Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
EyjanSjálfstæðismenn seldu hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun síðast þegar þeir komust til valda í borginni. Fyrir vikið hefur borgin ekki notið ríkulegra arðgreiðsla frá Landsvirkjun síðustu ár. Nýi meirihlutinn horfir til sparnaðar og hagræðingar á öllum sviðum rekstrar borgarinnar. Ekki skiptir máli hvað einstök svið heita, borgarbúar hafa engan áhuga á því. Þeir vilja bara að Lesa meira
Hundur sem beit manneskju fær gálgafrest
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað aflífun hunds sem beit manneskju á meðan nefndin hefur til meðferðar kæru eigandans vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um að hundurinn verði aflífaður. Á fundi heilbrigðisnefndar í síðasta mánuði var tekið fyrir bréf Dýraþjónustu Reykjavíkur frá því í janúar þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki ákvörðun um Lesa meira
Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
FréttirÍbúar við Hæðargarð í nágrenni Bústaðavegar í Reykjavík hafa fengið nóg af aðgerðaleysi borgaryfirvalda. Þeir hafa ítrekað kallað eftir því að gripið verði til aðgerða til að lækka umferðarhraða í götunni en án árangurs. Dóra Magnúsdóttir, íbúi við Hæðargarð, skrifar grein á Vísi og leggja fjölmargir nágrannar hennar nafn sitt við greinina. Dóra segir stöðuna Lesa meira
Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild
FréttirBorgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg auki hlut sinn í Malbikunarstöðinni Höfða hf. með því að kaupa hluti Faxaflóahafna og Orkuveita Reykjavíkur í fyrirtækinu. Malbikunarstöðin varð uppvís að því bæði á árunum 2023 og 2024 að taka á móti mengandi úrgangi á starfsstöð sinni á Sævarhöfða í Reykjavík án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Lesa meira
Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna
FréttirÖrnefnanefnd hefur kveðið upp þann úrskurð að Reykjavíkurborg skuli breyta heiti Bjargargötu þar sem það sé of líkt heiti eldri götu, Bjarkargötu. Segir nefndin að um öryggishagsmuni sé að ræða. Bjargargata er tiltölulega nýleg gata en hún er í Vatnsmýri en við hana stendur meðal annars Gróska hugmyndahús. Bjarkargata er ekki langt frá en hún Lesa meira
Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna
FréttirSuðaustan við Rauðavatn er svæði sem heitir Almannadalur og tilheyrir Reykjavíkurborg. Í byrjun aldarinnar ákváðu borgaryfirvöld að gera svæðið að framtíðar hestamannasvæði. Deiliskipulag og aðrar áætlanir gerðu ráð fyrir að þar yrði blómleg og nútímaleg hesthúsabyggð með reiðhöll og ýmsu fleiru. Nokkur fjöldi fólks lagði út í þann kostnað að kaupa byggingarrétt á svæðinu og Lesa meira
Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
FréttirÁ fundi borgarráðs í gær voru lögð fram gögn um ferðakostnað Reykjavíkurborgar, innanlands og utan, á fyrsta eina og hálfa ári kjörtímabilsins, frá júní 2022 og til ársloka 2023. Kostnaðartölur í gögnunum eru eilítið misjafnar en ljóst er að heildarkostnaður borgarinnar á tímabilinu vegna ferða kjörinna fulltrúa, embættismanna og annarra starfsmanna er að minnsta kosti Lesa meira
Þurfa ekki að afhenda gögn um orlofgreiðslur til Dags
FréttirÚrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun Reykjavíkurborgar við beiðni fréttamanns RÚV um að fá afhent gögn sem varða uppgjör á orlofsgreiðslum til Dags B. Eggertssonar þegar hann lét af embætti borgarstjóra í janúar 2024. Uppgjörið reyndist umdeilt en alls fékk Dagur 9,6 milljónir króna og til viðbótar við það fékk hann 9,7 milljónir króna í Lesa meira
Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
FréttirBorgarráð hefur samþykkt deiliskipulagstillögu sem heimilar að núverandi húsi á lóðinni við Njarðargötu 61 í miðborginni verði breytt í þriggja hæða fjölbýlishúss og byggingarmagn á lóðinni þar með aukið. Sitt hvoru megin við lóðina eru Lokastígur og Skólavörðustígur en íbúar í næstu húsum við lóðina hafa gert athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og andmælt þeim ekki Lesa meira
Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin
FréttirÍ Lögbirtingablaðinu í dag eru birtar þrjár mismunandi stefnur Reykjavíkurborgar á hendur fasteignaeigendum vegna vangoldinna fasteignagjalda. Í öllum tilfellum er um að ræða einstaklinga með erlend nöfn sem eru með íslenskar kenntitölur en samkvæmt stefnunum er enginn þeirra skráður með lögheimili á landinu. Tveir þeirra hafa raunar aldrei verið með lögheimili hér á landi og Lesa meira