fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest þá ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að íþróttafélagið ÍR skuli slökkva á LED skiltum, á vegum félagsins, á horni Breiðholtsbrautar og Skógarsels en félagið vildi ekki una ákvörðuninni og kærði hana til nefndarinnar. Málavextir eru raktir í úrskurði nefndarinnar. ÍR og Reykjavíkurborg gerðu árið 2016 samkomulag þar sem meðal annars kom Lesa meira

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Fréttir
Fyrir 1 viku

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest þá ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að aðhafast ekkert vegna smáhýsis á lóð íbúa í Grafarholti en nágrannar viðkomandi höfðu kært ávörðunina en þeir höfðu ekki veitt samþykki sitt fyrir byggingunni. Fær smáhýsið að standa þrátt fyrir að það sé innan við þrjá metra frá lóðarmörkum en við slíkar aðstæður þarf, Lesa meira

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra

Fréttir
Fyrir 1 viku

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eigenda fasteignar í Breiðholti í Reykjavík um að ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, sem kveður á um að þeir skuli færa smáhýsi á lóð sinni að minnsta kosti þrjá metra frá gangstétt, verði felld úr gildi. Ákvörðunin var tekin í nóvember 2024 og kærðu eigendurnir hana til nefndarinnar í desember Lesa meira

Segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið illa undirbúna og sýnt virðingarleysi

Segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið illa undirbúna og sýnt virðingarleysi

Fréttir
Fyrir 1 viku

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir á Facebook-síðu sinni frá fundi um mygluvandamál í ónefndum leikskóla í Reykjavíkurborg. Sólveig Anna segir einn af trúnaðarmönnum félagsins hafa verið viðstaddan fundinn og segi frá því að fulltrúar borgarinnar á fundinum hafi virst vera illa undirbúnir og þar að auki sýnt foreldrum af erlendum uppruna, sem voru á Lesa meira

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fatlaðri konu miskabætur fyrir að hafa sinnt illa upplýsingagjöf til konunnar og fjölskyldu hennar vegna umsóknar um sérstakt búsetuúrræði fyrir hana. Segir í dómnum að borgin hafi tekið við umsókn hennar árið 2015 en hún ekki fengið úthlutað húsnæði fyrr en 2024 og fram til 2023 hafi Lesa meira

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Eyjan
Fyrir 4 vikum

Sjálfstæðismenn seldu hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun síðast þegar þeir komust til valda í borginni. Fyrir vikið hefur borgin ekki notið ríkulegra arðgreiðsla frá Landsvirkjun síðustu ár. Nýi meirihlutinn horfir til sparnaðar og hagræðingar á öllum sviðum rekstrar borgarinnar. Ekki skiptir máli hvað einstök svið heita, borgarbúar hafa engan áhuga á því. Þeir vilja bara að Lesa meira

Hundur sem beit manneskju fær gálgafrest

Hundur sem beit manneskju fær gálgafrest

Fréttir
19.03.2025

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað aflífun hunds sem beit manneskju á meðan nefndin hefur til meðferðar kæru eigandans vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um að hundurinn verði aflífaður. Á fundi heilbrigðisnefndar í síðasta mánuði var tekið fyrir bréf Dýraþjónustu Reykjavíkur frá því í janúar þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki ákvörðun um Lesa meira

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Fréttir
10.03.2025

Íbúar við Hæðargarð í nágrenni Bústaðavegar í Reykjavík hafa fengið nóg af aðgerðaleysi borgaryfirvalda. Þeir hafa ítrekað kallað eftir því að gripið verði til aðgerða til að lækka umferðarhraða í götunni en án árangurs. Dóra Magnúsdóttir, íbúi við Hæðargarð, skrifar grein á Vísi og leggja fjölmargir nágrannar hennar nafn sitt við greinina. Dóra segir stöðuna Lesa meira

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild

Fréttir
07.03.2025

Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg auki hlut sinn í Malbikunarstöðinni Höfða hf. með því að kaupa hluti Faxaflóahafna og Orkuveita Reykjavíkur í fyrirtækinu. Malbikunarstöðin varð uppvís að því bæði á árunum 2023 og 2024 að taka á móti mengandi úrgangi á starfsstöð sinni á Sævarhöfða í Reykjavík án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Lesa meira

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna

Fréttir
06.03.2025

Örnefnanefnd hefur kveðið upp þann úrskurð að Reykjavíkurborg skuli breyta heiti Bjargargötu þar sem það sé of líkt heiti eldri götu, Bjarkargötu. Segir nefndin að um öryggishagsmuni sé að ræða. Bjargargata er tiltölulega nýleg gata en hún er í Vatnsmýri en við hana stendur meðal annars Gróska hugmyndahús. Bjarkargata er ekki langt frá en hún Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af