Play stendur sig betur en Icelandair
EyjanFerðavefurinn Túristi segir frá því í dag að árlegur listi yfir 100 bestu flugfélög heims hafi verið birtur í gær. Listinn er tekinn saman af alþjóðlega rannsóknar- og greiningarfyrirtækinu Skytrax sem sérhæfir sig í að kanna og meta gæði flugvalla og flugfélaga um allan heim. Segir á heimasíðu fyrirtækisins að markmið þess sé að nýta Lesa meira
Meira en helmingi fleiri farþegar með PLAY í apríl og 72% sætanýting
EyjanFlugfélagið PLAY flutti 36.669 farþega í apríl sem eru meira en helmingi fleiri farþegar en í marsmánuði þegar PLAY flutti 23.677 farþega. Sætanýting var 72,4% samanborið við 66,9% í mars. Sætanýting jókst nokkuð mikið í apríl þrátt fyrir að fyrsta flug PLAY til Bandaríkjanna hafi verið undir lok mánaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að Lesa meira
Góðar viðtökur á flugmiðum til New York með PLAY
EyjanViðskiptavinir flugfélagsins PLAY virðast hafa tekið nýjum áfangastað félagsins í New York fagnandi ef miðað er við fréttatilkynningu félagsins. Þar kemur fram að sala miða til New York hafi hafist þann 1. febrúar síðastliðinn og viðtökurnar hafi verið góðar og bókunarstaðan sterk. Þegar flugfélagið kynnti áfangastaðinn sköpuðust miklar umræður um fjarlægð flugvallarins frá Manhattan-eyju og Lesa meira
PLAY flýgur til New York – Ætla að opna ódýrustu leiðina milli Bandaríkjanna og Evrópu
EyjanFlugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til New York í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til New York verður þann 9. júní og boðið verður upp á daglegt flug. PLAY mun fljúga til New York Stewart International flugvallar og verður eina flugfélagið með millilandaflug til og frá vellinum en það er mikið fagnaðarefni fyrir þær Lesa meira
Oddný Assa gengur til liðs við PLAY
EyjanOddný Assa Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður reikningshalds hjá PLAY. Hjá PLAY leiðir hún deild reikningshalds og er hluti af stjórnendateymi fjármálasviðs. Þá ber hún ábyrgð á daglegum rekstri reikningshalds og uppgjörum PLAY. Auk þess tekur Oddný þátt í mótun stefnu og framtíðarsýnar fjármálasviðs PLAY. Oddný hóf störf hjá PLAY í September samkvæmt tilkynningu frá Lesa meira
Neituðu að bera vitni um flugrekstrarhandbækur WOW air
FréttirÁ mánudag í síðustu viku lagði lögmaður þriggja starfsmanna flugfélagsins Play fram kröfu um að beiðni félagsins USAerospace Partners Inc. um að vitnaskýrslur yrðu teknar af þeim yrði hafnað. Þremenningarnir mættu ekki til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjaness en þeir höfðu verið boðaðir til hennar. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Það er Michelle Ballarin sem á USAerospace Partners Inc. en félagið keypti eignir úr þrotabúi WOW air, þar á meðal Lesa meira
Héraðsdómur fellst á vitnaleiðslur vegna flugrekstrarbókar WOW
FréttirHéraðsdómur Reykjaness hefur fallist á ósk Páls Ágústar Pálssonar, lögmanns USAerospace Partners, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michele Ballarin, um að kalla ákveðna einstaklinga til vitnaleiðslu fyrir dómi. Páll fór fram á að ellefu manns yrðu kallaðir fyrir dóm en dómurinn féllst á að fjórir verði kallaðir fyrir dóminn. Málið snýst um flugrekstrarbækur WOW en Pál grunar að þær hafi verið teknar Lesa meira
Bjóða flugmönnum og flugliðum hjá Play að lækka starfshlutfall
FréttirÁ fjarfundi sem stjórnendur Play héldu með starfsmönnum félagsins á miðvikudaginn var flugmönnum og flugliðum boðið að taka á sig allt að 50% lækkun á starfshlutfalli gegn því að verða fastráðnir í vetur. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að þungt hljóð sé í flugmönnum vegna þessa. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að Lesa meira
Vill breyta nafni þrotabús WOW air – Sannfærður um að flugrekstrarbækurnar séu í fórum Play
FréttirÍ september 2019 keypti Michele Ballarin margvíslegar eignir af þrotabúi WOW air og greiddi 50 milljónir króna fyrir. Þar á meðal er vörumerkið WOW air. Þrotabú fyrirtækisins hefur notað WOW nafnið alla tíð síðan þrátt fyrir að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, hafi að eigin sögn margoft krafist þess að þrotabúið hætti að nota nafnið. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli að Lesa meira
Play hefur selt tugþúsundir sæta
EyjanFlugfélagið Play hefur nú þegar selt tugþúsundir sæta að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra. Búið er að selja í annað hvert flugsæti í júlí og þéttbókað er í flug félagsins í ágúst og í haust. Morgunblaðið hefur þetta eftir honum í dag. Áætlunarflug Play til Berlínar hefst í dag og fjórir áfangastaðir bætast við á næstu þremur vikum. Icelandair verður með 30 áfangastaði Lesa meira