fbpx
Föstudagur 27.desember 2024

Óttar Guðmundsson

Óttar Guðmundsson skrifar: Samviskubit

Óttar Guðmundsson skrifar: Samviskubit

EyjanFastir pennar
23.09.2023

Ég hef um tveggja ára skeið átt við dularfull veikindi að stríða. Margir læknar hafa komið að mínum málum og sent mig í alls konar flóknar rannsóknir og prófað dularfull og dýr lyf. Þrátt fyrir góðan vilja og mikla kunnáttu hefur ekki tekist að greina eða svipta leyndarhulunni af þessum veikindum. Í nútímalæknisfræði skiptir höfuðmáli Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

EyjanFastir pennar
16.09.2023

Lífslíkur Íslendinga eru með þeim bestu í heiminum og fjöldi landsmanna nær háum aldri. Á hverju ári eiga nokkur gamalmenni 100 ára afmæli og rata í sjónvarpsfréttir. Það er einkennandi fyrir ríkjandi afstöðu til gamals fólks að fréttamenn tala við þessa einstaklinga eins og börn með þroskaröskun. Spurt er hverju viðkomandi þakki þennan háa aldur Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Grenitrjáablæti

Óttar Guðmundsson skrifar: Grenitrjáablæti

EyjanFastir pennar
02.09.2023

Isavia hefur krafist þess að greniskógurinn í Öskjuhlíð verði felldur eða grisjaður vegna flugöryggis. Margir hafa orðið til að mótmæla og talað um mikilvægi og fegurð þessa útivistarsvæðis. Venjulega er þar á ferð fólk sem aldrei hefur gengið á þennan torfæra hól í miðborg Reykjavíkur. Á liðinni öld gekk yfir landið mikið skógræktaræði. Menn lásu í Landnámu að landið  hafi verið klætt skógi en skammsýnir Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Drægni-kvíði

Óttar Guðmundsson skrifar: Drægni-kvíði

EyjanFastir pennar
26.08.2023

„Rolukast er upphaf alls ills og þar næst ferðalög,“ sagði gamla konan í Brekkukotsannál. Þessi orð hafa gengið í endurnýjun lífdaga því að allir eru sammála um skaðsemi ferðalaga. Enginn talar lengur um rolukast enda er það nú geðgreining undir allt öðru nafni. Hlýnun jarðar og umhverfismál eru á allra vörum. Stjórnmálamenn ræða með spekingssvip Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýja vinstrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýja vinstrið

EyjanFastir pennar
19.08.2023

Í lok mars 1949 fjölmennti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla inngöngu Íslands í Nató. Mamma var með mig í rauðum barnavagni og saman flúðum við undan  táragassprengjum lögreglunnar gegnum miðbæinn. Ég átti eftir að taka þátt í mörgum mótmælaaðgerðum gegn her í landi, Víetnamstríðinu og Nató. Þessi mótmæli voru venjulega að frumkvæði vinstri flokkanna og Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Sanngirnisbætur

Óttar Guðmundsson skrifar: Sanngirnisbætur

EyjanFastir pennar
12.08.2023

Á síðustu árum hefur tíðkast að fara aftur í tímann með siðferðislega mælikvarða samtímans og dæma fortíðina hart fyrir alls konar misgjörðir. Víða erlendis hafa styttur af fyrrum þjóðhetjum verið brotnar niður vegna nýrrar söguskoðunar. Hérlendis hafa ýmiss konar aðgerðir fyrri tíma verið fordæmdar og „sanngirnisbætur“ greiddar ef hópar voru taldir beittir misrétti. Fólk sem Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Ferðamenn

Óttar Guðmundsson skrifar: Ferðamenn

EyjanFastir pennar
05.08.2023

Ferðamenn á Íslandi hafa alltaf verið umdeildir. Í æsku minni voru sagðar sögur af túristum sem gistu hjá bændum. Þegar þeim var boðinn morgunverður stálu þeir öllum matnum af borðinu og skildu bóndann eftir dapran og steini lostinn. Ferðamenn voru sagðir ganga illa um „náttúruperlur“ og ganga örna sinna úti á víðavangi. Sjónvarpið sýndi oft Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjalti litli

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjalti litli

EyjanFastir pennar
29.07.2023

Ég hlustaði á dögunum á hrifnæman bókmenntamann spjalla um ástarævintýri þeirra Önnu Vigfúsdóttur húsfreyju að Stóru Borg og Hjalta Magnússonar smala. Hann ræddi um sögulega skáldsögu Jóns Trausta um þetta 16du aldar ástarævintýri.. Anna var stórættuð kona um þrítugt þegar samband hennar og Hjalta hófst. Hann var einungis 15 ára svo að mikill munur var á þeim Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Tilgangslaus embætti

Óttar Guðmundsson skrifar: Tilgangslaus embætti

EyjanFastir pennar
22.07.2023

Íslendingar rifust um fátt meira á 19. öldinni en staðsetningu Alþingis. Jónas Hallgrímsson og félagar vildu að þingið yrði endurreist á sjálfum Þingvöllum. Jón Sigurðsson og fylgismenn hans töldu það best geymt í Reykjavík vegna nábýlis við stjórnsýslu og embættismenn. Reykjavík sigraði og smám saman hefur þingið lagt undir sig allan miðbæinn. Í þessu tilviki Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af