Ritdómur um Sorgarmarsinn: Tónlistin í hversdagsleikanum
FókusGyrðir Elíasson: Sorgarmarsinn Útgefandi: Dimma 164 bls. Hvers vegna fæst fólk við listsköpun? Til að gera sig ódauðlegt með meistaraverki eða öðlast skilning á lífinu? Eða er einhver önnur ástæða? Til að græða hjartasár? Kannski einmitt það síðastnefnda, því sjaldan hefur heilandi hlutverk listsköpunar opinberast undirrituðum með jafn áþreifanlegum hætti og við lestur nýjustu bókar Lesa meira
Ritdómur um „Óboðinn gestur“: Tekst ekki að fylgja frumrauninni eftir
FókusShari Lapena: Óboðinn gestur 301 bls. Bjartur Shari Lapena er miðaldra kanadísk kona sem sló í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, „Hjónin við hliðina“, fyrir nokkrum misserum. Sú saga einkennist af nokkuð tilþrifalitlum stíl en ógnvekjandi söguþræði þar sem öll samskipti eru gegnsýrð leynd og óheiðarleika. Barnshvarf í upphafi sögunnar grípur lesendann föstum tökum og Lesa meira
Ritdómur um Heimsendi eftir Guðmund Steingrímsson: Skrautleg og kreddulaus feigðarför
FókusGuðmundur Steingrímsson: Heimsendir 168 bls. Bjartur Erum við öll að leita að ást og vináttu í þessu lífi eða er okkur ofar í huga að koma ár okkar vel fyrir borð – jafnvel á kostnað annarra? Er rangt að stunda kynlíf með öðrum en maka sínum? Er rangt að framleiða klámmyndir eða taka inn fíkniefni Lesa meira
Ritdómur um Meistararnir: Rosknir kappar og ævintýri þeirra í Finnlandi
FókusHjörtur Marteinsson: Meistararnir Útgefandi: JPV 217 bls. Skáldsagan Meistararnir eftir Hjört Marteinsson fjallar um fremur óvenjulegt efni: Keppnisferð nokkurra roskinna frjálsíþróttamanna á Evrópumót öldunga í Finnlandi árið 1972. Með fullri virðingu fyrir þessu viðfangsefni þá er það mjög sérhæft og höfðar ekki nema til fremur þröngs hóps. Skáldsaga með þessu efni þarf því klárlega Lesa meira
Ritdómur um „Þorpið sem svaf“: Ljóslifandi persónur úr þorpi
Reynir Traustason: Þorpið sem svaf Teikningar: Reynir Torfason Útgefandi: Austurstræti 189 bls. Nokkrir sagnameistarar hafa skrifað smásagnasöfn þar sem allar sögurnar gerast á sama staðnum og verkið fær á sig heildarblæ þó að hver saga sé jafnframt sjálfstæð. Nýlegt íslenskt dæmi er Valeyrarvalsinn, rómað verk eftir Guðmund Andra Thorsson. Frægasta verk bókmenntasögunnar af þessu Lesa meira
Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Fjodor Dostojevski: Hinir smánuðu og svívirtu Þýðendur: Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg Haraldsdóttir Útgefandi: Forlagið 555 bls. með eftirmála og orðskýringum Nítjánda öldin var blómatími í rússneskum bókmenntum. Kúgun og óréttlæti vegna stjórnarhátta keisaranna voru frjór jarðvegur fyrir söguefni og þó að höfundar á borð við Dostojevski lentu í fangelsi fyrir skrif sín voru Lesa meira
Ritdómur um 261 dagur: Hreinskilin og skemmtileg frásögn úr íslenskum nútíma
Kristborg Bóel: 261 dagur 416 bls. Björt 261 dagur er fyrsta bók Kristborgar Bóelar Steinþórsdóttur, fjörutíu og tveggja ára, fjögurra barna móður. Eftir að hafa tekið erfiðustu ákvörðun ævi sinnar ákveður hún að skilja við seinni barnsföður sinn. Til að komast í gegnum skilnaðinn, andlega, líkamlega, félagslega, ákveður hún að skrifa dagbók. Dagbók sem lýsir Lesa meira
Ritdómur um Smásögur að handan: Handanheimur mætir raunheimi
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir: Smásögur að handan 112 bls. Lafleur Ingibjörg Elsa Björnsdóttir hefur undanfarin ár verið viðloðandi bókmenntalífið með smásagnabirtingum og þýðingum úr rússnesku, til dæmis á dæmisögum Tolstojs. Ingibjörg stundar núna doktorsnám í þýðingarfræðum. Fyrir nokkrum mánuðum sendi Ingibjörg frá sér smásagnasafnið Smásögur að handan. Það er alltaf gaman þegar smásögur í safni Lesa meira
Ritdómur um Marrið í stiganum: Vel fléttuð ráðgáta
Eva Björg Ægisdóttir: Marrið í stiganum 384 bls. Veröld Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur, 29 ára þriggja barna móður frá Akranesi. Hér er um að ræða spennusögu sem vann fyrstu verðlaun í nýrri spennusagnakeppni sem ber heitið Svartfuglinn og höfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir standa fyrir í samvinnu við Lesa meira
Ritdómur um Stormfugla: Fullkomin nóvella
Einar Kárason: Stormfuglar 124 bls. Forlagið Fyrr á tímum jafngilti sjómennska Íslendinga hermennsku á stríðstímum því mannfallið var svo ógurlegt. Þessi fullyrðing er sett fram í sögu Einars Kárasonar, Stormfuglar, og hann endurtók hana í nýlegu sjónvarpsviðtali. Fullyrðingin hittir beint í mark eins og svo margt í þessari bók – já raunar allt. Nýfundnalandsveðrið er Lesa meira