fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Rússland

„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi á sitt vald“

„Líkurnar á að Pútín noti kjarnorkuvopn aukast eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi á sitt vald“

Fréttir
04.10.2022

Vladímír Pútín á ekkert svar við sókn úkraínska hersins í Donbas þessa dagana. Þar heldur sigurganga Úkraínumanna áfram og ekkert bendir til að henni ljúki á næstunni. Á laugardaginn náðu Úkraínumenn bænum Lyman, í norðurhluta Donetsk, á sitt vald og eru þar með komnir með mikilvægt hlið að Luhansk þar sem Rússar hafa haft sterka Lesa meira

Hvetja Tékka til að yfirgefa Rússland

Hvetja Tékka til að yfirgefa Rússland

Fréttir
04.10.2022

Tékkneska utanríkisráðuneytið hvetur alla tékkneska ríkisborgara til að yfirgefa Rússland. Einnig ræður ráðuneytið frá ferðum til Rússlands. Þetta kemur fram á vefsíðu ráðuneytisins. Þar segir að í ljós innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins þar og þess að hugsanlega versni staða öryggismála í Rússlandi, sérstaklega fyrir ríkisborgara ESB-ríkja og NATO-ríkja, hvetji ráðuneytið Tékka til að yfirgefa Lesa meira

Segir hvað Bandaríkin munu gera ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum

Segir hvað Bandaríkin munu gera ef Pútín beitir kjarnorkuvopnum

Fréttir
04.10.2022

David Petraeus, fyrrum forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fyrrum fjögurra stjörnu hershöfðingi, ræddi við ABC News á sunnudaginn um hvað muni gerast ef Rússar beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann sagði að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni þá gjöreyða öllum hersveitum og búnaði Rússa í Úkraínu og sökkva Svarthafsflota þeirra. Hann sagðist ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa, um hugsanleg viðbrögð Bandaríkjanna við beitingu kjarnorkuvopna Lesa meira

„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél“

„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél“

Fréttir
04.10.2022

„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél.“ Þetta segir Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu dönsku hersins, um það sem er að gerast á vígvellinum í Úkraínu þessa dagana. Þar sækja úkraínskar hersveitir fram í austurhluta landsins og náðu bænum Lyman á sitt vald um helgina sem og fleiri litlum bæjum Lesa meira

Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna

Ísrael undirbýr móttöku tugþúsunda rússneskra flóttamanna

Fréttir
03.10.2022

Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að landið undirbúi sig nú undir að taka á móti tugum þúsunda rússneskra flóttamanna sem hafa flúið land vegna stríðsins í Úkraínu og herkvaðningar. Hvítrússneski miðillinn Nexta skýrir frá þessu. Nú þegar býr um ein milljón Rússa í Ísrael en þar er mjög opin innflytjendastefna gagnvart gyðingum og fólki af gyðingaættum.

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Fréttir
03.10.2022

Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í gær um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi í kjölfar innlimunar fjögurra úkraínskra héraða í Rússneska ríkjasambandið. Að þessu sinni beinast aðgerðirnar gegn 28 nafngreindum stuðningsmönnum Pútíns, aðskilnaðarsinnum, ráðherrum og öðrum þekktum einstaklingum. Um ferðabann er að ræða og efnahagslegar refsiaðgerðir. Penny Wong, utanríkisráðherra, sagði í tilkynningu að refsiaðgerðirnar beinist gegn fólki sem „fylgi skipunum Pútíns“.

Segist vera bjartsýn á gengi úkraínska hersins á vígvellinum

Segist vera bjartsýn á gengi úkraínska hersins á vígvellinum

Fréttir
03.10.2022

Úkraínska þingkonan Lesia Vasylenko segist vera „hóflega bjartsýn“ hvað varðar stöðuna á vígvellinum í Úkraínu og að fremstu víglínurnar líti „ágætlega út“. Þetta sagði hún í samtali við Sky News. „Ég er frekar bjartsýn og þrátt fyrir að Pútín reyni að beina athyglinni frá góðum árangri úkraínska hersins í austri þá sækir hann enn fram þar,“ sagði hún og bætti Lesa meira

Hyllir sókn Úkraínumanna

Hyllir sókn Úkraínumanna

Fréttir
03.10.2022

„Þetta er mikilvægt. Við erum mjög ánægð með það sem við sjáum núna,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um árangur úkraínska hersins í Donetsk um helgina en þá náði hann bænum Lyman á sitt vald. Það að ná bænum úr höndum Rússa er talið mesta afrek úkraínska hersins síðan hann sótti hratt fram í Kharkiv fyrir um mánuði síðan. Missir Lyman var mikið áfall fyrir Lesa meira

Segja að 60.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Segja að 60.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Fréttir
03.10.2022

Úkraínska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér mat á tapi Rússa í stríðinu. Telur ráðuneytið að 60.110 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu til þessa. 2.377 rússneskir skriðdrekar hafa verið eyðilagðir í stríðinu að sögn ráðuneytisins. Það er mikilvægt að taka þessum upplýsingum ráðuneytisins með ákveðnum fyrirvara því það hefur áður verið gagnrýnt fyrir að Lesa meira

Rússar deila góðum ráðum til að komast hjá herþjónustu

Rússar deila góðum ráðum til að komast hjá herþjónustu

Fréttir
03.10.2022

Í kjölfar tilkynningar Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um herkvaðningu 300.000 karla, sem eiga að fara á vígvöllinn í Úkraínu, spruttu nýir hópar upp á Internetinu þar sem Rússar veita hver öðrum góð ráð um hvernig á að flýja eða komast hjá því að vera kallaður í herinn. Þessu til viðbótar hafa mörg þúsund manns mótmælt herkvaðningunni Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af