Reykjavíkurborg fær ekki að rífa hús sem Minjastofnun hefur sagt vera ónýtt
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að samþykkja deiliskipulag tveggja lóða við Holtsgötu og einnar lóðar við Brekkustíg í vesturbæ borgarinnar. Samkvæmt breytingunni var meðal annars veitt heimild til að rífa hús á annarri lóðinni við Holtsgötu á þeim grundvelli að það hefði verið úrskurðað ónýtt. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar Lesa meira
Fjöldi stjórnsýslukæra á hendur Reykjavíkurborg til meðferðar
FréttirÁ fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í vikunni voru teknar fyrir fjöldi stjórnsýslukæra á hendur borginni sem nú eru til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Alls eru kærurnar 11 talsins og snúa þær allar að meðferð skipulagsyfirvalda í borginni á hinum ýmsu málum. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins furðar sig á fjöldanum og segir að oft Lesa meira
Dóra Björt boðar viðsnúning í brennumálinu
FréttirEins og DV greindi frá í gær hefur verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur að fækka áramótabrennum í borginni, um komandi áramót, úr tíu í sex. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður ráðsins og oddviti Pírata í borgarstjórn greindi hins vegar frá því nú um hádegisbilið, á Facebook-síðu sinni, að í kjölfar viðbragða frá íbúum verði Lesa meira
Reykjavíkurborg fækkar áramótabrennum – Sjáðu hvaða brennur verða aflagðar
FréttirSamþykkt var í gær á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að fækka áramótabrennum í borginni um áramótin í ár úr 10 í 6. Meirihluti ráðsins segir þetta gert einkum að ósk slökkviliðs, lögreglu og heilbrigðiseftirlits og að auki vegna kostnaðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu tillögunni harðlega og sögðu þær brennur sem verða lagðar af eiga sér Lesa meira
Reykjavíkurborg sent viðvörunarbréf vegna skuldastöðu
FréttirEftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í byrjun mánaðarins Reykjavíkurborg sérstakt bréf þar sem borgaryfirvöld eru meðal annars vöruð við því að samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár uppfylli borgin ekki ákvæði sveitarstjórnarlaga um skuldahlutföll sveitarfélaga, sem muni taka gildi árið 2026. Er í bréfinu lögð áhersla á gripið verði til aðgerða til að uppfylla þetta ákvæði Lesa meira
Aldrei átt lögheimili á Íslandi en skuldar fasteignagjöld af þremur dýrum íbúðum í Norðurmýri
FréttirÍ Lögbirtingablaðinu í dag er birt stefna á hendur manni með erlent nafn en íslenska kennitölu. Fram kemur að maðurinn hafi aldrei átt lögheimili á Íslandi og er hann því væntanlega ekki íslenskur ríkisborgari. Þrátt fyrir að maðurinn hafi aldrei átt lögheimili hér á landi á hann þrjár fasteignir í Reykjavík og er það Reykjavíkurborg Lesa meira
Kristján Berg segir borgina halda fyrirtæki sínu í gíslingu – „Núna er ég kominn með nóg“
FréttirKristján Berg Ásgeirsson, oft kenndur við verslunina Fiskikónginn, segir að Reykjavíkurborg haldi fyrirtæki hans, heitirpottar.is, í gíslingu. Kristján hefur að undanförnu verið að vinna að því að taka athafnasvæði fyrirtækis síns við Fossháls í gegn og einn liður í því er setja upp steyptan vegg við lóðarmörkin. Kristján segir frá þessu í færslu og myndbandi sem Lesa meira
Gagnrýna harðlega há laun æðstu yfirmanna skólamála hjá borginni – „Borgarstjóri ætti kannski að líta sér nær“
FréttirFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, Marta Guðjónsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, gagnrýndu harðlega há laun yfirstjórnar skóla- og frístundasviðs borgarinnar á fundi ráðsins síðasta mánudag. Meðallaun yfirstjórnarinnar sem alls er skipuð átta manns voru tæplega 1,8 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. Segja fulltrúarnir að í ljósi þessa séu umdeild orð Einars Lesa meira
Dóra Björt brast í grát á fundi og gera þurfti hlé – „Mér sárnar það, ég verð bara að segja það“
FréttirGert var fundarhlé á fundi borgarstjórnar í dag eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir, fulltrúi Pírata, brast í grát í umræðum. Umræðurnar snerust um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um deilibíla. Sandra Hlíf Ocares, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var frummælandi að tillögunni sem lítur að því að vísa því til umhverfis og skipulagssviðs að bæta aðgengi að deilibílum í öllum hverfum Lesa meira
Ólga í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð setti sig ekki upp á móti þéttingu – Vilja Framsóknarkonu úr formannsstól
FréttirReiði hefur blossað upp í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð hverfisins setti sig ekki upp á móti fyrirhugaðri þéttingu sem meirihluti borgarstjórnar hefur boðað. Hafa sumir kallað eftir því að formaðurinn, Framsóknarkonan Fanný Gunnarsdóttir, víki. Í dag var birt í skipulagsgátt Reykjavíkurborgar umsögn íbúaráðs Grafarvogs vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar íbúðaruppbyggingu í grónum hverfum. Reykjavíkurborg stefnir Lesa meira