fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Rússland

Hernaðarsérfræðingur skýrir stöðuna á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu

Hernaðarsérfræðingur skýrir stöðuna á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu

Fréttir
02.11.2022

Á síðustu vikum hafa hvorki úkraínski né rússneski herinn náð miklum árangri á vígvellinum. En það þýðir ekki endilega að ekkert sé að gerast þar. Jótlandspósturinn fékk Esben Salling Larsen, hernaðarsérfræðing, til að fara yfir stöðuna á þremur átakasvæðum í landinu. Hvað varðar stöðuna í Kherson sagði hann að þar sé enn barist um yfirráð yfir héraðinu og samnefndri borg. Lesa meira

Segir að eyrnasneplarnir komi upp um blekkingu Pútíns

Segir að eyrnasneplarnir komi upp um blekkingu Pútíns

Fréttir
02.11.2022

Samkvæmt því sem Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, segir þá notast Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, við þrjá tvífara. Hann segir að hægt sé að þekkja þá í sundur á eyrnasneplunum. Daily Mail skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Budanov segi þá sé enginn vafi á að Pútín notist við þrjá tvífara. „Eitt af því sem kemur upp Lesa meira

Mörg þúsund rússneskir hermenn sendir á vígvöllinn með „varla nothæf vopn“

Mörg þúsund rússneskir hermenn sendir á vígvöllinn með „varla nothæf vopn“

Fréttir
02.11.2022

Margir af þeim mönnum sem hafa verið kvaddir í rússneska herinn að undanförnu hafa verið sendir á vígvöllinn með „varla nothæf“ vopn. Þetta segja breskir sérfræðingar í varnarmálum. Þeir segja að heimildir hermi að margir hermannanna hafi fengið vopn frá tímum Sovétríkjanna, vopn sem voru þróuð á sjötta áratugnum. Tilkynnt var um herkvaðningu 300.000 rússneskra Lesa meira

Háværir orðrómar um heilsufar Pútíns

Háværir orðrómar um heilsufar Pútíns

Fréttir
02.11.2022

Mánuðum saman hafa orðrómar verið á kreiki um heilsufar Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta. Nýleg myndbirting New York Post af forsetanum hefur kynt vel undir orðrómum um að hann sé ekki heill heilsu. Myndin var birt fyrir um viku síðan en á henni sést Pútín klappa rússneskum hermanni á bakið. Á handarbaki Pútíns sést stór blettur sem margir telja vera eftir að nál hafi verið sett upp Lesa meira

Hækka viðbúnaðarstig norska hersins – Støre segir stöðuna mjög alvarlega

Hækka viðbúnaðarstig norska hersins – Støre segir stöðuna mjög alvarlega

Fréttir
01.11.2022

Frá og með deginum í dag verður viðbúnaðarstig norska hersins hækkað. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem viðbúnaðarstigið er hækkað. Ástæðan fyrir auknum viðbúnaði er stríðið í Úkraínu og aukin umsvif Rússa í Noregi eftir því sem norskir fjölmiðla segja. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gær. Hann sagði að framvegis verði aukin Lesa meira

Drukknir nýliðar geta hugsanlega komið Rússum að gagni

Drukknir nýliðar geta hugsanlega komið Rússum að gagni

Fréttir
01.11.2022

Ef Rússum tekst að þjálfa þá 300.000 menn, sem hafa verið kallaðir í herinn, getur það veitt þeim ákveðna yfirburði á hlutum vígvallarins í Úkraínu. Þetta er mat Kristian Lindhart, majors og hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólann. Í samtali við TV2 sagði hann að ef Rússum takist að nýta þessa hermenn saman og marga í einu, eins og eigi Lesa meira

Þetta gæti verið framtíðaráætlun Pútíns

Þetta gæti verið framtíðaráætlun Pútíns

Fréttir
01.11.2022

Mun Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, halda stríðsrekstrinum í Úkraínu áfram á sama hátt og nú er eða mun hann reyna að stigmagna átökin í von um að stríðinu ljúki fyrr? Ef svara við þessu er leitað hjá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW) er annar möguleikinn líklegri en hinn. „Forseti Rússland, Vladímír Pútín, mun langlíklegast reyna að halda hefðbundnum hernaðaraðgerðum áfram í Úkraínu til Lesa meira

Segir að Kherson verði komin undir úkraínsk yfirráð í lok nóvember

Segir að Kherson verði komin undir úkraínsk yfirráð í lok nóvember

Fréttir
01.11.2022

Í lok nóvember verður borgin Kherson í samnefndu héraði aftur komin undir úkraínsk yfirráð. Þetta er mat Kyrolo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Hann sagði þetta í samtali við The War Zone. Bardagar hafa staðið yfir í héraðinu síðustu vikur en hvorki Rússar né Úkraínumenn hafa gripið til stórra aðgerða þar enn sem komið er. Budanov sagði Lesa meira

Skjöl segja sögu síðustu daganna fyrir flótta Rússa í september

Skjöl segja sögu síðustu daganna fyrir flótta Rússa í september

Fréttir
01.11.2022

Í september náðu úkraínskar hersveitir að hrekja rússneskar hersveitir frá bænum Balakliia. Rússum lá svo mikið á að hafa sig á brott að þeir skildu mörg þúsund skjöl eftir í herstöð sinni. Þessi skjöl, sem Reuters hefur farið í gegnum, sýna að í júlí voru rússneskir hermenn sannfærðir um að árás Úkraínumanna væri yfirvofandi. Samkvæmt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af