Sérð þú eitthvað athugavert við þessa nýju mynd af Pútín? – „Það er eitthvað mikið að.“
FréttirFrá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa margar ljósmyndir af Vladímír Pútín, forseta, vakið athygli utan Rússlands og hafa margir þóst getað lesið eitt og annað úr þeim. Nú er það sama uppi á teningnum vegna ljósmyndar frá 8. desember. Þá heiðraði Pútín 12 rússneska hermenn, sem hann sagði vera „rússneskar hetjur“, með heiðursmerkinu „Rússnesk hetja“ en Lesa meira
Rússnesk nýnasistasamtök óska eftir upplýsingum um NATO-ríki – Óttast að þau ráðist á Eystrasaltsríkin
FréttirNýnasistahreyfing, sem hefur tengsl við ráðamenn í Kreml, hefur beðið félaga sína um upplýsingar um gæslu og annað á landamærum Rússlands við Eystrasaltsríkin þrjú. Þetta hefur vakið áhyggjur um hvort rússneskir öfgahægrisamtök séu að undirbúa árás á NATO-ríki. The Guardian skýrir frá þessu og segir að á hinni opinberu Telegramrás „Task Force Rusich“ hafi félagar verið beðnir um nákvæmar upplýsingar um landamærastöðvar og Lesa meira
Segir dulinn boðskap felast í ummælum Stoltenberg
Fréttir„Ég óttast að stríðið í Úkraínu fari úr böndunum og breiðist út og verði að stórstyrjöld á milli NATO og Rússlands. Þetta er mjög alvarlega staða og það eru örlagatímar í Evrópu og þar með fyrir Noreg. Ef þetta fer úr böndunum, getur þetta endað skelfilega.” Þetta sagði Jens Stoltenberg í spjallþættinum „Lindmo“ hjá Norska ríkisútvarpinu NRK á föstudaginn. Hér fyrir Lesa meira
Rússar sagðir notað 40 ára gömul skotfæri
FréttirHáttsettur bandarískur embættismaður sagði í gær að Rússar séu farnir að nota 40 ára gömul skotfæri í Úkraínu. Þessi skotfæri eru að hans sögn ónákvæm. Sky News skýrir frá þessu og segir að embættismaðurinn hafi sagt að Rússar hafi dregið þessi gömlu skotfæri upp úr birgðageymslum sínum. Það bendi til þess að þeir séu tilbúnir til að Lesa meira
Pútín aflýsir árlegum fréttamannafundi sínum – Er ekki í neinum vafa um ástæðuna
Fréttir„Það verður enginn fréttamannafundur í ár,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður ráðamanna í Kreml, í gær um árlegan fréttamannafund Vladímír Pútíns, forseta. Þessi fréttamannafundur er venjulega haldinn skömmu fyrir áramót og er um stóran pólitískan viðburð að ræða og hefð. Tekur fundurinn venjulega margar klukkustundir og fá fréttamenn tækifæri til að spyrja Pútín um ýmislegt. En ekki í ár. Fréttamenn fá ekki tækifæri Lesa meira
Rússar beina kröftum sínum að ákveðnu skotmarki og það getur komið sér vel fyrir Úkraínumenn
FréttirHarðir bardagar hafa geisað um langa hríð í og við bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá beinir rússneski herinn megninu af kröftum sínum að Bakhmut. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði nýlega að Rússar hafi jafnað Bakhmut við jörðu og breytt bænum í rústir einar. Allt að 90% af þeim 72.000, sem bjuggu þar fyrir Lesa meira
Verslunarmiðstöðvar í Moskvu virðast eldfimar þessa dagana – Tveir stórbrunar á nokkrum dögum
FréttirÍ gær kom eldur upp í verslunarmiðstöðinni Stroypark sem er í um 40 km fjarlægð frá Moskvu. The Guardian segir að samkvæmt fréttum RIA Novosti ríkisfréttastofunnar hafi eldurinn komið upp í byggingarefni. Óháði rússneski miðillinn Meduza segir að eldur hafi komið upp í byggingarefni sem lá utan við verslunarmiðstöðina. Eldurinn hafi breiðst hratt út og borist upp á fyrstu hæð og hafi náð yfir 9.000 fermetra Lesa meira
Stoltenberg óttast að stórstyrjöld brjótist út á milli NATO og Rússlands
FréttirJens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kom fram í spjallþættinum, „Lindmo“ í Norska ríkisútvarpinu NRK á föstudaginn. Þar ræddi hann um hvernig Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur breyst í gegnum tíðina. Hann var einnig spurður hvað hann óttast mest í vetur. „Ég óttast að stríðið í Úkraínu fari úr böndunum og breiðist út og verði að stórstyrjöld á milli NATO og Rússlands. Þetta er mjög alvarlega staða og Lesa meira
Leita að föðurlandssvikurum í Kherson
FréttirRússar hörfuðu frá borginni Kherson fyrir nokkrum vikum og Úkraínumenn ráða nú lögum og lofum í borginni. Þessa dagana stendur leit yfir að þeim sem Úkraínumenn flokka sem föðurlandssvikara, það er Úkraínumönnum sem starfa með Rússum. Lögreglumenn eru nú með varðstöðvar við borgina og fara um götur hennar. Þeir biðja fólk um skilríki, spyrja það spurninga og Lesa meira
Áætlun Pútíns springur í andlitið á honum – Missir stjórn á þeim
FréttirMargt bendir til að sú aðgerð Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, að senda fanga til vígstöðvanna í Úkraínu sé að enda með miklum hörmungum. Daily Beast segir að yfirmenn hersins hafi missst stjórn á föngunum fyrrverandi og séu margir þeirra nú á flótta. Í upphafi virstist þetta eflaust vera snilldaráætlun í augum Pútín. Hann lofaði föngunum sakaruppgjöf ef þeir færu á vígvöllinn í Úkraínu og lifðu Lesa meira