fbpx
Mánudagur 17.mars 2025

Rússland

Bandarískur áhrifavaldur viðurkennir að hafa dreift fölsuðu myndbandi sem átti að sýna kosningasvindl

Bandarískur áhrifavaldur viðurkennir að hafa dreift fölsuðu myndbandi sem átti að sýna kosningasvindl

Fréttir
05.11.2024

Bandarískur áhrifavaldur hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslur frá rússneskum útsendara fyrir að birta á samfélagsmiðlum falsað myndband sem átti að sýna kosningasvindl sem til hafi staðið að fremja í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í dag. Myndbandið er hins vegar fölsun frá upphafi til enda en rússneskir útsendarar stóðu fyrir gerð þess. CNN Lesa meira

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Pressan
02.11.2024

Í ágúst 2000 sökk einn stærsti kjarnorkukafbátur heims, hinn rússneski Kursk, til botns og sat þar fastur á 107 metra dýpi, á botni Barentshafs. Um borð voru 118 rússneskir sjóliðar, og létust 95 samstundis en 23 sátu dögum saman og biðu eftir björgun sem aldrei barst. Þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mætti brosandi í viðtal Lesa meira

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Pressan
28.10.2024

Það er ekki með öllu hættulaust að starfa sem vísindamaður í Rússlandi, sérstaklega ef viðkomandi starfar í þeim geira sem snýr að þróun á tækni sem getur gert eldflaugum kleift að ferðast á margföldum hljóðhraða. Þetta leiðir rannsókn Wall Street Journal í ljós en samkvæmt henni hafa að minnsta kosti tólf vísindamenn verið handteknir í Rússlandi síðastliðin sex ár Lesa meira

Forðuðu sér frá Úkraínu en dóu svo í fellibylnum Helenu

Forðuðu sér frá Úkraínu en dóu svo í fellibylnum Helenu

Pressan
22.10.2024

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 töldu hjónin Anastasia Novitnia-Segen og Dmytro Segen að hagsmunum þeirra væri best borgið utan Úkraínu. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna, Norður-Karólínu nánar tiltekið, í júní 2022 og hefja þar nýtt líf ásamt ungum syni sínum, Yevhenii Segen og Tetienu Novitnia, móður Anastasiu. Systir Anastasiu, Anna Wiebe, og eiginmaður hennar, Ryan, voru þegar búsett í Norður-Karólínu og gátu þau veitt fjölskyldunni Lesa meira

Rússneskur herforingi barinn til dauða – Fyrirskipaði árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu

Rússneskur herforingi barinn til dauða – Fyrirskipaði árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu

Pressan
22.10.2024

Rússneskur herforingi, Dmitry Golenkov, fannst látinn fyrir utan þorpið Suponevo í Bryansk-héraði í Russlandi á sunnudagsmorgun. Golenkov þessi er talinn hafa fyrirskipað skelfilega sprengjuárás á verslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk í Úkraínu í júní 2022. Verslunarmiðstöðin var full af óbreyttum borgurum og létust yfir 20 manns í árásinni. Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu, var ómyrkur í máli eftir árásina og sagði að um væri að Lesa meira

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti

Eyjan
15.10.2024

Athygli vakti að í Morgunblaðinu í morgun lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, því yfir að hún íhugi alvarlega að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Orðið á götunni er að Þórdís Kolbrún standi frammi fyrir djúpstæðum vanda hvað framboðsmál varðar. Hún þykir lítt hafa sinnt Lesa meira

Hermenn frá Norður-Kóreu drepnir í Úkraínu

Hermenn frá Norður-Kóreu drepnir í Úkraínu

Pressan
11.10.2024

Að minnsta kosti sex hermenn frá Norður-Kóreu eru í hópi þeirra sem úkraínski herinn drap í flugskeytaárás í Donetsk fyrr í þessum mánuði. Talið er að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent þó nokkra hermenn til Úkraínu til að aðstoða Rússa í innrásarstríðinu þar í landi. Samskipti Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa verið góð upp á síðkastið og Lesa meira

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Pressan
10.10.2024

Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward, sem er þekktastur fyrir uppljóstrun sína í Watergate-málinu, hefur nú sent frá sér nýja bók þar sem hann skyggnist meðal annars á bak við tjöldin í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands vegna Úkraínustríðsins. Í bókinni kemur fram að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi íhugað alvarlega að beita kjarnavopnum í Úkraínu og bandarísk yfirvöld hefðu haft gríðarlegar áhyggjur af stöðu Lesa meira

Yfirmaður MI5 segir að markmið Rússa sé að skapa glundroða á götum Bretlands

Yfirmaður MI5 segir að markmið Rússa sé að skapa glundroða á götum Bretlands

Pressan
08.10.2024

Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, segir að Rússar hafi það markmið að skapa „glundroða“ á götum Bretlands sem og í öðrum evrópskum borgum. McCallum segir að verkefnin sem MI5 glími við um þessar mundir séu risavaxin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Í fréttinni er haft eftir McCallum að það séu ekki bara Rússar sem reyni að gera erkifjendum sínum lífið leitt því Lesa meira

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gefur sig eftir þrýsting frá Íslandi og átta öðrum ríkjum – Ráðleggja ekki Rússum

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gefur sig eftir þrýsting frá Íslandi og átta öðrum ríkjum – Ráðleggja ekki Rússum

Fréttir
18.09.2024

Fulltrúar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum munu ekki fara til Moskvu í október og ráðleggja stjórnvöldum í Rússlandi um efnahagsmál eins og til stóð. Níu ríki, þar á meðal Ísland, höfðu mótmælt áætlununum harðlega. DV greindi frá málinu síðastliðinn föstudag. Það er að í fyrsta skipti frá innrásinni í Úkraínu hugðist Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn senda ráðgjafa til Rússlands eins og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af