segja frá hryllingnum í fremstu víglínu
FréttirTveir fyrrum liðsmenn Wagner-málaliðahópsins, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, ræddu nýlega við CNN. Mennirnir voru teknir höndum af úkraínska hernum þegar þeir börðust í Donbas seint á síðasta ári. Af öryggisástæðum koma mennirnir ekki fram undir nafni í viðtalinu. Í því segja þeir meðal annars að þeir málaliðar, sem hlýddu ekki skipunum, hafi samstundis verið skotnir Lesa meira
Segir að rússneska herstjórnin standi frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku
FréttirWagner-hópurinn er hættur að sækja fanga í rússnesk fangelsi. Hann byrjaði á því síðasta haust og var föngum boðin sakaruppgjöf og frelsi fyrir að berjast í sex mánuði í Úkraínu. Rússneski herinn hefur „líklega“ sent flesta þá, sem voru kallaðir til herþjónustu í haust, til starfa. Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins um gang Lesa meira
Nýr leikur Rússa veldur verðhækkunum
FréttirÍ kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hækkuðu ýmsar hrávörur mikið í verði en verðið hefur verið á niðurleið síðustu mánuði. En verðsveiflum, af völdum stríðsins, er ekki lokið og í kjölfar ákvörðunar Rússa á föstudaginn hækkaði verðið á olíu og hætt er við að það hækki enn frekar. Þetta er mat Global Risk Management. Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, tilkynnti Lesa meira
Segir litlar líkur á að stórsókn Rússa heppnist
FréttirÍ nýlegu stöðumati bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) kemur fram að bæði Úkraínumenn og rússneskir herbloggarar telji litlar líkur á að væntanleg stórsókn Rússa í Úkraínu heppnist vel. ISW vísar meðal annars í orð fulltrúa leyniþjónustu úkraínska hersins sem sagði nýlega að Rússar hafi ekki burði til að hefja velheppnaða stórsókn á næstunni. Hann sagði einnig að Rússar hafi í hyggju Lesa meira
Wagner-hópurinn hluti af áætlun um innrás í Kósóvó
FréttirÓróinn í norðurhluta Kósóvó er fyrsta skrefið í átt að innrás Serba með stuðningi Wagner-hópsins. Þetta er mat Vjosa Osmani, forseta Kósóvó. Hún segir að vopnum og ómerktum einkennisbúningum sé smyglað í stórum stíl frá Serbíu til herskárra hópa í Kósóvó þessa dagana og að það sé Wagner-hópurinn sem standi á bak við þetta. Í Lesa meira
Telja að Rússar hafi misst helming skriðdreka sinna í Úkraínu
FréttirCeleste Wallander, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sem fer með alþjóðleg öryggismál í bandarísku ríkisstjórninni, segir að talið sé að rússneski herinn hafi misst helming mikilvægustu skriðdreka sinna í Úkraínu. CNBC skýrir frá þessu og segir að Wallander hafi sagt að hernaðarmáttur Rússa, sérstaklega á jörðu niðri“ hafi veikst mjög mikið. Hún sagði einnig að bandarísk stjórnvöld telji að tugir þúsunda rússneskra Lesa meira