fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Rússland

McDonald‘s opnar nokkra veitingastaði í Úkraínu að nýju – Vilja styðja tilfinninguna um eðlilegt ástand

McDonald‘s opnar nokkra veitingastaði í Úkraínu að nýju – Vilja styðja tilfinninguna um eðlilegt ástand

Pressan
12.08.2022

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald‘s hefur ákveðið að opna nokkra af veitingastöðum sínum í Úkraínu á nýjan leik en þeim var lokað þegar Rússar réðust inn í landið fyrir tæpum sex mánuðum. McDonald‘s lokaði einnig öllum veitingastöðum sínum í Rússlandi og seldi þá síðan til einkaleyfishafans. Nú verða nokkrir veitingastaðir í Úkraínu opnaðir á nýjan leik til að sýna úkraínsku þjóðinni Lesa meira

Strandgestir flúðu í örvæntingu þegar rússneskar flugvélar sprungu – Atburðirnir á Krím geta breytt stríðinu – Myndband

Strandgestir flúðu í örvæntingu þegar rússneskar flugvélar sprungu – Atburðirnir á Krím geta breytt stríðinu – Myndband

Fréttir
12.08.2022

Á þriðjudaginn urðu öflugar sprengingar á rússneskum herflugvelli á Krím. Á skömmum tíma breyttist sumarleyfisparadísin, sem rússnesk stjórnvöld segja að Krím sé, í stað þar sem algjör ringulreið ríkti. Strandgestir flýttu sér að pakka saman föggum sínum og koma sér aftur heim til rússneska meginlandsins. Að minnsta kosti níu herflugvélar eyðilögðust þennan dag. Rússar segja Lesa meira

Wizz hefur áætlunarflug til Rússlands á nýjan leik

Wizz hefur áætlunarflug til Rússlands á nýjan leik

Pressan
11.08.2022

Rússland er að stórum hluta einangrað frá alþjóðasamfélaginu vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðleg fyrirtæki hafa hætt starfsemi í landinu og flugfélög eru hætt að fljúga þangað og mörg ríki beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum. En nú hefur Wizz Air Abu Dhabi ákveðið að hefja áætlunarflug til Moskvu á nýjan leik. CNN skýrir frá þessu og segir byrjað sé að selja miða í flug á Lesa meira

Rússneskir auðmenn hafa dáið hver á fætur öðrum – Nú er fyrrum ráðgjafi Pútíns alvarlega veikur

Rússneskir auðmenn hafa dáið hver á fætur öðrum – Nú er fyrrum ráðgjafi Pútíns alvarlega veikur

Pressan
10.08.2022

Allt frá því í ársbyrjun hafa fjölmargir áhrifamenn úr efstu lögum rússnesks samfélags dáið á dularfullan og/eða skelfilegan hátt. Hér er aðallega um svokallaða olígarka að ræða. Olígarka sem voru með sterk tengsl við rússneska olíu- og gasiðnaðinn. Margir hafa furðað sig á þessum óvæntu dauðsföllum og því hefur verið velt upp hvort rússnesk yfirvöld (Pútín og hans fólk) séu Lesa meira

Segjast hafa komið upp um áætlun Rússa um að myrða ráðherra og yfirmann leyniþjónustu hersins

Segjast hafa komið upp um áætlun Rússa um að myrða ráðherra og yfirmann leyniþjónustu hersins

Fréttir
09.08.2022

Úkraínska leyniþjónustan, SBU, hefur handtekið tvo Úkraínubúa sem eru grunaðir um að hafa verið á mála hjá Rússum og hafi ætlað að myrða úkraínska varnarmálaráðherrann og yfirmann leyniþjónustu hersins. The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá úkraínskum yfirvöld hafi rússneska leyniþjónustan GRU staðið á bak við áætlunina. Átti að myrða varnarmálaráðherrann, yfirmann leyniþjónustu hersins og þekktan úkraínskan aðgerðasinna. Rússnesk yfirvöld hafa ekki Lesa meira

Zelenskyy varar Rússa við – „Afstaða okkar er eins og áður. Við munum ekki láta neitt af hendi sem við eigum.“

Zelenskyy varar Rússa við – „Afstaða okkar er eins og áður. Við munum ekki láta neitt af hendi sem við eigum.“

Fréttir
08.08.2022

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, varaði Rússa við í gær og sagði að ekki kæmi til greina að setjast að samningaborðinu með þeim ef þeir efna til atkvæðagreiðslna á herteknum svæðum um aðskilnað frá Úkraínu. Þetta sagði forsetinn í gær að sögn Reuters. Hann sagði að ef hernámsliðið haldi áfram þeirri stefnu sinni að efna til atkvæðagreiðslna loki Lesa meira

Undirbúa sig undir stórorustu í suðurhluta Úkraínu – Telur hugsanlegt að um blekkingu sé að ræða

Undirbúa sig undir stórorustu í suðurhluta Úkraínu – Telur hugsanlegt að um blekkingu sé að ræða

Fréttir
08.08.2022

Bæði Úkraína og Rússland virðast vera að undirbúa stórorustu um suðurhluta Úkraínu. Rússar eru að flytja hersveitir frá Donbas til suðurhluta landsins og Úkraínumenn segja að sókn þeirra sé þegar hafin. Rússar hafa ekki látið mikið uppi en vitað er að þeir eru að flytja hersveitir og hergögn til suðurhluta Úkraínu þar sem margir reikna með að Lesa meira

Rússneskir ferðamenn streyma til Finnlands

Rússneskir ferðamenn streyma til Finnlands

Fréttir
07.08.2022

Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu hafa Finnar gefið út vegabréfsáritanir til um 100.000 Rússa. Af þeim sökum streyma rússneskir ferðamenn í gegnum Nuijamaa landamærahliðið í suðvesturhluta Finnlands. Margir þeirra vilja bara njóta sumarfrísins í finnskri náttúru en aðrir hafa í hyggju að ferðast áfram til annarra Evrópuríkja. Þrátt fyrir að Finnar hafi sótt um aðild að NATO vegna innrásar Rússar Lesa meira

Hér er sparað eins og hægt er – Svona eru aðgerðir nokkurra ESB-ríkja vegna orkuskorts

Hér er sparað eins og hægt er – Svona eru aðgerðir nokkurra ESB-ríkja vegna orkuskorts

Fréttir
06.08.2022

Ef ekki tekst að draga úr orkunotkun í ríkjum ESB gæti þurft að grípa til orkuskömmtunar í vetur. Óhætt er að segja að orkukreppa sé í Evrópu því álfan er mjög háð Rússum um gas en Rússar hafa skrúfað mikið niður fyrir gasstreymið og við blasir að veturinn getur orðið erfiður víða ef hann verður Lesa meira

Segja að aldrei hafi verið eins langt á milli Úkraínu og Rússlands hvað varðar friðarviðræður

Segja að aldrei hafi verið eins langt á milli Úkraínu og Rússlands hvað varðar friðarviðræður

Fréttir
05.08.2022

Lítið hefur verið um friðarviðræður á milli Úkraínumanna og Rússa síðustu mánuði. Fulltrúar ríkjanna ræddust nokkrum sinnum við á fyrstu vikum stríðsins en síðan hefur ekkert hreyfst í þeim málum. Það eina sem ríkin hafa samið um er útflutningur Úkraínumanna á korni. Fulltrúar beggja ríkja leggja mikla áherslu á að sýna umheiminum að þeir séu reiðubúnir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af