Prís velur umhverfisvænasta kostinn í kælitækni
FréttirPrís fékk Kælitækni ehf. til að setja upp alla kæla og frysta ásamt kælikerfi í verslun sinni á Smáratorgi en um er að ræða svokölluð Heos kælikerfi sem eru byggð á íslenskri hönnun og hugviti og eru umhverfisvænustu kælikerfin á markaðnum í dag. Í tilkynningu segir að helsti ávinningur af notkun á nýju HEOS kerfanna Lesa meira
Ný verðkönnun ASÍ: Prís er að rúlla yfir keppinauta sína
FréttirStærstu fjórar matvörukeðjur landsins lækkuðu verð milli ágústbyrjunar og ágústloka samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19% þeirra vara sem til skoðunar voru, Krónan og Nettó 9% og Hagkaup 3% en Prís er enn ódýrasta verslunin. Verð voru athuguð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Tekið er Lesa meira
Prís gerir góðlátlegt grín að keppinautunum – „Hún er krúttleg“
FréttirPrís, ný lágvöruverðsverslun opnaði laugardaginn 17. ágúst, en verslunin er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu. Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði, eins og komið hefur fram í fréttatilkynningum og viðtölum. Mikið hefur verið Lesa meira
Breki Karlsson: Samkeppniseftirlitið skoði hvort heildsalar reyni að leggja stein í götu Prís
EyjanNeytendur hafa tekið nýju lágvöruverðsversluninni, Prís, fagnandi, enda hljóta þeir að fagna samkeppni, fjölbreytni og lægra verði. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur mikilvægt að Samkeppniseftirlitið skoði vandlega hvort milliliðir, heildsalarnir, séu að leggja steina í götu Prís með því að jafnvel neita versluninni um vörur. Hann fagnar þeirri aðferðafræði Prís að fara fram hjá heildsölum Lesa meira
Prís byrjar með látum: „Það er augljóst að fólk er að greiða atkvæði með samkeppninni“
Fréttir„Við erum afskaplega þakklát fyrir viðbrögðin, það var röð fyrir utan í morgun þegar við opnuðum og vöruúrvalið er að falla vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís, í samtali við DV. Prís opnaði dyrnar fyrir neytendum á laugardag og er óhætt að segja að verslunin hafi farið vel Lesa meira
Prís ný lágvöruverðsverslun opnar í dag
FréttirPrís, ný lágvöruverðsverslun opnaði í dag, laugardaginn 17. ágúst. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu. Fyrsta verslun Prís sem opnaði í dag er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi, á pallinum fyrir ofan Arion banka. Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Lesa meira