Drottning Jórdaníu sakar Vesturlönd um tvískinnung
FréttirÍ viðtali við CNN sakar Rania drottning Jórdaníu vestræna leiðtoga um að sýna af sér augljósan tvískinnung þar sem þeir fordæmi ekki dauða almennra borgara sem orðið hafi fyrir sprengjuárásum Ísrael á Gaza-svæðinu. Drottningin segir að fólk í mið-austurlöndum þar á meðal Jórdaníu sé furðu lostið og vonsvikið yfir viðbrögðum heimsbyggðarinnar við árásunum og gríðarlegum Lesa meira
Gyðingar í Bandaríkjunum kalla eftir vopnahléi og réttlæti fyrir Palestínumenn
FréttirCNN ræddi fyrr í dag við rabbínann Alissa Wise sem tilheyrir einum af söfnuðum Gyðinga í Bandaríkjunum. Hún hefur skoðað fjölda mynda og myndbanda, af afleiðingum árása Ísraels á Gaza-svæðið, undanfarið, sem birst hafa á samfélagsmiðlum. Á þessum myndum hefur meðal annars mátt sjá öskrandi foreldra halda á líflausum líkömum barna sinna. Um 4.600 Palestínumenn Lesa meira
Reyndur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu segir upp vegna stuðnings Bandaríkjanna við Ísrael
EyjanEmbættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu sem starfað hefur í meira en áratug á þeirri skrifstofu ráðuneytisins sem hefur meðal annars umsjón með vopnasölu Bandaríkjanna sagði upp störfum í síðustu viku. Ástæðu uppsagnarinnar segir hann vera „blindan stuðning“ Bandaríkjanna við Ísrael í stríði þess gegn Hamas-samtökunum og þá ekki síst að síðarnefnda ríkinu sé í sífellu útveguð Lesa meira
Allt að 500 manns taldir hafa látist í loftárás á spítala á Gaza
FréttirFjölmiðlar um allan heim greina nú frá því að allt að 500 manns hafi látið lífið í loftárás ísraelska hersins á spítala á Gaza-svæðinu. Í fréttum BBC kemur fram að herinn segist vera með atvikið til rannsóknar. Talsmenn Hamas sem farið hefur með stjórn Gaza undanfarin ár að árásin sé hreinræktaður stríðsglæpur. Spítalinn hafi hýst Lesa meira
Fann fyrir létti þegar hann frétti að átta ára dóttir hans væri dáin
FréttirThomas Hand, breskur karlmaður, segir það hafa verið ákveðinn létti að komast að því eftir nokkurra daga bið að vígamenn Hamas hefðu myrt átta ára dóttur hans en ekki rænt henni. Það hafi að líkindum verið betra en að upplifa pyntingar og svo jafnvel dauða í haldi samtakanna. Hand, sem er breskur, ræddi málið við CNN en dóttir Lesa meira
Svona tókst Hamas að afvegaleiða her og leyniþjónustur Ísrael
FréttirHelsta fréttaefnið á heimsvísu síðan um helgina hefur án efa verið óvænt árás Hamas-samtakanna á Ísrael og viðbrögð Ísraelsmanna við þeim. Umfang og eðli árásar Hamas kom bæði Ísraelsmönnum og raunar heiminum öllum í opna skjöldu. Her og leyniþjónustustofnanir Ísraels þykja með þeim færustu í heimi og hafa byggt upp víðtækt eftirlit og viðbúnað meðal Lesa meira
Uppnám í Kastljósi í gærkvöldi: „Þú sagðir að þú fagnaðir þessu sem Palestínumaður“
FréttirTil snarpra orðaskipta kom í Kastljósi í gærkvöldi þegar rætt var um stöðu mála í Ísrael og Palestínu. Í settinu sátu Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Ráði, Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur sem bjó í Ísrael um tíma. Uppreisnarmenn úr röðum Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael um Lesa meira
Sólveig Anna harðorð – „Þetta styðja íslensk stjórnvöld. Þjóðarmorð“
FréttirSólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar hefur verið harðorð í garð Ísraelsmanna og íslenskra stjórnvalda eftir að átök brutust út á laugardag á milli Hamas hreyfingarinnar og Ísraelsmanna. Hún segir íslensk stjórnvöld styðja þjóðarmorð á Gaza. „Ég styð íslensk stjórnvöld ekki. Ég skammast mín fyrir þau,“ segir Sólveig Anna á samfélagsmiðlum. En íslensk stjórnvöld hafa Lesa meira
Samningar náðust um vopnahlé á milli Ísraels og Hamas
PressanÍsraelska öryggismálanefndin lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við vopnahléssamning við Hamas og önnur samtök Palestínumanna á Gasa. Þar með lauk 11 daga átökum sem hafa kostað á þriðja hundrað mannslíf. Vopnahléið tók gildi klukkan 02 í nótt að staðartíma. Öryggismálanefndin samanstendur af leiðtogum hinna ýmsu stofnana, þar á meðal hersins, og ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún samþykkti einróma að Lesa meira
Ísraelsmenn og Hamas skutu fjölda eldflauga í nótt – Segjast hafa drepið háttsetta Hamasliða
Pressan40 manns hafa nú látið lífið í átökum Ísraels og Palestínumanna. 100 eldflaugum var skotið á Ísrael í nótt frá Gaza. Ísraelskar orrustuþotur gerðu harðar árásir á Gaza og gerðu mörg hundruð loftárásir. 40, hið minnsta, hafa látist í átökunum sem eru þau mannskæðustu síðan 2014. 35 hafa látist á Gaza og 5 í Ísrael. Í gærkvöldi réðust Ísraelsmenn á Lesa meira