Háttsettur rússneskur embættismaður sagður hafa sett sig í samband við Vesturlönd til að binda enda á stríðið
FréttirHáttsettur embættismaður í Kreml er sagður hafa sett sig í samband við vestræna stjórnarerindreka með leynd til að reyna að binda enda á stríðið í Úkraínu. Viðkomandi er sagður hafa sagt að stór hluti af elítunni í Moskvu hafi miklar áhyggjur af gangi máli og sé brugðið vegna víðtækra refsiaðgerða Vesturlanda. Í skjali sem hefur verið dreift til vestrænna leyniþjónustustofnana segir Lesa meira
Telur að sífellt fleira bendi til að Rússar hafi gengið í gildru – 20.000 hermenn í vanda
FréttirAllt að 20.000 rússneskir hermenn eiga á hættu að verða umkringdir af úkraínskum hersveitum í Kherson. Rússarnir eiga í erfiðleikum með birgðaflutninga, eru næstum króaðir af á vesturbakka Dnipro og einu flutningsleiðirnar til þeirra eru í lofti eða yfir tvær flotbrýr. Úkraínumenn eru búnir að eyðileggja hinar brýrnar sem Rússarnir gátu notað. Ekki bætir úr skák að svo virðist Lesa meira
Sprengingar í skotfærageymslum á Krímskaga í morgun – Myndband
FréttirFréttir hafa borist af því í morgun að miklar sprengingar hafi orðið í skotfærageymslum á Krímskaga. Engar upplýsingar hafa borist um hvort Úkraínumenn hafi ráðist á þær en talið er að þeir hafi ráðist á herflugvöll á Krímskaga í síðustu viku en þá urðu Rússar fyrir miklu tjóni. Anton Gerashchenko, ráðgjafi Volodomyr Zelenskyy forseta, birti myndband af sprengingunum fyrir Lesa meira
Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða
FréttirÍ síðustu viku heimsótti Sergei Sreda, sem er svokallaður „stríðsfréttamaður“ höfuðstöðvar Wagnerhópsins í Úkraínu. Þar heilsaði hann upp á mann sem talið er að sé Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins. Hann birti auðvitað myndir af heimsókninni en þær komu upp um staðsetningu höfuðstöðvanna og gáfu Úkraínumönnum færi á að láta HIMARS-flugskeytum rigna yfir þær. Wagnerhópurinn er her málaliða sem sinnir ýmsum verkefnum fyrir rússnesk stjórnvöld Lesa meira
Segir að Rússar hafi yfirgefið 20.000 hermenn nærri Kherson
FréttirVitaly Kim, héraðsstjóri í Kherson í Úkraínu, segir að Rússar hafi yfirgefið 20.000 hermenn sína á vesturbakka Dnipro vegna yfirvofandi sóknar Úkraínuhers. Hann segir að yfirmenn í rússneska hernum hafi flúið frá vesturbakkanum og skilið hermenn sína eftir. Daily Mail skýrir frá þessu. Hann segir að Rússar séu að flytja stjórnstöðvar sína frá vesturbakkanum yfir á austurbakkann og skilji „heimska orka“ (það sem Lesa meira
Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
PressanVladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, bréf nýlega þar sem hann lagði til að ríkin tengist nánari böndum. Sky News segir að samkvæmt frétt norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA þá hafi Pútín stungið upp á að ríkin tvö vinni að því að auka samvinnu sína. Hafi Pútín skrifað að aukið samstarf ríkjanna muni verða til þess að Lesa meira
Rússar stela úkraínska Internetinu
FréttirSamhliða mannskæðum bardögum í Úkraínu berjast Rússar og Úkraínumenn í netheimum. Á hernumdu svæðunum hafa Rússar tekið yfir stjórn á upplýsingaflæði og tekið upp ritskoðun. Rússneski herinn hefur kerfisbundið tekið yfir stjórn á Internetinu á hernumdu svæðunum í austur og suðurhluta Úkraínu. Búið er að loka vinsælum vefsíðum á borð við Facebook, Instagram og Twitter. Allri netumferð er beint Lesa meira
Kissinger segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“
FréttirHenry Kissinger, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Richard Nixon, segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“ og segir að bandarískir leiðtogar eigi í vandræðum með að „marka pólitíska stefnu sína“. Þetta kemur fram í viðtali The Wall Street Journal við hann. Þar segir Kissinger, sem er orðinn 99 ára, að bandarískir stjórnmálamenn eigi í erfiðleikum með að Lesa meira
Zelenskyy segir að allir Rússar sem skjóta á kjarnorkuver verði sérstakt skotmark
FréttirMargoft hefur verið skotið á Zaporizjzja kjarnorkuverið í Úkraínu á síðustu dögum. Dælustöð og spennistöð hafa orðið fyrir skotum. Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að úkraínskar sérsveitir muni elta hvern einasta hermann uppi, sem ógnar kjarnorkuöryggi Evrópu, með því að skjóta á kjarnorkuver. BBC skýrir frá þessu. Rússar hafa verið með kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, á sínu valdi Lesa meira
McDonald‘s opnar nokkra veitingastaði í Úkraínu að nýju – Vilja styðja tilfinninguna um eðlilegt ástand
PressanBandaríska skyndibitakeðjan McDonald‘s hefur ákveðið að opna nokkra af veitingastöðum sínum í Úkraínu á nýjan leik en þeim var lokað þegar Rússar réðust inn í landið fyrir tæpum sex mánuðum. McDonald‘s lokaði einnig öllum veitingastöðum sínum í Rússlandi og seldi þá síðan til einkaleyfishafans. Nú verða nokkrir veitingastaðir í Úkraínu opnaðir á nýjan leik til að sýna úkraínsku þjóðinni Lesa meira