FBI varar við útbreiðslu QAnon í Evrópu – Hefur náð sterkri fótfestu
PressanQAnon-hreyfingin hefur náð góðri fótfestu í Evrópu eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Umfangsmiklar lokanir á samfélagsstarfsemi virðast hafa ýtt undir stuðning við hreyfinguna sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur meðal annars varað við. Hreyfingin varð til í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum í tengslum við kosningabaráttu Hillary Clinton og Donald Trump. Þá byrjuðu lygar að grassera á netinu um að Demókratar og Lesa meira
QAnon – Hvað er það?
PressanFacebook hefur ákveðið að banna QAnon á samfélagsmiðlinum og Instagram, sem er í eigu Facebook, og er byrjað að eyða síðum sem tengjast hreyfingunni. En hvað er QAnon? Hvert er markmiðið og hver stendur á bak við hreyfinguna? Hreyfingin er þekkt fyrir stuðning sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. En hjá Facebook telur fólk að hreyfingin sé svo hættuleg að rétt sé að banna hana á Facebook og Instagram. Lesa meira
Nýjar og ótrúlegar samsæriskenningar um COVID-19 veikindi Trump
PressanÞað hefur varla farið fram hjá neinum að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, greindist með COVID-19 í síðustu viku. Veikindi hans og viðbrögð hans við þeim hafa nú orðið uppspretta ótal samsæriskenninga meðal stuðningsmanna hans. Þeir telja að veikindin hafi verið upphafið að fjöldahandtökum og lokauppgjöri Trump við leynilega valdaklíku sem stjórnar heiminum. Segja þeir að Rauður október sé í uppsiglingu Lesa meira
Tiltekt hjá Facebook – Fjarlægðu hópa sem kynda undir útbreidda samsæriskenningu
PressanÞað má segja að tiltekt hafi farið fram hjá Facebook í vikunni þegar 900 hópum, sem tengjast hinni hægrisinnuðu samsæriskenningu QAnon, var lokað. Að auki var starfsemi 1.950 hópa til viðbótar takmörkuð og það sama á við um 10.000 aðganga á Instagram sem er í eigu Facebook. QAnon er samsæriskenning sem styður Donald Trump. Að auki lokaði Facebook mörg þúsund aðgöngum, síðum og hópum til Lesa meira
Twitter fjarlægir mörg þúsund samsæriskenningaaðganga stuðningsmanna Trump
PressanTwitter hefur eytt rúmlega 7.000 aðgöngum sem tengjast hinni svokölluðu Qanon-hreyfingu eða samsæriskenningu. Forsvarsmenn Twitter segja þetta gert til að takmarka útbreiðslu samsæriskenninga. QAnon samsæriskenningin, sem margir stuðningsmanna Donald Trump aðhyllast, gengur út á, án nokkurra trúverðugra sannana, að Bandaríkjunum hafi áratugum saman verið stýrt af samtökum sem er lýst sem alþjóðlegri elítu djöfladýrkenda. Í Lesa meira