Aukinn þrýstingur á Pútín – Vilja að hann noti kjarnorkuvopn
FréttirÍ kjölfar niðurlægjandi ósigurs rússneska hersins í Kharkiv hefur vaxandi þrýstingur verið á Vladímír Pútín, forseta, frá aðilum sem vilja ekki frið í Úkraínu. Þeir vilja þvert á móti herða stríðsreksturinn. Eftir því sem staða rússneska innrásarliðsins versnar og niðurlægingin verður meiri þrýsta rússneskir þjóðernissinnar á að Rússar grípi til enn harðari aðgerða. Business Insider fjallaði nýlega um málið og hvernig Lesa meira
Stór ósigur Rússa – Eru ekki lengur með allt Luhansk á sínu valdi
FréttirÚkraínski herinn hefur náð bænum Bilohorivka á sitt vald. Þetta er bær nærri borginni Lysychansk í Luhansk. Þetta er lítill bær en það hefur mikið sálrænt gildi að Úkraínumenn hafa náð honum á sitt vald. Það þýðir nefnilega að Rússar hafa ekki lengur allt Luhansk-héraðið á sínu valdi. Héraðið er eitt mikilvægasta markmið Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, í Lesa meira
Bandaríkin munu hugsanlega láta Úkraínumenn fá skriðdreka
FréttirEkki er útilokað að Bandaríkin muni láta Úkraínumönnum skriðdreka í té. Það verður þó ekki gert núna því enn skortir upp á menntun úkraínskra hermanna í meðferð þeirra. CNN hefur þetta eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Hann sagði að verið sé að skoða heildarmynd úkraínska hersins og hvað hann hefur þörf fyrir í framtíðinni og hvernig Bandaríkin Lesa meira
Úkraínski herinn er kominn yfir mikilvæga á og er nærri Luhansk – Rússar mega ekki hörfa lengra
FréttirÚkraínskir hermenn eru komnir yfir ána Oskil og eru með yfirráð yfir landsvæði beggja megin við þessa á sem er mikilvæg út frá hernaðarlegu sjónarmiði. Rússneskar hersveitir hafa hörfað frá ánni að nýrri varnarlínu og hafa fengið fyrirmæli um að lengra aftur megi þeir ekki hörfa. Úkraínski herinn skýrði frá þessu á Telegram. Síðustu daga hafa Lesa meira
Pútín niðurlægður á leiðtogafundi
FréttirBarack Obama, Angela Merkel og Shinzo Abe. Fyrir utan að hafa verið þjóðarleiðtogar eiga þau eitt annað sameiginlegt. Öll þurftu þau að bíða eftir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, á opinberum fundum. Nýlega fékk Pútín að bragða þessu meðali sem hann hefur svo oft notað. Þegar leiðtogafundur Shanghai Cooperation Organisation fór fram í Úsbekistan í síðustu viku fékk hann að bragða á þessu meðali. Hann fundaði með leiðtogum Lesa meira
Segir að Pútín ráði ekki lengur ferðinni
FréttirVöld Pútíns eru hægt og rólega að hverfa úr höndum hans og það horfir heimsbyggðin á. Þetta er mat Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier. Hann fylgdist náið með leiðtogafundi Shanghai Cooperation Organisation (SCO) í Úsbekistan í síðustu viku. Þar funduðu leiðtogar Kína, Indlands, Tyrklands, Pakistans, Írans og Rússlands auk leiðtoga nokkurra fyrrum ríkja Sovétríkjanna. Í heildina Lesa meira
Heimspekingur Pútíns – „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“
FréttirAlexander Dugin er einn þeirra rússnesku menntamanna sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sækir hugmyndir og innblástur til. Hann hefur lengi verið talinn hafa mikil áhrif á Pútín og hefur verið kallaður „Heimspekingur Pútíns“. Ekki er langt síðan að dóttir hans lést í bílsprengjuárás nærri Moskvu. Talið er að sprengjan hafi verið ætluð Alexander en hann ákvað á síðustu stundu að skipta um bíl við Lesa meira
Segja Rússa sækja fram af „tilgangsleysi“
FréttirFlest bendir til að Rússar standi nú í tilgangslausum sóknaraðgerðum í stríðinu í Úkraínu. Þeir eru sagðir reyna að sækja fram í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að því að verjast gagnsóknum Úkraínumanna. Þetta er niðurstaða greiningar bandarísku hugveitunnar Institute for Study of War (ISW) sem setur spurningarmerki við hernaðartaktík Rússa í Úkraínu. Í greiningu ISW segir að rússneskar hersveitir Lesa meira
Rússar birtu myndband af mikilfenglegri loftárás – En ekki var allt sem sýndist
FréttirÍ síðustu viku birti rússneska varnarmálaráðuneytið myndband sem sýndi árás í Úkraínu. Um árás fullkomnustu herþyrlna Rússa var að ræða. Myndbandið er flott og við fyrstu sýn ekki annað að sjá en að um velheppnaða árás hafi verið að ræðan. En þegar myndbandið er skoðað aðeins betur sést að ekki er allt sem sýnist. Ráðuneytið Lesa meira
Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu
FréttirBandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma. Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn Lesa meira