fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Reykjanesskagi

Veðurstofan segir auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum

Veðurstofan segir auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum

Fréttir
30.07.2024

Veðurstofan hefur sent frá sér nýja tilkynningu um stöðu mála á Reykjanesskaga. Í tilkynningunni kemur fram að fjöldi skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni á dag fari hægt vaxandi. Samkvæmt líkanreikningum sé nægur þrýstingur búinn að byggjast upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum. GPS mælingar sýni að síðustu daga hafi hægt Lesa meira

Páll segir að reikna megi með stærri gosum á Reykjanesskaga í framtíðinni

Páll segir að reikna megi með stærri gosum á Reykjanesskaga í framtíðinni

Fréttir
17.01.2024

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að vænta megi stærri eldgosa á Reykjanesskaga í framtíðinni. Páll fer yfir atburði síðustu vikna í samtali við Morgunblaðið í dag og líkir þeim saman við Kröfluelda á árunum 1975 til 1984. „Það sem er líkt með atburðarásinni núna og þeirri sem var á tímum Kröflueldanna er að það kemur heil Lesa meira

Þorvaldur: „Ég held að það sé eitthvað annað þarna í gangi“

Þorvaldur: „Ég held að það sé eitthvað annað þarna í gangi“

Fréttir
04.12.2023

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að erfitt geti reynst að spá fyrir um hvenær eitthvað fari að gerast aftur á Reykjanesskaganum. Þó sé ljóst að ef landrisið heldur áfram með sama hraða sé ljóst að eitthvað muni gerast. Þetta segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í dag en fjallað er um Lesa meira

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra

Fréttir
04.08.2022

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, telur að gosið, sem hófst í Meradölum í gær, sé fimm til tíu sinnum stærra en gosið í Geldingadölum í fyrra. Gossprungan, sem opnaðist í gær, var um þrjú hundruð metra löng og gaus á henni allri. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Mælingar vísindamanna hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sýndu að hraunrennslið var 32 m3/s á Lesa meira

Talið verulega líklegt að það gjósi á næstunni – Mikið flæði – Grímsvötn bæra einnig á sér

Talið verulega líklegt að það gjósi á næstunni – Mikið flæði – Grímsvötn bæra einnig á sér

Fréttir
03.08.2022

Eins og fram kom í fréttum í gær þá telja sérfræðingar verulegar líkur á að eldgos hefjist á Reykjanesskaga á næstu dögum eða vikum. Þá eru Grímsvötn farin að bæra á sér og ekki útilokað að þar gjósi á næstunni. Vísindamenn hjá Veðurstofu Íslands gerðu líkön, byggð á gervihnattagögnum, í gær sem sýna aflögun jarðskorpunnar. Lesa meira

Skjálfti upp á 4,6

Skjálfti upp á 4,6

Fréttir
03.08.2022

Snarpur skjálfti, sem mældist 4,6, varð um klukkan 05.35 á Reykjanesskaga. Stærð hans hefur ekki verið staðfest af sérfræðingum Veðurstofunnar. Þetta er stærsti skjálfti næturinnar en klukkan hálf tvö varð einn upp á 3,3 og annar álíka sterkur reið yfir skömmu eftir miðnætti. Mikill fjöldi skjálfta hefur mælst í nótt en langflestir voru undir 1 Lesa meira

Þorvaldur telur líklegast að það gjósi við Fagradalsfjall

Þorvaldur telur líklegast að það gjósi við Fagradalsfjall

Fréttir
02.08.2022

Að mati Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, þá er langlíklegast að það muni gjósa við Fagradalsfjall en ekki sé hægt að útiloka að það gjósi við Svartsengi eða þar nærri. Hann segir ekki líkur á að eldgos á Reykjanesi muni ógna mannslífum en hugsanlegt sé að innviðir verði fyrir tjóni. Það þarf að hefja undirbúning undir gos Lesa meira

„Þessi órói bendir til að það sé ekkert langt í gos“

„Þessi órói bendir til að það sé ekkert langt í gos“

Fréttir
02.08.2022

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorninu, aðallega Reykjanesi, síðan á laugardag þegar jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga. Í gærkvöldi höfðu rúmlega 10.000 skjálftar mælst, þar af margir öflugir. Öflug hrina reið yfir suðvesturhornið í gærkvöldi og var sterkasti skjálftinn 5 að stærð. „Þessi órói bendir til að það sé ekkert langt í gos,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor Lesa meira

Ný sprunga á gossvæðinu

Ný sprunga á gossvæðinu

Fréttir
07.04.2021

Um miðnætti opnaðist ný gossprunga á gossvæðinu á Reykjanesi. Hún er á milli Geldingadala og Meradala. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að talið sé að sprungan sé á sama stað og björgunarsveitarmenn sáu jarðsig á í gær eða um 420 metra norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum. Jarðsigið var um 150 metrar að lengd og Lesa meira

Jarðskjálftahrina við Reykjanestá

Jarðskjálftahrina við Reykjanestá

Fréttir
19.03.2021

Upp úr klukkan 04.30 hófst jarðskjálftahrina 4 km VNV af Reykjanestá. Nú þegar hafa rúmlega 100 skjálftar mælst. Sá stærsti var 3,7 og reið yfir klukkan 05.27. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Einnig kemur fram að tilkynningar hafi borist frá Grindavík um að skjálftinn hafi fundist það. Nokkrir skjálftar yfir 3.0 hafa mælst Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af