Árni steinhissa á Sigurborgu: „Svo er þetta „lækað“ af verðandi útvarpsstjóra“
Fréttir„Þarna fer hún út í fordóma og svo er þetta „lækað“ meðal annars af verðandi útvarpsstjóra. Mér finnst það bara furðulegt,“ segir Árni Guðmundsson, Grafarvogsbúi til rúmlega þrjátíu ára og fulltrúi í íbúaráði hverfisins, í samtali við DV. Grein sem Árni skrifaði og birtist á Vísi í gær vakti talsverð viðbrögð en í henni kvaðst Lesa meira
Halldóra Pírati lenti í hrakningum fyrir jólin – „Æðislegt að finna fyrir slíkum náungakærleik“
EyjanHalldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var upp á náð og miskunn ættingja sinna komin fyrir jólin eftir að mygla uppgötvaðist í leiguíbúð hennar, en hún hefur verið á leigumarkaði í nokkur ár. Hefur myglan orsakað veikindi hjá dóttur hennar og ákvað Halldóra því að flytja út. Fréttablaðið greinir frá. „Íbúðin hafði nýlega verið máluð og því Lesa meira
Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“
EyjanÁsta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir fréttir af meintu gjaldþroti sínu stórlega ýktar í færslu á Facebook í dag. Frétt þess efnis birtist á vef Eiríks Jónssonar í gær uppúr tísti hennar, með fyrirsögninni Pírati stefnir í gjaldþrot. Í tístinu sagði: „Ég hef skilað inn gögnum og fór yfir mailið mitt, engin ítrekun um Lesa meira
Þórhildur Sunna sver af sér frjálshyggjustefnu pírata – „Skoðun Álfheiðar er hennar eigin“
Eyjan„Skoðun Álfheiðar er hennar eigin og hana ber ekki að skilja né mála upp sem stefnu Pírata, hvorki í heilbrigðis né menntamálum,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata vegna ummæla Álfheiðar Eymarsdóttur í dag. Álfheiður segir á Facebook að einkarekstur í skólakerfinu og heilbrigðisþjónustunni sé eina lausnin til að bæta kjör og starfsumhverfi kennara. Telur Lesa meira
Ljóstrar upp gríðarlegum kostnaði við tölvukerfi ríkisins -„Þetta eru rosalegar fjárhæðir“
EyjanFjárhags- og mannauðtölvukerfi ríkisins heitir Orri. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um kostnað við kerfið, kemur í ljós að frá árinu 2009 -2018 nam kostnaðurinn um 2.5 milljörðum króna. Fréttablaðið greinir frá. Kerfið var þróað af Oracle og Advania, og var þróunarkostnaður fyrirtækisins við kerfið 1.5 milljarður milli Lesa meira
Brynjar um Pírata: „Alþekkt aðferð popúlískra flokka“ – Undrast aðgerðaleysið í garð Þórhildar Sunnu
EyjanBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Pírata um popúlíska aðferðafræði og undrast að Evrópuþingið hafi ekki fordæmt framgöngu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem einnig gegnir formennsku í nefnd Evrópuráðsins, í færslu á Facebook í dag: „Þegar fylgi fer niður í skoðanakönnunum hjá Pírötum er strax farið í herferð með ásökunum um óheiðarleika, spillingu og siðleysi Lesa meira
Þórhildur Sunna með rökstuddan grun um Eyþór Arnalds sem hyggst klaga Dóru Björt – „Þessi ummæli eru þvert á siðareglur“
EyjanLíkt og Eyjan hefur greint frá sakaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Eyþór Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lygar og óheiðarleika í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, vegna meintra sýndarviðskipta hans við Samherja vegna kaupa hans á hlut í Morgunblaðinu. Sagði hún Eyþór sinna útfararstörfum fyrir útgerðina. Sagði Eyþór í þættinum að Dóra Björt ætti að Lesa meira
Mogginn hæðist að Pírötum vegna tillögu um tæknistjóra ríkisins – „Dæmigerður vinstriflokkur“
EyjanStaksteinahöfundur Morgunblaðsins gefur lítið fyrir hugmyndir Pírata um að stofna sérstakt embætti tæknistjóra ríkisins og spyr hvort það sé reynsla skattgreiðenda að fjölgun stofnana hins opinbera dragi úr útgjöldum, líkt og markmiðið sé með tillögu Píratanna. Staksteinahöfundur segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi hreyfingarinnar, séu Píratar eins og hver annar vinstriflokkur og spyr Lesa meira
Píratar opna bókhaldið – Taprekstur 2018
EyjanÁrsreikningur Pírata fyrir árið 2018 hefur loksins verið birtur, en Píratar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera ekki með opið bókhald síðustu ár. Unnar Þór Sæmundsson, gjaldkeri Pírata, greinir frá þessu á Facebook í dag: „Jæja eftir svefnlausar nætur og þrotlausa vinnu þá er ársreikningur Pírata tilbúinn(reyndar fyrir nokkrum dögum). Það hefur varla farið framhjá Lesa meira
Ný stjórn þingflokks Pírata – Halldóra formaður þingflokksins
EyjanÁ þingflokksfundi Pírata þann 25. ágúst sl. var Halldóra Mogensen kjörinn formaður þingflokks Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaformaður og Helgi Hrafn Gunnarsson ritari þingflokks. Þetta kemur fram í tilkynningu. Smári McCarthy hafði áður verið valinn formaður samkvæmt hlutkesti, eins og venja er til samkvæmt grein 14.6 í lögum Pírata, en þingflokkurinn velur árlega formann samkvæmt Lesa meira