fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

persónuvernd

Neituðu að afhenda foreldrum gögn um eineltismál

Neituðu að afhenda foreldrum gögn um eineltismál

Fréttir
05.02.2024

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli þar sem foreldrar kvörtuðu yfir að mennta- og þjálfunarfyrirtækið KVAN hafi neitað að afhenda þeim tiltekin gögn sem vörðuðu barn þeirra og eineltismál sem tengdist barninu og fyrirtækið hafði komið að. Er það niðurstaða Persónuverndar að KVAN hafi farið í bága við lög. Kvörtun foreldranna barst Persónuvernd í maí 2022. Lesa meira

Samherji mátti ekki skoða pósthólf og skjöl Jóhannesar en mátti segja lögreglunni frá hvað var í þeim

Samherji mátti ekki skoða pósthólf og skjöl Jóhannesar en mátti segja lögreglunni frá hvað var í þeim

Fréttir
10.01.2024

Persónuvernd birti fyrr í dag úrskurð í máli sem varðar mál manns sem kvartaði yfir því að þegar hann  var að láta störfum hjá fyrirtæki hafi forsvarsmenn þess skoðað pósthólf hans og reikning hjá skjalavistunarþjónustu. Kvartaði hann einkum yfir því að honum hafi ekki verið gefinn kostur á að eyða gögnum sem vörðuðu einkamál hans Lesa meira

Drama í Faxaflóahöfnum – Hver fékk að sjá uppsagnarbréfið?

Drama í Faxaflóahöfnum – Hver fékk að sjá uppsagnarbréfið?

Fréttir
21.12.2023

Persónuvernd birti fyrr í dag úrskurð sinn í máli sem varðaði kvörtun starfsmanns Faxaflóahafna yfir því að öðrum starfsmanni hafi verið sýnt uppsagnarbréf sem sá starfsmaður sem kvartaði hafði lagt fram árið 2019. Taldi starfsmaðurinn að Faxaflóahafnir hafi með þessu gerst brotlegar við lög um persónuvernd. Ágreiningur var í málinu um hvort hinn starfsmaðurinn hafi Lesa meira

Persónuvernd slær á putta ríkislögreglustjóra

Persónuvernd slær á putta ríkislögreglustjóra

Fréttir
17.12.2023

Persónuvernd birti síðastliðinn föstudag úrskurð sinn í máli sem varðar kvörtun konu sem sótt hafði um starf sem neyðarvörður hjá Neyðarlínunni. Konan kvartaði yfir því að Neyðarlínan hefði aflað upplýsinga um hana frá embætti ríkislögreglustjóra. Var það niðurstaða Persónuverndar að skoðun embættisins á persónuupplýsingum um konuna og miðlun þeirra til Neyðarlínunnar hafi ekki staðist lög. Lesa meira

Íslandspóstur fór ekki að lögum gagnvart starfsmanni sínum

Íslandspóstur fór ekki að lögum gagnvart starfsmanni sínum

Fréttir
11.12.2023

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir rafrænni vöktun Íslandspósts með notkun ökurita í bifreið sem sá aðili sem kvartaði til stofnunarinnar hafði afnot af í starfi hjá Íslandspósti. Gögn sem fengin voru úr ökuritanum voru notuð sem ástæða þess að viðkomandi var sagt upp starfi sínu hjá fyrirtækinu. Er það niðurstaða Lesa meira

Upplýsingalekinn í Lágafellsskóla – Foreldrar í sjokki – „Þetta er skelfilegt mál“

Upplýsingalekinn í Lágafellsskóla – Foreldrar í sjokki – „Þetta er skelfilegt mál“

Fréttir
08.09.2023

Eins og DV greindi frá fyrr í dag átti sér stað í gærmorgun alvarlegur leki á mjög viðkvæmum persónuupplýsingum um nemendur í 8. bekk Lágafellsskóla. Upphaf málsins er að kennari afhenti nemanda stílabók til að nota við nám í tíma. Í stílabókinni voru nokkrar þéttskrifaðar blaðsíður þar sem fjallað er með mjög opinskáum hætti um Lesa meira

Alvarlegur upplýsingaleki úr Lágafellsskóla – Viðkvæmar upplýsingar um nemendur rötuðu á Snapchat

Alvarlegur upplýsingaleki úr Lágafellsskóla – Viðkvæmar upplýsingar um nemendur rötuðu á Snapchat

Fréttir
08.09.2023

„Sá atburður átti sér stað í Lágafellsskóla í dag að persónuupplýsingar um ákveðinn hóp nemenda rötuðu á samfélagsmiðilinn Snapchat. Upplýsingarnar hafði kennari skráð í minnisbók sem komst í hendur nemanda. Nemandinn tók myndir af umræddum upplýsingum og sendi á vinahóp,“ segir í tölvupósti sem Lísa Greipsson, skólastjóri Lágafellsskóla, hefur sent á foreldra tiltekins hóps nemenda Lesa meira

Creditinfo slær dagsgamalt sektarmet Landlæknisembættisins

Creditinfo slær dagsgamalt sektarmet Landlæknisembættisins

Fréttir
04.07.2023

Í gær tilkynnti Persónuvernd að stofnunin hefði sektað Landlæknisembættið um 12 milljónir króna vegna öryggisbrests á vefsvæðinu Heilsuvera og fyrir að veita villandi upplýsingar við rannsókn málsins. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Landlæknisembættið – Sakar embættið um að veita villandi upplýsingar Sjá einnig: Landlæknisembættið neitar að hafa villt um fyrir Persónuvernd Sektin var sú hæsta sem Lesa meira

Landlæknisembættið neitar að hafa villt um fyrir Persónuvernd

Landlæknisembættið neitar að hafa villt um fyrir Persónuvernd

Fréttir
03.07.2023

Eins og fram kom í fréttum DV fyrr í dag hefur Persónuvernd sektað Embætti landlæknis um 12 milljónir króna vegna öryggisbrests á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem uppgötvaðist í júní 2020 og einnig fyrir að veita villandi upplýsingar við rannsókn málsins. Embætti landlæknis mótmælir því hins vegar harðlega að hafa veitt Persónuvernd villandi upplýsingar og fullyrðir að Lesa meira

Persónuvernd sektar Landlæknisembættið – Sakar embættið um að veita villandi upplýsingar

Persónuvernd sektar Landlæknisembættið – Sakar embættið um að veita villandi upplýsingar

Fréttir
03.07.2023

Landlæknisembættið hefur sent frá sér tilkynningu. Í henni segir: „Þann 8. júní 2020 uppgötvaðist alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt var um veikleikann hafði Origo staðreynt tilvist hans Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af