Herkvaðningin á að snúa gangi stríðsins í Úkraínu – Sérfræðingur segir að hermennirnir geti endað sem fallbyssufóður
FréttirVar það sigurtrompið sem Pútín dró upp í síðustu viku þegar hann tilkynnti um herkvaðningu allt að 300.000 rússneskra karla? Var það þetta sem rússneski herinn þarfnast til að knýja fram sigur í stríðinu í Úkraínu? Eða var þetta einfaldlega aðgerð örvæntingarfulls manns sem er kominn út í horn og hefur margt að óttast? Það er hægt Lesa meira
Blinken varar Rússa alvarlega við að beita kjarnorkuvopnum – „Afleiðingarnar verða skelfilegar“
FréttirAntony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við fréttamann CBC News í gærkvöldi um stríðið í Úkraínu. Hann staðfesti að bandarísk yfirvöld hafi verið í sambandi við rússnesk yfirvöld og varað þau við að hefja kjarnorkustríð. „Við höfum verið mjög skýr gagnvart Rússum, bæði opinberlega og í einkasamtölum. Þeir verða að að ræða um notkun kjarnorkuvopna,“ sagði Blinken. Lesa meira
Telja að herkvaðningin muni ekki leysa vanda Rússa á vígvellinum
FréttirÞað er ólíklegt að Rússar muni leysa þann vanda sem þeir glíma við á vígvellinum í Úkraínu með herkvaðningunni sem tilkynnt var um fyrir helgi. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar The Institute for the Study of War (ISW). Í daglegri stöðuskýrslu sinni segir ISW að herkvaðningin muni styrkja Rússa en ekki nægilega mikið til að sigrast á grundvallarvanda rússneska hersins. Meðal þess grundvallarvanda sem rússneski Lesa meira
Segja að rússneskir karlar á herskyldualdri fái ekki að yfirgefa landið
FréttirFrá og með 28. september munu rússnesk yfirvöld loka landamærum landsins fyrir öllum karlmönnum á herskyldualdri. Þeir munu einfaldlega ekki fá að fara úr landi. Netmiðillinn Meduza skýrir frá þessu og vitnar í ónafngreindan heimildarmann innan stjórnkerfisins. Er viðkomandi sagður telja að 28. september verði líklegast fyrir valinu. Annar heimildarmaður sagðist telja að landamærunum verði Lesa meira
Pútín samþykkir 10 ára fangelsi yfir liðhlaupum
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur skrifað undir breytingu á rússnesku hegningarlögunum um að það varði allt að 10 ára fangelsi að gerast liðhlaupi í hernum eftir að hafa verið kallaður til herþjónustu. Tass skýrir frá þessu. Fram kemur að í lögunum sé kveðið á um að ef hermaður mætir ekki til herþjónustu, gerist liðhlaupi með vopn Lesa meira
Rússneskir þingforsetar gagnrýna Pútín
FréttirValentina Matviyenko, formaður efri deildar rússneska þingsins, er ósátt við hvernig herkvaðningunni í Rússlandi er háttað. Í síðustu viku tilkynnti Vladímír Pútín, forseti, að allt að 300.000 karlar verði nú kvaddir í herinn til að berjast í Úkraínu. Ákvörðun Pútíns hefur leitt til mótmæla víða í Rússlandi og hefur lögreglan gengið hart fram í að brjóta þau á bak aftur. Lesa meira
SÞ segja að rússneskir hermenn hafi pyntað og nauðgað börnum niður í 4 ára aldur
FréttirRússar hafa þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu en allt önnur mynd er dregin upp í nýrri skýrslu óháðra sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir segja dæmi um að rússneskir hermenn hafi nauðgað og pyntað börn allt niður í 4 ára aldur. TV2 skýrir frá þessu og segir að þetta sé niðurstaða Lesa meira
Þjóðverjar kaupa gas frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum
FréttirÞýskaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa samið um kaup Þjóðverja á gasi frá furstadæmunum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, var í Miðausturlöndum um helgina til að reyna semja um kaup á gasi. Rússar hafa ekki sent gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna síðan í lok ágúst. Löngu fyrir þann tíma höfðu þeir dregið úr gasstreyminu og því Lesa meira
Segja síðustu hótanir Pútíns mjög áhættusamar – Getur fært stríðið á nýtt stig
FréttirGott gengi úkraínska hersins á vígvöllunum hefur ekki farið fram hjá neinum og fyrir helgi neyddist Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, til að grípa til aðgerða vegna þess. Á fimmtudaginn tilkynnti hann um herkvaðningu allt að 300.000 karla sem senda á í fremstu víglínu í Úkraínu. Pútín tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar. En tilkynning hans um herkvaðninguna var ekki það Lesa meira
Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum
FréttirÞað vekur ekki gleði allra Rússa að gripið hafi verið til herkvaðningar vegna hrakfara rússneska hersins í Úkraínu. Margir eru ósáttir við þetta og aðrir eru ósáttir við að hafa nú verið kallaðir til herþjónustu. Einn hinna ósáttu er Alexander Ermolaev, 63 ára íbúi í bænum Krasnoslobodsk, sem er nærri Volgograd. Hann er sykursjúkur og með lítið súrefnismagn Lesa meira