fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Reykjavíkurborg

Krefst svara um hversu mikið Reykjavíkurborg hefur eytt í MacBook-tölvur – Borgarfulltrúar fái rándýrar tölvur til að „fletta í gegnum fundargerðir“

Krefst svara um hversu mikið Reykjavíkurborg hefur eytt í MacBook-tölvur – Borgarfulltrúar fái rándýrar tölvur til að „fletta í gegnum fundargerðir“

Eyjan
17.01.2023

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill vita hversu miklum peningum Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur varið á undanförnum árum í kaup á Macbook Pro tölvum, MacBook air sem og í annan Apple búnað. Þetta kemur fram í fyrirspurn sem hún hefur lagt fram og Stafrænt ráð borgarinnar vísaði í síðustu viku til umsagnar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Kolbrún spyr: „Fulltrúi flokks fólksinsn óskar eftir upplýsingum um Lesa meira

Borgin vóg að réttaröryggi með yfirstrikunum

Borgin vóg að réttaröryggi með yfirstrikunum

Eyjan
07.10.2022

Með því að hylja nöfn borgarstarfsmanna og húseiganda við Einimel í gögnum varðandi umdeildar lóðastækkanir braut Reykjavíkurborg lög. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála sem leggur fyrir borgina að afhenda gögn án þess að hylja nöfn. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið fékk afhent gögn frá borginni varðandi hinar umdeildu lóðastækkanir en búið var að strika yfir Lesa meira

Líkir stækkandi borgarbálkni við skuldsettan vogunarsjóð

Líkir stækkandi borgarbálkni við skuldsettan vogunarsjóð

Eyjan
08.12.2021

„Áætlunin gerir ráð fyrir viðstöðulausri skuldasöfnun allt næsta kjörtímabil og er ljóst að reksturinn er engan veginn sjálfbær. Ýmislegt í rekstri samstæðu borgarinnar minnir á skuldsettan vogunarsjóð en afkoma borgarinnar byggir á afleiðum í áli og gjaldmiðlum, endurmati á félagslegu húsnæði og fjárfestinga í fyrirtækjum.“ Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, vegna afgreiðslu Lesa meira

Kolbrún segir óviðunandi hvernig Reykjavíkurborg fer með fé almennings – „Hundruð millj­óna eru flog­in út um glugg­ann“

Kolbrún segir óviðunandi hvernig Reykjavíkurborg fer með fé almennings – „Hundruð millj­óna eru flog­in út um glugg­ann“

Fréttir
15.11.2021

„Nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti unir sér vel í berg­máls­helli og á þar inni­halds­ríkt sam­tal við sjálf­an sig. All­ir virðast sam­mála og í slíku hóp­lyndi er auðvitað eng­in þörf á jarðsam­bandi við borg­ar­búa varðandi meðferð á fjár­mun­um þeirra.“ Svona hefst pistill sem Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, skrifar en pistillinn var birtur í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum Lesa meira

Eyþór er hissa á að Borgarlínan sé ekki nefnd í nýrri fjárhagsáætlun borgarinnar

Eyþór er hissa á að Borgarlínan sé ekki nefnd í nýrri fjárhagsáætlun borgarinnar

Eyjan
03.11.2021

Í gær var ný fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til næstu fimm ára tilkynnt. Samtímis var því fagnað að borgin væri í vexti á erfiðum tímum. Atvinnuleysi jókst verulega síðustu tvö ár en frá í febrúar hefur það minnkað og er nú 5,8%. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, er hissa á að Borgarlínu sé ekki getið í Lesa meira

Kolbrún hvetur borgina til að kynna sér Vinný – Telur fólk þurfa að bíða of lengi í símanum

Kolbrún hvetur borgina til að kynna sér Vinný – Telur fólk þurfa að bíða of lengi í símanum

Eyjan
21.09.2021

Þjónustuveri Reykjavikurborgar berast að meðaltali 618 erindi á degi hverjum. Flest þeirra, eða 75%, koma í gegn um síma. Meðalbiðtími frá því að hringt er og þar til þjónustufulltrúi svarar er 1,4 mínútur eða 1 mínúta og 24 sekúndur. Þetta kemur fram í svari fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi biðtíma í þjónustuveri Reykjavíkurborgar Lesa meira

Enn fannst mygla í Fossvogsskóla – Upplýsingum um það haldið frá foreldrum

Enn fannst mygla í Fossvogsskóla – Upplýsingum um það haldið frá foreldrum

Fréttir
22.02.2021

Þrátt fyrir að ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæði Fossvogsskóla finnst mygla þar enn. Þetta kemur fram í niðurstöður greiningar Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum sem voru tekin í húsnæðinu þann 16. desember síðastliðinn. Upplýsingum um þetta hefur að sögn verið haldið frá foreldrum barna í skólanum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Lesa meira

Spyr út í „Nótt hinna löngu hnífa“ hjá Upplýsingatækniþjónustu borgarinnar – Fjölda tæknimanna sagt upp í miðjum COVID-faraldri

Spyr út í „Nótt hinna löngu hnífa“ hjá Upplýsingatækniþjónustu borgarinnar – Fjölda tæknimanna sagt upp í miðjum COVID-faraldri

Eyjan
29.01.2021

Nýlega barst svar frá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykajvíkurborgar við fyrirspurn Flokks fólks um miklar uppsagnir í Upplýsingatækniþjónustu borgarinnar. Sviðsstjóri er Óskar J. Sandholt og skýrir hann mikla starfsmannaveltu á sviðinu með örri tækniþróun. Fyrrverandi starfsmaður á sviðinu sakar Óskar um hreinsanir. Í frétt DV um málið í nóvember 2020, segir: „Með komu hans hófst nótt Lesa meira

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Eyjan
20.01.2021

Frá janúar til nóvember á síðasta ári fengu 2.460 manns fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg. Á sama tíma árið 2019 var fjöldinn 2.125. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs borgarinnar, við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að reiknað sé með að margir atvinnulausir einstaklingar muni missa bótarétt Lesa meira

Versnandi lánskjör Reykjavíkurborgar – „Við munum borga miklu hærri vexti af Covid-hallanum en flest önnur ríki“

Versnandi lánskjör Reykjavíkurborgar – „Við munum borga miklu hærri vexti af Covid-hallanum en flest önnur ríki“

Eyjan
11.12.2020

Í gær var niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar kynnt. Borgin tók tilboðum upp á rúmlega 3,8 milljarða króna að nafnvirði. Um er að ræða grænan skuldabréfaflokka og er ávöxtunarkrafa hans 4,5%. Þetta eru töluvert lakari kjör en borgin fékk í skuldabréfaútboði í maí en þá var tilboðum upp á 2,6 milljarða tekið og var ávöxtunarkrafan þá 2,99%. Morgunblaðið Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af