Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá lokaskýrslu vegna banaslyss sem varð á Grindavíkurvegi í janúar 2024. Þá rákust saman jeppabifreið og vörubifreið þegar sú síðarnefnda fór yfir á rangan vegarhelming. Hjón á sjötugsaldri sem voru um borð í jeppabifreiðinni létust bæði. Samkvæmt skýrslunni er meginorsök slyssins sú að ökumaður vörubifreiðarinnar missti stjórn á henni í glerhálku Lesa meira
Gáleysi ökumanns vörubifreiðar og ófullnægjandi aðstæður á Ásvöllum urðu Ibrahim að bana
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs slyss sem varð á Ásvöllum í Hafnarfirði í lok október 2023. Í slysinu var vörubifreið ekið á átta ára dreng, Ibrahim Shah Uz-Zaman, sem lést. Er það niðurstaða skýrslunnar að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki veitt Ibrahim, sem var á hjóli, athygli. Aðrar Lesa meira
Björguðu augum félaga síns með snarræði
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér lokaskýrslu vegna slyss sem varð um borð í fiskiskipinu Frosta ÞH inni á Seyðisfirði í september síðastliðnum en þá fékk einn skipverja klór í augun. Með snarræði skipsfélaga hans tókst hins vegar að forða því að augun yrðu fyrir varanlegum skaða. Um borð voru 12 skipverjar en þegar slysið Lesa meira
Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér lokaskýrslu vegna atviks sem varð þegar hvalaskoðunarskipinu Amelía Rose var siglt á hafnarkant Faxagarðs í Austurhöfn Reykjavíkurhafnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að skipstjórinn hafi ekki gáð að sér og því siglt skipinu á hafnarkantinn. Atvikið varð síðastliðið sumar í góðu veðri og góðu skyggni. Um klukkan 13 var skipinu Lesa meira
Áttaði sig ekki á því fyrr en um seinan að hún ók yfir á rangan vegarhelming
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu vegna banaslyss sem varð á Vesturlandsvegi nánar til tekið á móts við Skipanes sem er við Grunnafjörð en sá fjörður er á milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar. Slysið varð í desember á síðasta ári með þeim hætti að árekstur varð á milli Toyota Yaris bifreiðar og Volvo bifreiðar. Ökumaður Lesa meira
Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu vegna atviks sem varð í höfninni í Vestmannaeyjum sumarið 2023. Þá munaði afar litlu að árekstur yrði milli farþegaferjunnar Herjólfs og flutningaskipsins Helgafells. Er það niðurstaða skýrslunnar að Herjólfi hafi verið siglt of nálægt Helgafelli þótt rými hafi verið fyrir skipið til að taka krappari beygju og koma Lesa meira
Telja þetta vera líklega skýringu á tíðum veikindum flugáhafna Icelandair
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér nýja skýrslu vegna tíðra veikinda fólks í flugáhöfnum í Boeing 757 og 767 flugvélum íslensks flugrekanda síðan árið 2011. Flugrekandinn er ekki nefndur á nafn í skýrslunni en áður hefur komið fram í fréttum að um er að ræða Icelandair og það er eftir því sem DV kemst næst Lesa meira
Gangandi vegfarandi sem lést á Höfðabakka varð fyrir tveimur bílum – Annar þeirra aldrei fundist
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu vegna banaslyss sem varð á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 þegar ekið var á gangandi vegfaranda, karlmann á fimmtugsaldri. Fram kemur í skýrslunni að óþekktri bifreið hafi verið ekið á hinn látna. Ökumaður þeirrar bifreiðar ók hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna um slysið og Lesa meira
Ekki í bílbelti og í símanum rétt áður en hann dó í bílslysi
FréttirTalið er líklegt að skert athygli ökumanns vegna farsímanotkunar hafi verið meginorsök banaslyss sem varð á Þrengslavegi þann 13. júlí í fyrrasumar. Slysið varð skammt sunnan við malarnámu í Þrengslum og fór bifreiðin út af veginum og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var 18 ára, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist út úr bifreiðinni Lesa meira
Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar
FréttirRannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu vegna banaslyss sem varð á Akureyri í ágúst 2022 þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Maðurinn var á áttræðisaldri. Það er niðurstaða nefndarinnar að orsakir slyssins hafa verið margvíslegar en meginorsökin hafi verið sú að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki, þegar hann tók vinstri beygju af Strandgötu inn að Lesa meira