Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
FréttirOleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir að Kremlverjar hafi safnað fjölmennu herliði saman og muni væntanlega „reyna eitthvað“ þann 24. febrúar þegar eitt ár verður liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. BBC skýrir frá þessu. Í september tilkynnti Vladímír Pútín um herkvaðningu 300.000 manna. Reznikov segir að hugsanlega hafi miklu fleiri en 300.000 verið herkvaddir og sendir til Úkraínu. „Þeir tilkynntu opinberlega Lesa meira
Eru Danir að fara að leika sterkan leik til stuðnings Úkraínu?
FréttirFulltrúar danskra stjórnvalda hafa átt í viðræðum við þýska fyrirtækið Flensburger Fahrzeugbau Gesellschaft (FFG) í Flensborg. Fyrirtækið er í Flensborg, sem er við landamæri Þýskalands og Danmerkur, og framleiðir herbíla og annast viðhald og uppfærslu á herbílum og skriðdrekum. Jótlandspósturinn hefur eftir Thorsten Peter, sölustjóra FFG, að fulltrúar danskra stjórnvalda hafi rætt við fyrirtækið um hugsanleg kaup á Leopard-skriðdrekum Lesa meira
Segir að öllu sé lokið hjá Pútín ef Úkraínumenn ná ákveðnu landsvæði aftur
FréttirBoris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, er einarður stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússland. Hann var í Washington D.C. í Bandaríkjunum í gær þar sem hann kom fram á vegum hugveitunnar Atlantic Council. Sky News segir að Johnson hafi komið fram hjá hugveitunni til að þrýsta á Vesturlönd að halda áfram að styðja Úkraínu. Hann sagði að „engar gildar ástæður séu fyrir töfum“ á stuðningi Lesa meira
Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“
FréttirHarðir bardagar geisa nú í austurhluta Úkraínu. Þar tekst úkraínski herinn á við rússneska innrásarherinn og hefur svo sannarlega þörf fyrir alla þá aðstoð og krafta sem hann getur fengið. Í skógunum nærri Kreminna er hópur úkraínska hermanna, sem tilheyra DNIPRO 1, sem eru auga úkraínska hersins í fremstu víglínu og að baki hennar. Þetta teymi sem stýrir drónum sem eru Lesa meira
Innanbúðarmaður í Kreml segir að Pútín sé ráðvilltur
FréttirPútín reynir í örvæntingu sinni að halda fast í völdin með því að gera breytingar í innsta hring sínum í Kreml. Hann elskar að stilla sér upp sem hinn sterki maður Rússlands en þessa dagana er hann fjarri því að vera sterkur. Þetta er mat Abbas Gallyamov, sem var ræðuskrifari Pútíns þar til 2018 en hann hefur búið í Lesa meira
Margt bendir til þess – „Þetta verður hættulegt fyrir okkur öll. Þetta mun gera heiminn hættulegri“
FréttirMargar heimildir benda í sömu áttina. Að Rússar séu hugsanlega að undirbúa sig undir stórsókn í Úkraínu og að ekki sé langt í að hún hefjist. Ef það gerist þá eru það slæm tíðindi fyrir okkur öll. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á mánudaginn þegar hann var í heimsókn í Suður-Kóreu. Hann sagði ekki hægt að Lesa meira
Bandaríkin sögð ætla að láta Úkraínumenn fá langdræg flugskeyti
FréttirTveir heimildarmenn í bandaríska stjórnkerfinu sögðu í gær að bandarísk stjórnvöld séu að undirbúa hjálparpakka með hergögnum til Úkraínu að verðmæti 2,2 milljarða dollara. Meðal þess sem pakkinn mun innihalda eru langdræg flugskeyti. Reuters skýrir frá þessu. Ef þetta er rétt þá verður þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkin senda Úkraínumönnum langdræg flugskeyti. Heimildarmenn Reuters segja að hugsanlega verði Lesa meira
Fyrrum ræðuritari Pútíns segir að valdarán geti átt sér stað innan árs
FréttirEftir því sem teygist á stríðinu í Úkraínu aukast líkurnar á að til valdaráns komi í Rússlandi. Þetta segir Abbas Gallyamov fyrrum ræðuritari Vladímír Pútíns, forseta. Gallyamov hefur verið búsettur í Ísrael síðan 2018. Þetta sagði hann í samtali við CNN og benti á að samhliða því sem rússneskur almenningur finnur fyrir afleiðingum refsiaðgerða Vesturlanda og að rússneskir hermenn koma heim í líkpokum, þá Lesa meira
Stoltenberg hvetur Suður-Kóreu til að heimila beina vopnasölu til Úkraínu
FréttirJens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti ræðu hjá Chey Institute for Advanced Studies í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Hann hvatti Suður-Kóreu til að endurskoða þá reglu sína að ekki megi selja vopn til ríkja sem eiga í stríði. Hann vill að þetta verði endurskoðað svo Suður-Kórea geti hjálpað til við að útvega Úkraínu vopn til að verjast innrás Rússa. CNN skýrir frá þessu og segir að Stoltenberg hafi Lesa meira
Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO
FréttirJohn Bolton, sem var þjóðaröryggisráðgjafi á valdatíma Donald Trump í Hvíta húsinu, segir að reka eigi Tyrkland úr NATO. Þetta sagði hann í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Með þessum ummælum vísaði hann til þess að Tyrkir standa í vegi fyrir að Finnland og Svíþjóð fái inngöngu í varnarbandalagið. Hann sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að beita kúgun hvað varðar aðild Lesa meira