Fljúga drónum yfir eldfjöll til að geta spáð fyrir um gos
PressanEldfjöll geta gosið skyndilega og það getur reynst hættulegt, bæði mönnum, dýrum og eignum fólks. Margar aðferðir eru notaðar til að vakta eldfjöll, til dæmis GPS-mælingar, einnig er fylgst með jarðskjálftum og lofttegundum sem stíga upp frá eldfjöllum. En það getur verið erfitt að spá fyrir um gos. En nú hafa vísindamenn frá nokkrum löndum þróað Lesa meira
Óvissutímar bíða Trump ef hann tapar kosningunum – Málshöfðanir og rannsóknir
PressanEf Donald Trump tapar í forsetakosningunum þann 3. nóvember bíður hans það hlutskipti að flytja úr Hvíta húsinu og missa völdin. En það er kannski ekki stærsta áhyggjuefni hans því í dómssölum bíða mál gegn honum í stórum stöflum og hann má eiga von á að eitt og annað honum tengt verði tekið til rannsóknar af yfirvöldum. Lesa meira
„Skýrasta merkið sem við höfum séð um líf utan jarðarinnar“
PressanEins og fram kom fyrr í vikunni hafa vísindamenn fundið gastegundina fosfín í skýjum Venusar. Þetta getur bent til að örverur þrífist í skýjum plánetunnar. Hér á jörðinni myndast fosfíngas aðeins í iðnaði eða sem úrgangsefni örvera sem þrífast í súrefnissnauðu umhverfi. Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna sem gerði þessa uppgötvun en niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í Lesa meira
Þrjár mikilvægar spurningar um kórónuveiruna sem er enn ósvarað
PressanNú er rúmlega hálft ár síðan fréttir fóru að berast af dularfullum lungnasjúkdómi í Wuhan í Kína. Úr þessu varð heimsfaraldur kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Á annan tug milljóna manna hefur greinst með veiruna og dánartalan á heimsvísu nálgast óðfluga eina milljón. Efnahagslíf heimsins er illa farið vegna faraldursins og daglegt líf margra er Lesa meira
Uppgötvuðu undarlegan grænan bjarma á Mars
PressanGervihnötturinn ExoMars Trace Gas Orbiter (TGO) er á braut um Mars og vinnur að ýmsum rannsóknum á plánetunni. Nýlega greindi hann undarlegan grænan glampa í andrúmsloftinu. Um er að ræða súrefni. Þessum glampa svipar til Norðurljósanna hér á jörðinni. Vísindamenn hafa reynt að staðfesta tilvist þessa fyrirbrigðis á Mars í um fjóra áratugi en það Lesa meira
Hauskúpur varpa ljósi á sögu mannkynsins
PressanÍ dag lifir aðeins ein tegund manna hér á jörðinni, það er tegundin okkar Homo sapiens. En svona hefur þetta ekki alltaf verið. Fyrir tveimur milljónum ára bjuggu þrjár tegundir manna, sem eru náskyldar tegundinni okkar, nærri hver annarri þar sem nú er Suður-Afríka. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem voru nýlega birtar í vísindaritinu Lesa meira
„Rop“ Mars geta þýtt að líf sé að finna á plánetunni
PressanVísindamenn hafa nú staðfest að Mars-bíll bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafi uppgötvað metan „ropa“ 2013 og að þetta geti verið sönnun þess að líf sé á Mars. Ekki eru þó allir á þeirri skoðun. Metangasið kom frá íssprungum nærri Gale gígnum en talið er að þar hafi eitt sinn verið vatn. Sumir vísindamenn telja að gasið Lesa meira
Fjöldi óupplýstra morðmála í Danmörku kallar á ný viðbrögð lögreglunnar
PressanÁ undanförnum tíu árum hefur dönsku lögreglunni ekki tekist að leysa 88 morðmál. Þetta kallar nú á ný viðbrögð lögreglunnar og hefur ríkislögreglustjórinn í hyggju að setja nýja miðlæga stoðdeild á laggirnar sem verði lögreglu um allt land til aðstoðar við rannsókn flókinna morðmála en muni aðallega annast þjálfun, menntun og annað er getur gagnast Lesa meira
Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna
PressanÞað vakti töluverða athygli í júlí á síðasta ári þegar ísraelska fyrirtækið SpaceIL tilkynnti að Ísrael, sem fjórða landið í heiminum, ætli að lenda geimfari á tunglinu. Nú þegar hafa Bandaríkin, Sovétríkin og Kína lent geimförum heilu og höldnu á tunglinu en aðeins Bandaríkjamenn hafa sett menn þangað. Á sunnudaginn tilkynnti fyrirtækið síðan að geimfarinu Lesa meira
Siðlaust eða eðlilegt? Líffæri úr dauðadæmdum föngum notuð við rannsóknir
PressanHópur vísindamanna, sem stendur að nýrri rannsókn, hefur krafist þess að rúmlega 400 vísindagreinar verði afturkallaðar. Allar snúast þessar greinar um líffæraflutninga. Vísindamennirnir telja að líffærin, sem voru notuð við rannsóknirnar á bak við greinarnar, hafi verið fengin með vafasömum hætti og notuð á ósiðferðislegan hátt því þau hafi verið úr kínverskum föngum sem voru Lesa meira