Virknin jókst við Fagradalsfjall í morgun – Óróapúls greindist
FréttirUm klukkan 5.20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í ganginum. Nú mælist óróahviða á svæðinu en þó hefur dregið úr henni. Virknin er mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega merki um að gangurinn sé að stækka. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Vísir.is hefur eftir Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að Lesa meira
Ekki útlit fyrir að óróanum á Reykjanesi sé að ljúka – Eldgos mun hafa fyrirvara
FréttirMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að staðan á Reykjanesi hvað varðar líkur á eldgosi sé nú svipuð og hún var áður en óróapúlsinn myndaðist á miðvikudaginn. Mælingar sýni að ekki hafi verið um miklar breytingar að ræða heldur hafi kvika verið að troða sér stutta leið til suðvesturs. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft Lesa meira
Páll segir atburðarásina á Reykjanesskaga koma stöðugt á óvart
FréttirEins og kunnugt er mældist óróapúls sunnan við Keili á miðvikudaginn en slíkt er fyrirboði eldgoss en enn er ekki byrjað að gjósa á svæðinu. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að vísindamenn séu að reyna að átta sig á hvaða möguleikar eru í stöðunni og að þeir séu mjög margir. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag Lesa meira
Snarpur skjálfti á þriðja tímanum
FréttirKlukkan 02.12 varð jarðskjálfti af stærðinni 4,1 og fjórum mínútum síðar varð annar sem mældist 3,2. Báðir áttu þeir upptök við norðurenda Fagradalsfjalls þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið einna mest. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tilkynningar hafi borist um að skjálftans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og í Reykjanesbæ.
Ragnar telur að kvika á sjö kílómetra dýpi sé að þrýsta sér upp
FréttirSkjálftavirknin á Reykjanesskaga heldur áfram og hefur jörð skolfið í alla nótt og gerir enn. Síðdegis í gær var skýrt frá því að vísindamenn telja að nú sé ekki útilokað að gosið geti á svæðinu og var það mat byggt á nýjum gervihnattarmyndum og öðrum gögnum. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, segir skjálftahrinuna skýrustu vísbendingu síðari ára um að nýtt Lesa meira
Enn skelfur Reykjanesskaginn – Skjálfti upp á 4,4
FréttirKlukkan 06.15 varð skjálfti upp á 4,4 á Reykjanesskaga. Upptök hans voru á rúmlega 5 km dýpi, 2,7 km suðvestur af Keili. Tíu mínútur í sex varð skjálfti upp á 3,7. Frá því skömmu fyrir klukkan sex hafa sex skjálftar upp á meira en 3 riðið yfir á Reykjanesskaga.
Sterkur skjálfti klukkan 05.36
FréttirTveir sterkir skjálftar urðu á Reykjanesskaga um klukkan þrjú í nótt en síðan tók við smá hlé þar sem skjálftarnir voru frekar veikir. Klukkan 05.36 lauk því hléi þegar skjálfti upp á rúmlega 3 reið yfir. Frá miðnætti hafa 11 skjálftar, yfir 3, mælst en á milli klukkan 03.05 og 05.20 mældist enginn skjálfti yfir Lesa meira
Tveir stórir skjálftar um klukkan 3 í nótt
FréttirUm klukkan 3 í nótt riðu tveir stórir skjálftar yfir á Reykjanesskaga. Sá fyrri átti upptök sín 1,3 km SV af Keili klukkan 02.53 og mældist hann 4,3. Sá seinni átti upptök í Fagradalsfjalli klukkan 03.05 og mældist 4,6 að stærð. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að báðir skjálftarnir hafi fundist vel á Suðvesturhorninu Lesa meira