Morgunblaðið hæðist að borgarstjóra –„Þetta er alger draumatillaga“
EyjanStaksteinahöfundur Morgunblaðsins fjallar um stefnu borgaryfirvalda í húsnæðismálum og tillögu Dags B. Eggertssonar um að bankarnir endurmeti greiðslumat sitt vegna íbúðarlána, en borgaryfirvöld hafa tilkynnt um 2000 nýjar íbúðir á næsta ári og alls séu um 4200 íbúðir á framkvæmdastigi: „Stefna borgaryfirvalda í skipulags- og húsnæðismálum hefur í megindráttum verið sú að auka við byggingar Lesa meira
Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“
Eyjan„Þetta er ekki hringtorg, heldur akbraut. Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar við Morgunblaðið í dag varðandi Hagatorg sem verið hefur í fréttum síðustu daga vegna uppsetningar strætóskýlis þar. Reykjavíkurborg hefur áður sagt að Hagatorg sé óhefðbundið hringtorg. Staðsetning strætóskýlisins hefur verið Lesa meira
Bæklingur Reykjavíkurborgar vekur spurningar – Sagður áróður í boði skattgreiðenda -„Hvað kostaði prentun og dreifing?“
EyjanMarta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bækling sem borinn hafi verið út í bæði Kópavogi og Hafnarfirði, auk Reykjavíkur, sé áróður frá meirihluta borgarstjórnar. Hefur hún krafist svara í borgarráði vegna málsins: „Bæklingur barst inn um lúguna hjá mér í gærmorgun sem við fyrstu sýn leit út eins og auglýsingabæklingur frá fasteignasölu en þegar betur var Lesa meira
Löggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg
EyjanEyjan greindi í gær frá því að Reykjavíkurborg hefði sett upp strætóskýli við Hagatorg, líkt og Morgunblaðið greindi frá upphaflega. Sökum þess brjóta vagnstjórar umferðarlögin í hvert skipti sem þeir hleypa inn, eða taka farþega um borð og geta átt von á sektum frá lögreglu þar sem óheimilt er að stöðva ökutæki í hringtorgi samkvæmt Lesa meira
Reykjavíkurborg í ruglinu við Hagatorg -„Þetta hlýtur að vera einstakt á heimsvísu – ekki eins og það vanti pláss þarna“
EyjanStrætóskýli hefur verið sett upp við Hagatorg gegnt Háskólabíói. Þurfa því strætisvagnar að stoppa á akstursleið sinni fyrir farþega, en ekkert útskot er fyrir vagnana til að stoppa. Af því leiðir að allir bílar sem eru í humátt á eftir strætó, þurfa að stoppa líka. Morgunblaðið greinir frá. Samkvæmt lögum er hinsvegar óheimilt að stöðva Lesa meira
Reykjavíkurborg leggur niður skólahald í Korpuskóla – „Skólahald breytist í norðanverðum Grafarvogi“
EyjanSem kunnugt er þá eru íbúar í Grafarvogi margir æfir vegna þess að Reykjavíkurborg hefur um nokkra hríð haft í hyggju að leggja niður skólahald í Korpuskóla þar sem nemendur þykja of fáir til að réttlæta rekstur hans. Reykjavíkurborg tilkynnti um það í dag að skólahald þar yrði lagt niður þar til nemendur yrðu minnst Lesa meira
Reykjavík hlýtur gullverðlaun sem Destination 2020
EyjanReykjavík hlaut í gær gullverðlaun sem Destination 2020 á Travel News Market, stærstu ferðasýningu sem haldin er í Svíþjóð. Greint er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar. Gullverðlaunin voru veitt í flokknum “premium” fyrir helgarferð sem merkir að flestir premium ferðamenn segjast vilja ferðast til Íslands í helgarferð, eða alls 18.1%. Í öðru sæti var Róm Lesa meira
Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“
EyjanÁsta Dís Óladóttir, lektor við HÍ og íbúi við Bústaðaveg, biðlar til borgarfulltrúa á Facebook vegna hættulegrar gangbrautar á Bústaðarvegi þar sem ekið var á eldri konu í gær. Hún segist verða vitni að slysum við þennan stað í hverri viku og undrast að ekki séu umferðarljós á við gangbrautina: „Í hverri viku og stundum Lesa meira
Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun
EyjanÍbúar í Grafarvogi eru ósáttir við auglýsingaskilti sem komið hefur verið fyrir við Strandveg. Skiltið er sett upp við göngustíg þar sem gönguþverun er framundan við umferðargötu, en bent hefur verið á að það sé undarleg staðsetning, þegar athygli ökumanna sem og gangandi vegfarenda ætti að beinast að umferðinni. Mikil óánægja með staðsetningu Í hópnum Lesa meira
Kostnaður meiri við Friðarsúluna í ár en venjulega
EyjanHeildarkostnaður vegna Friðarsúlu Yoko Ono frá vígslu hennar árið 2007 er um 47.7 milljónir króna. Kostnaðurinn í ár nemur 5.8 milljónum króna, sem er ívið meira en á venjulega ári, þar sem setja þurfti upp nýja spegla til að gera ljósið bjartara og fallegra, samkvæmt Sigurði Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, Lesa meira