Rússar beita nýjum aðferðum til að fá fleiri til liðs við herinn – Myndband
FréttirRætt hefur verið um það að undanförnu að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, kunni að grípa til nýrrar herkvaðningar. 300.000 menn voru kvaddir í herinn í haust og hefur Pútín sagt að það dugi til, ekki þurfi að grípa til annarrar herkvaðningar. En því trúa ekki allir, sérstaklega ekki þegar horft er til þess að Rússar eru í miklum vandræðum í Lesa meira
Fréttakonu Danska ríkisútvarpsins bannað að starfa í Úkraínu – Sökuð um að vera vinveitt Rússum
FréttirMatilde Kimer, fréttakonu Danska ríkisútvarpsins (DR) hefur verið svipt starfsleyfi sínu í Úkraínu og má hún því ekki lengur starfa þar. Skýrt var frá þessu í dönskum fjölmiðlum í gær. Í umfjöllun á vef Danska ríkisútvarpsins kemur fram að Kimer hafi fengið tilkynningu um þetta frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu í ágúst. Það er ráðuneytið sem gefur út starfsleyfi fyrir Lesa meira
Segja að Wagner-hópurinn noti „grimmdarlega“ taktík í Úkraínu
FréttirHinn alræmdi Wagner-hópur, sem er rússneskt málaliðafyrirtæki, gegnir mikilvægu hlutverki í orustunni um bæinn Bakhmut í Donetsk í Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir í einni af daglegri stöðuskýrslu sinni um gang stríðsins að hópurinn beiti grimmdarlegri taktík í bardögunum þar. Ráðuneytið segir að orustan um Bakhmut sé ekkert annað en orusta þar sem spurningin sé hvor aðilinn haldi lengur út. Segir ráðuneytið að Wagner-hópurinn Lesa meira
Rússar hafa breytt um taktík í orustunni um Bakhmut
FréttirÚkraínsk yfirvöld eru í kapphlaupi við tímann við að flytja íbúa frá bænum Bakhmut því Rússar eru við það að brjótast í gegnum varnarlínur úkraínska hersins. Orustunni um Bakhmut hefur verið lýst sem einni þeirri mannskæðustu í stríðinu en hernaðurinn þar minnir einna helst á orustur í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem skotgrafahernaður var ráðandi. Ekki er vitað hvert mannfallið er hjá Lesa meira
Enn einn rússneskur olígarki bættist á dauðalistann
FréttirRússneski olígarkinn Dmitry Zelenov bættist nýlega á lista yfir þá rússnesku olígarka sem hafa látist á dularfullan hátt á þessu ári. Segja má að þetta sé sannkallaður dauðalisti sem hefur bara lengst eftir því sem hefur liðið á árið. Zelenov varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að komast á listann þann 9. desember. Eftir því sem franski miðillinn Varmatin segir þá byrjaði Zelenov skyndilega að líða Lesa meira
Stórsókn Rússa í undirbúningi – Telur þetta líklegustu sviðsmyndirnar
FréttirValerii Zaluzhnyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins, sagði í viðtali við The Economist í síðustu viku að Rússar séu að undirbúa stórsókn og að ekki sé langt í að hún hefjist. Sérfræðingur sér þrjár sviðsmyndir sem þær líklegustu ef af stórsókn Rússa verður. Eins og DV hefur skýrt frá, og hægt er að lesa í tenglinum hér fyrir neðan, þá Lesa meira
Segja að Rússar noti sérstaka aðferð úr síðari heimsstyrjöldinni
FréttirSamkvæmt upplýsingum breskra leyniþjónustustofnana þá nota rússneskar hersveitir nú ákveðna aðferð í stríðinu í Úkraínu, taktík sem á rætur að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar. Vesturlönd hættu að nota þessa aðferð fyrir mörgum áratugum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins yfir gang stríðsins en ráðuneytið birtir slíkar skýrslur daglega. Segir ráðuneytið að miðað við gervihnattarmyndir Lesa meira
Óttast að Pútín sé með nýja áætlun – „Ég er ekki í neinum vafa“
FréttirÚkraínskir hershöfðingjar og ráðherrar eru ekki í neinum vafa um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé með eitthvað uppi í erminni þessa dagana, og það stórt. Þeir telja að Rússar séu að undirbúa stórsókn í byrjun næsta árs. Hugsanlega endurtekningu á fyrstu vikum innrásarinnar þegar Rússar reyndu að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald. Eftir að Pútín tilkynnti um hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ Lesa meira
Pútín huggaði móður fallins hermanns – Sonur þinn drakk sig þó að minnsta kosti ekki í hel
FréttirRuslan, 54 ára rússneskur kennari, féll í Úkraínu í haust. Þjálfun hans fólst í að hann las um vopnanotkun á Wikipedia. Annar rússneskur hermaður var sendur inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og fékk eftirfarandi fyrirmæli: „Fylgdu ökutækinu fyrir framan þig og þú kemur til Kyiv eftir 18 klukkustundir.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun New York Times um Lesa meira
Loftvarnarflautur þeyttar í Kyiv – Níu drónar skotnir niður
FréttirLofvarnarflautur voru þeyttar i Kyiv nú í morgunsárið og sprengingar heyrðust í borginni. Níu drónar voru skotnir niður yfir henni að sögn yfirstjórnar hersins í borginni. Reuters hefur eftir sjónarvottum að margar háværar sprengingar hafi heyrst í borginni og nærri henni snemma í morgun. Yfirstjórn hersins í borginni skrifaði á Telegram að Rússar hafi gert árásir á hana með Shahed-skotfærum og á þar við Shahed-136 dróna sem Lesa meira