Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög
FréttirPersónuvernd hefur lagt fimm milljóna króna stjórnvaldssekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sektin er tilkomin vegna þess að Heilusgæslan sameinaði sjúkarskrárkerfi sitt við sjúkraskrárkerfi annarra aðila, meðal annars einkarekinna heilsugæslustöðva, sem höfðu þannig aðgang að sjúkraskrám sjúklinga stofnunarinnar. Er það niðurstaða Persónuverndar að heilsugæslunni hafi ekki tekist að sýna fram á að henni hafi verið þetta heimilt Lesa meira
Sjóvá og TM fóru ekki að lögum
FréttirPersónuvernd hefur lokið frumkvæðisathugun sinni á sjálfvirkri ákvarðanatöku um umsóknir og óskir um tilboð í líf- og sjúkdómatryggingar hjá tryggingafélögunum TM, Sjóvá, Verði og VÍS. Tvö síðastnefndu félögin fara samkvæmt Persónuvernd alfarið að persónuverndarlögum við sína ákvarðanatöku en það á hins vegar ekki við um tvö fyrrnefndu félögin. Persónuvernd einblíndi á vinnslu persónuupplýsinga við hina Lesa meira
Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega
FréttirPersónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingar trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá ónefnds manns og meðferð Samgöngustofu á viðkvæmum upplýsingum úr sjúkraskránni hafi verið ólögmæt. Maðurinn lagði fram kvörtun til Persónuverndar á þeim grundvelli að í sjúkraskrá sé að finna mjög viðkvæmar persónuupplýsingar og taldi hann að aðrir en þeir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem hann Lesa meira
Þingmaður lagði fram kvörtun til Persónuverndar
FréttirÓnefndur þingmaður lagði fram kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu persónuupplýsinga af hálfu fyrirtækisins Keldan. Sagði hann fyrirtækið hafa safnað persónuupplýsingum um hann og skráð þær á svokallaðan PEP-lista sem fyrirtækið tekur saman og nær yfir fólk sem talið er vera í sérstökum áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Er þessi listi tekinn saman á grundvelli laga um Lesa meira
Fiskistofa gekk of langt með drónum
FréttirPersónuvernd hefur kveðið upp úrskurð í máli sem varðar eftirlit Fiskistofu með veiðum ónefnds fiskiskips en í því skyni notaði stofnunin dróna með myndavél. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að eftirlitið hefði ekki samræmst lögum um persónuvernd en lagði þó ekki fyrir Fiskistofu að eyða öllum upptökum af veiðum skipsins eins og kvartendur í málinu Lesa meira
Sagði lögregluna dreifa upptökum af sér og auðvelda vinnuveitanda og samstarfsfólki að njósna um sig
FréttirMaður nokkur kvartaði til Persónuverndar og vildi meina að lögreglumaður hefði tekið myndskeið úr eftirlitsmyndavélum, þar sem sjá mátti manninn, og dreifa þeim til óviðkomandi aðila og þar að auki dreifa upplýsingum um hann til vinnuveitanda og samstarfsfólks. Persónuvernd sagði hins vegar engar sannanir vera fyrir því þar sem orð mannsins stæðu gegn orðum lögreglunnar. Lesa meira
Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt
FréttirÍbúi í tvíbýlishúsi kvartaði yfir því að nágranni hans notaði dyrabjöllumyndavél. Í kvörtun sinni til Persónuverndar kvartaði íbúinn yfir því að nágranninn hefði sett á dyrabjöllu á dyrakarminn hjá sér, á henni væri myndavél sem vísaði að útidyrum kvartandans. Myndavélin sé með hreyfiskynjara og fari í gang í hvert skipti sem kvartandi gangi um útidyr Lesa meira
Máttu hringja og bjóða tryggingaráðgjöf þrátt fyrir bannmerki í símaskrá
FréttirPersónuvernd hefur úrskurðað í máli manns sem kvartaði yfir því að Allianz á Íslandi hefði miðlað upplýsingum um vátryggingasamning hans við fyrirtækið til annars fyrirtækis sem hefði í kjölfarið hringt í hann og boðið honum ráðgjöf um vátryggingavernd, þrátt fyrir að símanúmer hans væri bannmerkt í símaskrá. Er það niðurstaða Persónuverndar að þessi framganga fyrirtækjanna Lesa meira
Neitað um upplýsingar eftir að hafa kvartað undan ofbeldi og einelti á vinnustaðnum
FréttirPersónuvernd hefur sent frá sér úrskurð í máli sem maður nokkur beindi til stofnunarinnar. Var hann starfsmaður félagasamtaka og hafði kvartað undan ofbeldi og einelti á vinnustaðnum. Vildi hann fá aðgang að fundargerðum stjórnarfunda samtakanna þar sem mál hans voru rædd en samtökin höfnuðu því. Persónuvernd úrskurðaði manninum í vil og lagði fyrir samtökin að Lesa meira
Embætti landlæknis miðlaði persónuupplýsingum starfsmanns Landspítalans í leyfisleysi
FréttirPersónuvernd hefur birt úrskurð sinn í máli sem maður nokkur beindi til stofnunarinnar. Kvartaði hann yfir því að embætti landlæknis hefði miðlað persónuupplýsingum hans til félagasamtaka, sem höfðu komið ábendingum á framfæri við embættið um meðferð sjúklinga á því sviði Landspítalans sem maðurinn starfaði á, einkum með því að upplýsa samtökin um að hann væri Lesa meira