fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Pfizer

Pfizer vinnur að þróun lyfs gegn COVID-19

Pfizer vinnur að þróun lyfs gegn COVID-19

Pressan
28.04.2021

Lyfjafyrirtækið Pfizer vinnur nú að þróun lyfs sem getur unnið gegn fyrstu einkennum COVID-19. Vonast fyrirtækið til að lyfið komi á markað síðar á árinu. Albert Bourla, forstjóri fyrirtækisins, skýrði frá þessu í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. Fram kom að vísindamenn fyrirtækisins vonist til að lyfið geti komið í veg fyrir að COVID-19 smit þróist á alvarlegan hátt og þannig verði hægt Lesa meira

Pfizer á leið með bóluefni fyrir börn

Pfizer á leið með bóluefni fyrir börn

Pressan
20.03.2021

Albert Bourla, forstjóri Pfizer, sagði nýlega í samtali við ísraelska fjölmiðla að fyrirtækið verði tilbúið með bóluefni fyrir 12-16 ára börn fljótlega. Tilraunum með það lýkur á næstu vikum. Bóluefnin gegn kórónuveirunni, sem eru nú þegar í notkun, eru ekki ætluð börnum en nú ætlar Pfizer að koma með bóluefni fyrir börn. AstraZeneca hefur verið að gera tilraunir með bóluefni Lesa meira

Saka Rússa um að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni

Saka Rússa um að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
10.03.2021

Bandarísk stjórnvöld saka Rússa um að standa á bak við heimasíður sem breiða út rangar upplýsingar og lygar um bandarísk bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. „Það er augljóst að Rússar eru að nota eina af gömlu brellunum sínum og stefna þar með fólki í hættu með því að dreifa röngum upplýsingum um bóluefni sem bjarga Lesa meira

Bóluefni Pfizer/BioNTech sýnir lofandi vörn gegn brasilíska afbrigði kórónuveirunnar

Bóluefni Pfizer/BioNTech sýnir lofandi vörn gegn brasilíska afbrigði kórónuveirunnar

Pressan
09.03.2021

Hið svokallaða brasilíska afbrigði kórónuveirunnar, P.1, smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar og hefur það vakið miklar áhyggjur enda allt annað en gott að veiran dreifist enn meira og hraðar en áður. Tilraunir á rannsóknarstofu með bóluefnið frá Pfizer/BioNTech hafa lofað góðu hvað varðar virkni bóluefnisins gegn brasilíska afbrigðinu. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi Lesa meira

Bóluefnið frá Pfizer virkar hugsanlega ekki jafn vel á fólk í yfirþyngd og aðra

Bóluefnið frá Pfizer virkar hugsanlega ekki jafn vel á fólk í yfirþyngd og aðra

Pressan
07.03.2021

Bóluefnið frá Pfizer og BioNTech virkar hugsanlega ekki jafn vel á fólk í yfirþyngd og aðra. Ítalskir vísindamenn hafa komist að því að heilbrigðisstarfsfólk, sem glímir við ofþyngd, er aðeins með um helming þess magns mótefna sem aðrir eru með eftir bólusetningu með bóluefninu. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að enn sé of snemmt að segja til með Lesa meira

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer veitir eldra fólki góða vörn

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer veitir eldra fólki góða vörn

Pressan
03.03.2021

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer/BioNTech veitir fólki eldra en 80 ára rúmlega 80% vörn gegn því að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta sýna tölur frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær. Hann sagði þetta mjög góðar fréttir og að þær sýndu vel hversu vel þessi tvö bóluefni Lesa meira

Segja að Norður-Kórea hafi reynt að stela gögnum frá Pfizer um kórónuveirubóluefnið

Segja að Norður-Kórea hafi reynt að stela gögnum frá Pfizer um kórónuveirubóluefnið

Pressan
18.02.2021

Sérfræðingar segja mjög líklegt að norður-kóreskir tölvuþrjótar, sem starfa á vegum einræðisstjórnarinnar, hafi reynt að stela gögnum um bóluefni Pfizer og BioNTech til að selja þau. Suður-kóreska leyniþjónustan skýrði frá þessu á þriðjudaginn. Yonhap skýrir frá þessu. Ekki kemur fram hvenær reynt var að stela gögnunum eða hvort tölvuþrjótunum hafi tekist að stela þeim. Talsmenn Pfizer í Asíu og Suður-Kóreu hafa ekki Lesa meira

Segir að kórónuveirusmit á þýsku dvalarheimili sýni að bóluefnið virkar

Segir að kórónuveirusmit á þýsku dvalarheimili sýni að bóluefnið virkar

Pressan
10.02.2021

Í Þýskalandi hafa 14 íbúar á dvalarheimili aldraðra í bænum Belm í Niedersachesn greinst með B117 afbrigði kórónuveirunnar, stundum nefnt breska afbrigðið. Allir íbúarnir fengu síðari skammtinn af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech þann 25. janúar. Franfurter Allgemeine skýrir frá þessu. Allir íbúar dvalarheimilisins og starfsfólkið er komið í sóttkví sem og ættingjar íbúanna. Þau smituðu hafa ekki sýnt nein einkenni smits eða mjög mild einkenni. Burkhard Ripenhoff, talsmaður Lesa meira

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Fréttir
14.01.2021

Henrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar, Statens Serum Institut, segir að stofnunin og danska lyfjastofnunin, Lægemiddelstyrelsen, hafi fundað með fulltrúum Pfizer á gamlársdag til að reyna að sannfæra fyrirtækið um að afhenda Dönum meira magn af bóluefni en þeir eiga að fá samkvæmt samningi Evrópusambandsins við fyrirtækið. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Danska ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Danmörk styðji við sameiginlega Lesa meira

Danir sagðir ógna viðræðunum við Pfizer

Danir sagðir ógna viðræðunum við Pfizer

Fréttir
12.01.2021

Að undanförnu hafa Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átt í viðræðum við Pfizer um rannsókn á áhrifum bóluefnis á heila þjóð. Hugmyndin er að Ísland fái nægilega mikið bóluefni til að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma og ná þannig hjarðónæmi. En nú eru Danir að öllum líkindum að eyðileggja þetta fyrir okkur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af