fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Rússland

Kínverjar og Rússar taka höndum saman um byggingu geimstöðvar á tunglinu

Kínverjar og Rússar taka höndum saman um byggingu geimstöðvar á tunglinu

Pressan
10.03.2021

Kínverjar og Rússar hafa ákveðið að taka saman höndum um að byggja geimstöð á tunglinu eða á braut um það. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos skýrði frá þessu. Fram kemur að Roscosmos og kínverska geimferðastofnunin hafi náð saman um að vinna saman að því að byggja geimstöð, annað hvort á tunglinu eða á braut um það. Hugsanlega munu önnur lönd og Lesa meira

Norður-Kórea er nú algjörlega lokuð fyrir umheiminum – Stjórnarerindrekar þurftu að nota handafl til að komast úr landi

Norður-Kórea er nú algjörlega lokuð fyrir umheiminum – Stjórnarerindrekar þurftu að nota handafl til að komast úr landi

Pressan
04.03.2021

Norður-Kórea er að öllu jöfnu nær algjörlega lokað land enda mikilvægt að halda þjóðinni frá því að eiga samskipti við fólk af öðru þjóðerni svo hún sjái ekki hversu slæmt ástandið er í heimalandinu og fari í framhaldinu að véfengja umboð einræðisstjórnarinnar til að stýra landinu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur landinu verið lokað enn frekar Lesa meira

Hélt að eiginkonan hefði eignast tvíbura – Annað kom í ljós

Hélt að eiginkonan hefði eignast tvíbura – Annað kom í ljós

Pressan
15.02.2021

Á síðasta ári sagði Laura Daudov, sem býr í Rússlandi, eiginmanni sínum, Daud Daudov, að hún væri barnshafandi. En þetta var ekki satt en tíðindin glöddu Daud gríðarlega og þegar Laura sá hversu ánægður hann var með þetta vildi hún ekki eyðileggja gleðina fyrir honum og segja honum sannleikann. Metro skýrir frá þessu. „Ég vildi ekki gera hann leiðan og því ákvað ég að Lesa meira

Gestir drápu brúðgumann í brúðkaupsveislunni

Gestir drápu brúðgumann í brúðkaupsveislunni

Pressan
09.02.2021

Brúðkaup, sem fór fram í Vlasovo í Rússlandi, nýlega endaði hörmulega. Brúðguminn lenti í deildum við nokkra gesti sem urðu honum að bana. Vlasovo er um 40 kílómetra vestan við Moskvu. Samkvæmt frétt news.com.au þá sýna ljósmyndir og myndbandsupptökur að dagurinn fór vel fram til að byrja með, eins og fyrirhugað var með söng og dansi. En þegar leið á kvöldi Lesa meira

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku

Pressan
14.01.2021

Rússneskir íþróttamenn og lyfjanotkun er eitthvað sem mikið hefur verið fjallað um undanfarin misseri enda virðist sem rússneskir íþróttamenn stundi kerfisbundna notkun á ólöglegum lyfjum til að bæta árangur sinn. Í kjölfar Ólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi komst upp að átt hafði verið við mörg sýni sem voru tekin úr rússneskum íþróttamönnum í tengslum við lyfjaeftirlit á Lesa meira

Áhugi Ungverja á rússnesku bóluefni gegn kórónuveirunni er áhyggjuefni fyrir ESB

Áhugi Ungverja á rússnesku bóluefni gegn kórónuveirunni er áhyggjuefni fyrir ESB

Pressan
11.12.2020

Ungversk yfirvöld hafa áhuga á rússneska Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni en það er mjög óvenjulegt að aðildarríki ESB hafi áhuga á rússnesku bóluefni og hefur þetta valdið nokkurri spennu á milli ungverskra stjórnvalda og annarra aðildarríkja ESB. Miklos Kasler, ráðherra mannauðsmála, skrifaði nýlega á Facebook að væntanlega muni 3.000 til 5.000 Ungverjar taka þátt í klínískum tilraunum á Sputnik V bóluefninu. Þetta gæti Lesa meira

Er Pútín að íhuga að setjast í helgan stein?

Er Pútín að íhuga að setjast í helgan stein?

Pressan
06.12.2020

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir ekkert hæft í orðrómi um að hann sé veikur eða á leið út úr stjórnmálum. En hvað sem því líður þá er ljóst að Pútín fer inn í jólin með stafla af vandamálum, bæði á innlendum sem erlendum vettvangi. Fyrir nokkrum vikum fór orðrómur á kreik um að Pútín sé með Parkinsonssjúkdóminn og að hann muni Lesa meira

Átta létust eftir að hafa drukkið handspritt í samkvæmi

Átta létust eftir að hafa drukkið handspritt í samkvæmi

Pressan
04.12.2020

Átta létust eftir að hafa drukkið handspritt í samkvæmi í Rússlandi eftir að áfengið var búið. Meðal þeirra látnu eru foreldrar fimm systkina sem nú eru munaðarlaus. Móðir þeirra, 48 ára, lést á fimmtudaginn og varð þar með áttunda fórnarlambið. Eiginmaður hennar og fimm karlar á aldrinum 27 til 69 ára voru meðal þeirra fyrstu Lesa meira

Ól son á dánarbeðinum – COVID-19 varð nær öllum ættingjum hans að bana

Ól son á dánarbeðinum – COVID-19 varð nær öllum ættingjum hans að bana

Pressan
02.12.2020

Svetlana Sorochinskaya, 36 ára frá St Pétursborg í Rússlandi, lést nýlega á sjúkrahúsi í borginni. Hún hafði verið í öndunarvél um hríð en hún var með COVID-19. Skömmu áður en hún lést ól hún son en þá var hún komin í öndunarvél. Hún náði ekki að sjá son sinn áður en hún lést. Nokkrum dögum áður en hún lést Lesa meira

Snowden sækir um rússneskan ríkisborgararétt

Snowden sækir um rússneskan ríkisborgararétt

Pressan
06.11.2020

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden og eiginkona hans hafa sótt um rússneskan ríkisborgararétt. Hann segir að þetta geri þau til að koma í veg fyrir að vera skilin frá ófæddum syni þeirra á tímum heimsfaraldurs og lokaðra landamæra. Eiginkona hans, Lindsay, á von á barni seinnipartinn í desember að því er RIA fréttastofan segir. Snowden, sem er 37 ára, flúði frá Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af