Fyrrum Rússlandsforseti varar heimsbyggðina við – „Þetta getur leitt til kjarnorkustríðs“
Fréttir„Ef kjarnorkuveldi tapar hefðbundnu stríði getur það leitt til kjarnorkustríðs.“ Þetta sagði Dmitry Medvedev, fyrrum Rússlandforseti og núverandi varaformaður öryggisráðs landsins, á færslu á Twitter. Medvedev hefur frá upphafi stríðsins skipað sér í röð helstu harðlínumanna í Rússlandi og ítrekað haft í hótunum við Vesturlönd og Úkraínu um að Rússar muni beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Backward political good-timers in Lesa meira
Bandaríkin senda Úkraínumönnum á annað hundrað brynvarin ökutæki
FréttirBandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti í gærkvöldi að Úkraínumenn fái nýjan pakka af hergögnum. Verðmæti hans er 2,5 milljarðar dollara. Í þessum pakka eru meðal annars 59 brynvarðir Bradley liðsflutningabílar og 90 brynvarin Stryker ökutæki. Áður hafði spurst út að Úkraínumenn myndu fá Bradley og Stryker ökutæki en báðar tegundirnar gera úkraínskum hermönnum kleift að ferðast um við víglínurnar á mun Lesa meira
Danir og Svíar senda Úkraínu þungavopn
FréttirSvíar hyggjast láta Úkraínumenn fá brynvarin ökutæki og vopn sem eru sérhönnuð til að nota gegn skriðdrekum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær og sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita Úkraínu viðbótarstuðning. Meðal þess sem Svíar ætla að senda til Úkraínu er Archer stórskotaliðskerfi. Þetta er sjálfstýrð fallbyssa sem dregur allt að Lesa meira
Loftvarnarkerfum komið fyrir á byggingum í miðborg Moskvu
FréttirÞað hefur vakið mikla athygli að loftvarnarkerfum af gerðinni Pantsir hefur verið komið fyrir á þaki bygginga í miðborg Moskvu. Þar á meðal er hús varnarmálaráðuneytisins. Þetta sést á myndum og myndböndum sem var dreift á samfélagsmiðlum í gær og vöktu mikla athygli. Talið er að loftvarnarkerfum hafi verið komið fyrir á fjölda opinberra bygginga í miðborginni. Einnig sýnir ein Lesa meira
Pólverjar hóta að senda skriðdreka til Úkraínu án þess að fá leyfi
FréttirÓháð því hvort þýska ríkisstjórnin leggur blessun sína yfir að Úkraínumenn fái Leopard skriðdreka þá ætla Pólverjar að láta þeim slíka skriðdreka í té. „Annað hvort fá Pólverjar heimild til að senda Leopard skriðdreka af stað eða þá þeir gera „það rétta sjálfir“. Þetta sagði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, í viðtali sem var tekið við hann í Lesa meira
Zelenskyy er ekki viss um að Pútín sé „á lífi“
FréttirÞað er ekki að sjá að neinar líkur séu á að friðarviðræður séu mögulegar á milli Rússa og Úkraínumanna. Bæði löndin hafa sett fram ákveðnar kröfur í garð hins ef þau eiga að setjast að samningaborðinu. Hvorugt landið vill verða við þessum kröfum. En það er einnig önnur hindrun í veginum ef marka má það Lesa meira
Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 150 brynvarin ökutæki
FréttirBandarísk stjórnvöld eru nú að leggja lokahönd á hjálparpakka handa Úkraínu. Þetta eru hergögn sem verða send til landsins. Embættismenn segja verðmæti pakkans vera 2,6 milljarðar dollara. AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að meðal þess sem reiknað er með að verði í pakkanum séu 100 brynvarin ökutæki af gerðinni Stryker og að minnsta kosti 50 Lesa meira
Kokkurinn færir sig upp á skaftið – Það eru svikarar innan stjórnarinnar segir hann
FréttirYevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins, málaliðafyrirtækis sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, færir sig sífellt upp á skaftið og gerir djarfari árásir á rússnesk stjórnvöld. Hann ræðst nú beint á stjórn Vladímír Pútíns og segir að innan stjórnarinnar séu aðilar sem vilji að Rússar tapi stríðinu í Úkraínu. Þetta kemur fram í daglegri stöðufærslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) sem segir að Prigozhin hafi Lesa meira
Nýtt rússneskt ofurvopn er tilbúið – Getur eytt strandborgum og bæjum með geislavirkum flóðbylgjum
FréttirRússar segja að nýtt ofurvopn þeirra sé nú tilbúið. Vopn af þessari tegund hefur ekki sést áður. Þetta er ný gerð tundurskeyta sem getur eytt strandborgum og bæjum með geislavirkum flóðbylgjum. Vopnið er eins og drónar að því leyti að það er hægt að fjarstýra því eða gefa því fyrirmæli um að fara á ákveðinn stað. Tass fréttastofan Lesa meira
Segja að sókn Rússa ógni mikilvægri birgðaflutningaleið Úkraínumanna
FréttirSamkvæmt nýlegri greiningu breskra varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins í Úkraínu þá hefur sókn Rússa að bænum Soledar orðið til þess að mikilvæg birgðaflutningaleið Úkraínumanna er nú í hættu. Segir ráðuneytið að úkraínski herinn hafi nú líklega hörfað algjörlega frá Soledar sem er í Donbas. Ráðuneytið segir einnig að það hafi aðallega verið málaliðar úr hinum svokallaða Wagnerhói sem hafi sótt að Soledar. Markmiðið Lesa meira