Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga
EyjanÁ fundi borgarráðs Reykjavíkur í morgun var samþykkt tillaga Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um að honum yrði veitt heimild til að sækja um lán að fjárhæð 100 milljónir evra (15 milljarða króna) til Þróunarbanka Evrópuráðsins til að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar í borginni. Með fundargerð fundarins á vef borgarinnar fylgir tillaga borgarstjóra Lesa meira
Félag sem afneitar æðri máttarvöldum vildi fá sömu meðferð og trúfélög
FréttirHæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál DíaMat-félags um díalektíska efnishyggju gegn Reykjavíkurborg en félagið fór fram á að fá ókeypis lóð eins og fjögur trúfélög höfðu áður fengið. Leiðarstef félagsins eru díalektísk efnishyggja og undirgrein hennar söguleg efnishyggja, sem runnar eru undan rifjum Karl Marx og Friedrich Engels, en félagið segir að þeir Lesa meira
Fengu úthlutað plássi á leikskóla fyrir tæpu ári en dóttirin kemst samt ekki að
FréttirParið Stefán Þorri Helgason og Sunna Sif Björnsdóttir fengu þau tíðindi þann 29. mars árið 2023 að dóttir þeirra Áslaug Fregn kæmist í leikskóla. Samþykktu þau það og var hún þá tekin af öllum biðlistum annars staðar. Í dag, þann 13. febrúar árið 2024, hefur hún enn ekki geta hafið aðlögun á leikskólanum vegna manneklu. Lesa meira
Máttu miðla viðkvæmum persónuupplýsingum manns sem sagður var hættulegur sjálfum sér og öðrum
FréttirPersónuvernd hefur birt úrskurð sinn vegna kvörtunar, réttindagæslumanns fatlaðs fólks, fyrir hönd manns nokkurs sem sætt hafði öryggisvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Maðurinn kvartaði yfir því að borgin hefði miðlað viðkvæmum persónuupplýsingum um hann til félagsmálaráðuneytisins og einnig yfir því að ráðuneytið hefði miðlað þessum upplýsingum, ásamt viðbótar persónuupplýsingum, til héraðssaksóknara. Var það niðurstaða Persónuverndar að Lesa meira
Æfur yfir breytingum í Sundhöllinni – „Laugin er fullkomin án nokkurra breytinga“
Fréttir„Enn á ný skal gerð aðför að Sundhöll Reykjavíkur.“ Svona hefst grein Þrastar Ólafssonar, hagfræðings, í Morgunblaðinu í dag þar sem hann kemur hönnun Guðjóns Samúelssonar til varnar. „Enn er farið fram á að þessari heildstæðu listasmíð, sem líkt hefur verið við sinfóníu, verði hlíft. Sundhöllin er ein samtvinnuð hönnunarheild, þar sem hver hannaður kimi, Lesa meira
Hörð orðaskipti um meinta bruðlið í Borgartúni á fundi borgarstjórnar – „Ég er bara eiginlega orðlaus“
EyjanÞað kom til harðra orðaskipta milli borgarfulltrúanna Alexöndru Briem og Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur á síðasta fundi borgarstjórnar. Þar tókust þær á um málefni þjónustu- og nýsköpunarsviðs og hvort allir þeir milljarðar sem undanfarið hafa runnið inn í stafræna umbreytingu borgarinnar, hafi skilað þeim árangri sem til var ætlast. Það var um miðjan janúar sem tilkynnt Lesa meira
Segja að gera hefði átt nýtt ráðningarbréf fyrir Dag – Sjáðu laun nýja borgarstjórans
EyjanRáðningarbréf Einars Þorsteinssonar sem tók fyrir skömmu við starfi borgarstjóra Reykjavíkur var tekið fyrir í borgarráði í morgun. Nýttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifærið og komu því á framfæri að þeir teldu að með réttu hefði átt að gera nýtt ráðningarbréf við Dag B. Eggertsson þegar hann hélt áfram að gegna starfi borgarstjóra frá upphafi kjörtímabilsins, árið Lesa meira
Til skoðunar að bjóða út sorphirðu í Reykjavík
FréttirÁ fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að bjóða út sorphirðu í Reykjavík vísað til borgarráðs. Tillagan kemur í kjölfar margra frétta í fjölmiðlum og frásagna íbúa borgarinnar um að sorphirða hafi gengið seint og illa síðan nýtt flokkunarkerfi var innleitt. Eins og kunnugt er sér borgin sjálf um sorphirðu en Lesa meira
Veislurnar hans Dags kostuðu 2,2 milljónir
FréttirDagur B. Eggertsson steig sem kunnugt er úr stóli borgarstjóra í síðustu viku og í hans stað kom Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokks. Dagur var kvaddur með virktum og voru kaffisamsæti og veisla haldin honum til heiðurs. Morgunblaðið varpar í dag ljósi á kostnað borgarinnar vegna þessa. Samanlagður kostnaður vegna kaffisamsætis fyrir starfsmenn borgarinnar sem haldin Lesa meira
Loksins gripið inn í taumlaust djammið í Borgartúni – „Dropinn hefur holað þennan stein, svo mikið er víst“
EyjanTilkynnt var í gær um breytingar á 23 stöðugildum hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar (ÞON). Þessa breytingar fela í sér 12 uppsagnir, en í 11 tilvikum verða samningar ekki endurnýjaðir eða ekki ráðið í lausar stöður, samkvæmt svörum sem fréttastofa Vísis fékk frá samskiptastjóra borgarinnar. Um er að ræða lið í hagræðingu innan sviðsins, en Lesa meira