Særðir rússneskir hermenn fluttir til Norður-Kóreu
PressanYfirvöld í Norður-Kóreu hafa meðhöndlað nokkur hundruð rússneska hermenn sem særst hafa í innrásarstríðinu við Úkraínu síðustu mánuði. Þetta staðfestir sendiherra Rússa í Norður-Kóreu, Alexander Matsegora, í samtali við ríkisrekna rússneska fjölmiðilinn Rossiyskaya Gazeta. Rússar og Norður-Kóreumenn eru bandamenn á ýmsum sviðum og er skemmst að minnast þess þegar um 12 þúsund norðurkóreskir hermenn voru sendir til að aðstoða Lesa meira
Hermennirnir frá Norður-Kóreu sjást ekki lengur á vígvellinum – Miklir ósigrar og mikið mannfall
PressanHermenn frá Norður-Kóreu hafa ekki sést við hlið bandamanna sinna frá Rússlandi á vígvellinum í stríðinu gegn Úkraínu síðan um miðjan janúarmánuð. Um ellefu þúsund norðurkóreskir hermenn eru taldir hafa verið sendir til Rússlands og þaðan til Úkraínu til að berjast í stríðinu. Fréttir af miklu mannfalli í röðum Norður-Kóreumanna vöktu talsverða athygli fyrir skemmstu Lesa meira
Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
FréttirVolodymír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur opnað sig um mannfall úkraínska hersins í stríðinu við Rússland sem nú hefur staðið yfir í tæp þrjú ár. Selenskíj segir að frá því að Rússar réðust inn í landið í febrúar 2022 hafi 43 þúsund úkraínskir hermenn fallið og 370 þúsund slasast. Selenskíj greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Sumir þeirra 370 þúsund Lesa meira
Lúxuslíf bíður Assads og fjölskyldu hans í Moskvu
FréttirBashar al-Assad, sem ríkti sem einræðisherra í Sýrlandi í rúm 20 ár, og fjölskyldu hans hefur verið veitt pólitískt hæli í Rússlandi. Fjölskyldan; Bashar, eiginkona hans Asma og þrjú uppkomin börn, flúðu land eftir að uppreisnarmenn hrifsuðu völdin í Sýrlandi um helgina og bíður þeirra nú nýtt líf í skjóli Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Moldrík fjölskylda Ljóst er að ekki mun Lesa meira
Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
PressanSpánverjar, Ítalir og Grikkir hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem ákveðið hafa að loka sendiráðum sínum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, tímabundið vegna ótta um yfirvofandi loftárás frá Rússum á borgina. Í morgun tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir hefðu ákveðið að loka sendiráði sínu vegna upplýsinga um yfirvofandi árás á borgina. Rússar hafa hótað hefndum eftir Lesa meira
Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
PressanYfirvöld í Rússlandi hafa hótað því að svara með kjarnorkuvopnum ákveði Úkraínumenn að skjóta langdrægum eldflaugum frá Vesturlöndum á rússneska grund. Eins og greint hefur verið frá hefur Joe Biden Bandríkjaforseti heimilað Úkraínumönnum að nota langdrægar flaugar frá Bandaríkjunum gegn Rússlandi. Um er að ræða flaugar sem geta dregið rétt rúma 300 kílómetra og yrðu þá notaðar á hernaðarleg Lesa meira
Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
PressanRússneskir embættismenn eru allt annað en sáttir eftir að Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, heimilaði Úkraínumönnum að nota langdrægar bandarískar eldflaugar á rússneskri grundu. Ákvörðun Bidens vekur athygli í ljósi þess að hann lætur af embætti eftir einn og hálfan mánuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til verið tregir til að veita Úkraínumönnum þessa heimild, en það sem er talið hafa auðveldað Lesa meira
Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
PressanDonald Trump Jr., elsti sonur Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta, sakar Joe Biden, núverandi forseta, um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en faðir hans tekur við embætti í Hvíta húsinu í byrjun janúar næstkomandi. Greint var frá því í gær að Joe Biden hefði heimilað Úkraínumönnum að nota langdrægar bandarískar eldflaugar á rússneskri grundu. Þetta hefur vakið athygli víða og telja margir að þetta muni Lesa meira
Bandarískur áhrifavaldur viðurkennir að hafa dreift fölsuðu myndbandi sem átti að sýna kosningasvindl
FréttirBandarískur áhrifavaldur hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslur frá rússneskum útsendara fyrir að birta á samfélagsmiðlum falsað myndband sem átti að sýna kosningasvindl sem til hafi staðið að fremja í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í dag. Myndbandið er hins vegar fölsun frá upphafi til enda en rússneskir útsendarar stóðu fyrir gerð þess. CNN Lesa meira
Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
PressanÍ ágúst 2000 sökk einn stærsti kjarnorkukafbátur heims, hinn rússneski Kursk, til botns og sat þar fastur á 107 metra dýpi, á botni Barentshafs. Um borð voru 118 rússneskir sjóliðar, og létust 95 samstundis en 23 sátu dögum saman og biðu eftir björgun sem aldrei barst. Þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mætti brosandi í viðtal Lesa meira