fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Pútín

Biden segir að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig – Bandaríkin leita að „afrein“ fyrir hann

Biden segir að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig – Bandaríkin leita að „afrein“ fyrir hann

Fréttir
12.10.2022

Hvað viðkemur stríðinu í Úkraínu þá misreiknaði Pútín sig að mati Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Hann segist telja að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig illilega varðandi möguleikann á að hernema Úkraínu. Þetta sagði Biden í viðtali við CNN í gær. „Ég held að hann sé skynsamur maður sem hafi misreiknað sig illilega,“ sagði Biden um Pútín. Nýlega sagði Biden að bandarísk stjórnvöld væru að leita eftir „afrein“ fyrir Pútín svo hann geti Lesa meira

Segir að haukarnir í Kreml pressi á Pútín

Segir að haukarnir í Kreml pressi á Pútín

Fréttir
12.10.2022

Háttsettir aðilar í stjórn Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, krefjast öflugra viðbragða við árásinni á Krech-brúna á laugardaginn. Bæði á mánudaginn og í gær vöknuðu margir Úkraínumenn upp við loftvarnaflautur þegar Rússar skutu stýriflaugum á margar borgir. Á mánudaginn sagði Pútín að árásirnar væru hefnd fyrir sprenginguna á Krech-brúnni á laugardaginn. Hann hefur sakað Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við hana. Alexander Høgsberg Tetzlaff, majór og hernaðarsérfræðingur Lesa meira

Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi

Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi

Fréttir
11.10.2022

Þeim mun meira landi, sem Úkraínumenn ná úr klóm rússneska innrásarliðsins, þeim mun meiri líkur eru á að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, grípi til kjarnorkuvopna. Þetta er mat Arseniy Yatsenyuk, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Í samtali við Sky News sagði hann að „blekkingar og lygar“ væru orðnir eðlilegir hlutir fyrir Pútín og þörf sé á „sterkum og Lesa meira

Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum

Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum

Fréttir
11.10.2022

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er að missa tökin á valdataumunum í Rússlandi. Þetta sagði Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olígarki og andstæðingur Pútíns í samtali við CNN. Hann segir að sprungur séu farnar að myndast í stoðum valdakerfis Pútíns í kjölfar herkvaðningarinnar þar sem 300.000 karlar verða kallaðir í herinn til að berjast í Úkraínu. Khodorkovsky sagði að ákvörðunin hafi klofið þá sem styðja stríðið og þá sem eru Lesa meira

Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn

Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn

Fréttir
11.10.2022

Steven Pifer, greinandi og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segist sannfærður um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, „vilji ekki kjarnorkustríð“. Hann segir að Kremlverjar „vilji að Úkraína og Vesturlönd trúi að Rússland sé reiðubúið í kjarnorkustríð til að ógna þeim“. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Pifer að Pútín tali oft um kjarnorkuvopn, meira að segja þegar hann er ekki að hafa í hótunum. Hann Lesa meira

Ráðgjafi Zelenskyy segir ummæli Pútíns „kaldhæðnisleg“

Ráðgjafi Zelenskyy segir ummæli Pútíns „kaldhæðnisleg“

Fréttir
10.10.2022

Það að saka Úkraínu um hryðjuverk í kjölfar sprengingarinnar á Kerch brúnni, sem liggur á milli meginlands Rússlands og Krímskaga, er „of kaldhæðnislegt, meira að segja fyrir Rússland“. Þetta sagði Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodomyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, í gær um ummæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, sem sagði að sprengingin á brúnni, snemma á laugardagsmorguninn, hafi verið hryðjuverk af hálfu Úkraínumanna. Pútín sakaði úkraínskar sérsveitir um að Lesa meira

„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“

„Gáfu“Pútín stórar fallbyssur í „afmælisgjöf“

Fréttir
10.10.2022

Slóvakar fögnuðu sjötugsafmæli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á föstudaginn með því að gefa úkraínska hernum tvær Slovak Zuzana-2 stórskotaliðsbyssur. Jaro Nad, varnarmálaráðherra landsins, skýrði frá þessu á Twitter. „Til að fagna sjötugsafmæli hans fær ofbeldismaðurinn Pútín nú þessar tvær fallbyssur í afmælisgjöf,“ skrifaði Nad og bætti við að enn fleiri byssur verði sendar til Úkraínu. Byssurnar geta skotið sex skotum á mínútu og Lesa meira

Pútín setur hrotta yfir heraflann í Úkraínu – Hefur setið í fangelsi og talinn gjörspilltur

Pútín setur hrotta yfir heraflann í Úkraínu – Hefur setið í fangelsi og talinn gjörspilltur

Fréttir
10.10.2022

Hann heitir Sergey Surovikin og er 55 ára hershöfðingi. Á laugardaginn skipaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hann sem yfirmann „hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar“ (eins og Pútín kýs að kalla innrásina í Úkraínu), og gefur þar með til kynna að herða eigi stefnuna og stríðsreksturinn. Surovikin hefur setið í fangelsi tvisvar og er talinn bera ábyrgð á stríðsglæpum í Lesa meira

Pútín-ráðgátan verður sífellt stærri

Pútín-ráðgátan verður sífellt stærri

Fréttir
10.10.2022

Á föstudaginn fagnaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sjötugsafmæli sínu. En sagan um forsetann verður sífellt dularfyllri. Það er erfitt að festa hendur á Pútín hvað varðar það sem hann gerir og hvað hann vill. Jakob Tolstrup, sem sérhæfir sig í rannsóknum á rússneskum utanríkismálum og starfar hjá Árósaháskóla, sagði í samtali við Ekstra Bladet að erfitt sé að lesa í Pútín og stöðu hans. „Vandinn er Lesa meira

Hverjir gætu skorað Pútín á hólm og hversu líklegt er að til valdaráns komi?

Hverjir gætu skorað Pútín á hólm og hversu líklegt er að til valdaráns komi?

Fréttir
07.10.2022

„Jafnvel þótt undirmenn Pútíns komist að þeirri niðurstöðu að þeir vilji losna við hann, þá verður erfitt að koma honum frá völdum. Engar valdaránstilraunir hafa verið gerðar í Moskvu frá hruni Sovétríkjanna.“ Þetta segir Sergey Radchenko, prófessor við Henry A Kissinger Center for Global Affairs og Johns Hpkins School of Advanced International Studies í grein í Foreign Affairs. Radchenko fæddist í Rússlandi en býr í Bandaríkjunum. Hann segir að ef til valdaráns komi verði enginn skortur á mönnum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af