Tveir menn fluttir á Landspítalann eftir sjóslys við Njarðvík
FréttirTveir menn voru fluttir á Landspítalann í kjölfar sjóslyss út af Njarðvíkurhöfn í kvöld. Neyðarlínunni barst tilkynning um slysið kl.19.39 og voru viðbragðsaðilar lögreglu, sjúkraliðs, Landsbjargar ásamt og þyrlu Landhelgisgæslunnar kallaðir til, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu og var búið að ná mönnunum úr sjónum um klukkan 20:11, eða rúmum 32 mínútum eftir að tilkynningin barst. Lesa meira
Breyting varð á gosinu í nótt – Sjáðu magnað myndband
Fréttir„Það er eins og gosstjórnandinn hafi séð gosspána sem við birtum í gær, því meiriháttar breyting varð á gosinu í nótt. Um kl. 10:30:00 varð gígurinn barmafullur af kviku og tók að þeyta kvikuslettum vel út fyrir gígrimana,“ segir í færslu á Facebook-síðu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúrúvá. „Kl. 04:11:42 myndaðist skarð í norðvestur hluta Lesa meira
Opið inn á gossvæðið um Meradalaleið
FréttirÍ tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir að Meradalaleið að yfirstandandi eldgosi á Reykjanesskaga sé nú opin. Í tilkynningunni segir enn fremur að Ríkislögreglustjóri lýsi yfir almannavarnastigi í samráði við viðkomandi lögreglustjóra. Við upphaf eldgossins við fjallið Litla Hrút 10. júlí sl. lýsti Ríkislögreglustjóri yfir hættustigi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið Lesa meira
Gróðureldar slökktir við gosstöðvarnar – Sjáðu myndbandið
FréttirUnnið var við það í gær að slökkva gróðurelda við gosstöðvarnar við Litla-Hrút á Reykjanesi. Á meðfylgjandi myndum má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar við vinnu í gærkvöldi. Á myndbandinu sést þyrlan með skjólu sem tekur um 2 tonn og setja vatnið yfir eldinn. Einnig voru „bambar“ fullir af vatni fluttir upp að eldi norðan við gosið Lesa meira
Gosstöðvarnar lokaðar í dag – Gasmengun gæti borist til Grindavíkur
FréttirLokað verður áfram að gosstöðvunum, eins og kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Er það gert til að tryggja öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Mikil mengun er á svæðinu og þá ekki síst vegna gróðurelda. Lögreglustjóri getur því miður ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara við þessar aðstæður. Vindátt er óhagstæð göngufólki Lesa meira
Til heljar á heimskulegan hátt – Eldgosaleiðin
FréttirEldgos kraumar nú á Reykjanesi í þriðja sinn á tæpum tveimur árum. Eldgosið er mikið og magnað sjónarspil og skiljanlegt að allir sem gönguskóm geta valdið vilji leggja leið sína að gosinu. Þó flestir fylgi leiðbeiningum og fyrirrmælum viðbragðsaðila og stjórnvalda er það alltaf háværasti og fámennasti hópurinn sem ratar í fréttir og á samfélagsmiðla Lesa meira
Haraldur pólfari segir lokun gosstöðvanna bera keim af „lokunarmenningu“
FréttirHaraldur Örn Ólafsson, fjallgöngumaður, sem varð þjóðþekktur eftir að hafa gengið á bæði Suður- og Norðurpólinn og í kjölfarið hæstu fjallstinda allra sjö heimsálfanna fjallaði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag um þá ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum að loka leiðum að eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga fram á næsta laugardag. Sjá einnig: Gosstöðvunum Lesa meira
Setja sig í lífsháska við gosstöðvarnar – Sjáðu ótrúlegt myndband
FréttirÍslenskur karlmaður sem heimsótti gosstöðvarnar við Litla-Hrút á Reykjanesi á þriðjudagskvöld myndaði fjölda fólks sem lét viðvaranir um hættu sig engu varða og lagði sig í mikinn háska nálægt glóandi hrauni og virkum gígum. Má sjá fólkið ganga um í reyk frá brennandi grasi og mosa, klifra á gígbarminum og ganga um á hrauninu. Einnig Lesa meira
Gosstöðvunum lokað fram á laugardag
FréttirLögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið (öllu eldgosasvæðinu) upp að gosstöðvunum fram til kl.9 á laugardag 15. júlí en þá verður ákvörðunin endurskoðuð á fundi viðbragðsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. „Er það gert til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun er á svæðinu og þá ekki Lesa meira
Gossvæðið opnað fyrir almenningi – Gosfarar þurfa að hafa þetta í huga
FréttirEldgos hófst við fjallið Litla Hrút á Reykjanesskaga klukkan 16:40 í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni kl. 15 kemur fram að opnað hefur verið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en EKKI frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið, sjá mynd. Veðurstofa Íslands mun gefa út uppfært hættukort Lesa meira