Segir að Pútín hafi gert stór mistök
FréttirSamkvæmt því sem leppstjórnir Rússa í Kherson, Zaporizjzja, Luhansk og Donetsk segja þá samþykkti mikill meirihluti íbúa þar að óska eftir að héruðin verði hluti af Rússlandi. Reiknað er með að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um innlimun héraðanna í Rússland á næstu dögum. En það eru stór mistök af hans hálfu. Þetta er mat Anders Puck Lesa meira
Setja upp eftirlitsstöðvar til að ná þeim sem reyna að komast hjá herkvaðningu
FréttirRússnesk yfirvöld ætla að koma upp eftirlitsstöðvum við sum landamæri landsins til að hafa hendur í hári karlmanna sem reyna að komast hjá því að verða kvaddir í herinn. Verða þeir þvingaðir til að fara í herinn og berjast í Úkraínu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Andrei Sergeev, innanríkisráðherra í rússneska lýðveldinu Norður Ossetia-Alania, hafi sagt að rússneskum Lesa meira
Segir að efnahagur Slóvakíu geti hrunið vegna orkuverðsins
FréttirHið himinháa orkuverð kemur illa við Slóvakíu eins og fleiri lönd. Eduard Heger, forsætisráðherra landsins, sagði í samtali við Financial Times að hætta sé á að efnahagur landsins hrynji algjörlega vegna orkuverðsins. Hann sagði það vera á góðri leið með að „drepa“ efnahagslífið. Hann sagði að eina leiðin til að koma í veg fyrir algjört hrun sé að Slóvakía fái Lesa meira
Facebook lokaði umfangsmiklu neti falskra aðganga sem dreifðu rússneskum áróðri í Evrópu
FréttirTalsmenn Meta, móðurfélags Facebook, sögðu í gær að fyrirtækið hafi lokað rúmlega 1.600 aðgöngum sem voru notaðir til að dreifa rússneskum áróðri um stríðið í Úkraínu í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og Úkraínu. Segja talsmenn Meta að þetta sé stærsta og flóknasta netið tengt Rússum sem fundist hefur á samfélagsmiðlinum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Lesa meira
Segjast ekki hafa í hyggju að óska eftir framsali Rússa sem fara úr landi til að forðast herkvaðningu
FréttirStjórnvöld í Moskvu segja að ekki sé í bígerð að óska eftir framsali þeirra Rússa sem fara úr landi til að komast hjá herkvaðningu. Tugir þúsunda Rússa hafa streymt úr landi eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna í síðustu viku. Mikill straumur hefur verið til Kasakstan og Georgíu en einnig hafa Rússar streymt til Finnlands Lesa meira
Rússar streyma til Georgíu og Kasakstan
FréttirYfirvöld í Georgíu og Kasakstan segja að tugir þúsunda Rússa hafi streymt til landanna eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna. Meirihluti Rússanna eru karlmenn sem eru að flýja herkvaðningu. The Guardian segir að eftir því sem yfirvöld í Georgíu segi þá hafi fjöldi Rússa, sem koma til landsins daglega, næstum tvöfaldast síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna. Áður Lesa meira
66.000 Rússar komu til ESB í síðustu viku
PressanFrá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu í síðustu viku hefur komum Rússa til ESB fjölgað um 30%. Frontex, landamærastofnun ESB, skýrði frá þessu í gær að sögn Reuters. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að undanfarna viku hafi tæplega 66.000 rússneskir ríkisborgarar komið til ESB. Þetta séu 30% fleiri en vikuna á undan. Flestir komu til Lesa meira
Segir að þrennt komi í veg fyrir að mótmæli Rússa knýi fram breytingar
FréttirAllt frá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu allt að 300.000 karla á fimmtudaginn hefur fólk mótmælt herkvaðningunni og stríðsrekstrinum á götum bæja og borga í Rússlandi. Lögreglan hefur ekki tekið mótmælendur neinum vettlingatökum. Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að rúmlega 2.000 mótmælendur hafi verið handteknir. Margir þeirra hafi síðan verið kvaddir beint í herinn. En það er enn Lesa meira
Segir að NATO eigi að bregðast við notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu með „gjöreyðandi“ hætti
FréttirEf svo fer að Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu á NATO að bregðast við með „gjöreyðandi“ hætti að mati Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands. Hann segir að NATO eigi ekki að bregðast við með því að beita kjarnorkuvopnum heldur á annan „gjöreyðandi“ hátt. The Guardian segir að í heimsókn ráðherrans til Washington D.C. hafi hann sagt að NATO sé í því ferli að koma þeim skilaboðum til Moskvu að hart Lesa meira
Skemmdarverkin á gasleiðslunum í Eystrasalti – Voru Rússar að verki?
FréttirÍ gær kom í ljós að skemmdarverk höfðu verið unnin á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti, skammt frá Borgundarhólmi sem er dönsk eyja rétt undan strönd Svíþjóðar. Leiðslurnar liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Sprengjum hafði verið komið fyrir á gasleiðslunum og þær sprengdar. Böndin berast óneitanlega að Rússum en ekki er hægt að útilokað að Lesa meira