fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Óttar Guðmundsson

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

EyjanFastir pennar
23.12.2023

Ég starfaði um nokkurt skeið sem heilsugæslulæknir í Grindavík. Um árabil kom ég til bæjarins á föstudagsmorgnum og sinnti heilsufari bæjarbúa. Grindvíkingar eru sérlega æðrulaust fólk enda hefur lífsbaráttan um aldir verið erfið. Haugabrim hefur löngum verið úti fyrir ströndum, grýtt lending og saltur stormur vælir í hrauninu kringum bæinn. Íbúarnir, stórhentir menn, svipmiklar konur Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Facebook-reiðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Facebook-reiðin

EyjanFastir pennar
16.12.2023

Í miðaldalæknisfræðinni var oft litið á líkamann eins og ílát fullt af vökva; blóði, galli og slími. Sjúkdómar og alls kyns tilfinningar höfðu áhrif á jafnvægi vökvanna. Ein þessara geðhrifa sem höfðu mikil áhrif á l líkamlega heilsu var reiðin sem var talin búa í gallinu skv. Fóstbræðrasögu. Sagt er að það sjóði á einhverjum, menn froðufelli Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Kissinger

Óttar Guðmundsson skrifar: Kissinger

EyjanFastir pennar
02.12.2023

Ég var á ferðalagi í Viet Nam og Kambódíu á dögunum. Bæði löndin tilheyrðu nýlenduveldi Frakka sem biðu hernaðarlegan ósigur árið 1953 við Dien Bien Phu. Fljótlega eftir það tóku Bandaríkjamenn upp slaginn við frelsisöflin og þjóðernissinna í Viet Nam. Hver forsetinn á fætur öðrum lét leiða sig út í kviksyndi Vietnamstríðsins, Kennedy, Johnson, Nixon og Ford. Eftir því sem stríðið dróst á langinn fjölgaði stríðsglæpum Bandaríkjamanna. Á Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

EyjanFastir pennar
25.11.2023

Kristnir menn hafa um aldir deilt um tilvist djöfulsins. Í miðaldakirkjunni velktist þó enginn í vafa um hinn illa sem var jafn sjálfsagður og Guð almáttugur. Í postillu Jóns Vídalíns er djöfullinn ákaflega fyrirferðarmikill. Sr. Hallgrímur segir í Passíusálmum sínum: Djöfullinn bíður búinn þar í bálið vill draga sálirnar. Smám saman hefur athyglin beinst frá Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Megranir

Óttar Guðmundsson skrifar: Megranir

EyjanFastir pennar
18.11.2023

Með vaxandi aldri og vanheilsu hef ég bætt á mig aukakílóum. Jakkaföt og skyrtur sem einu sinni pössuðu ágætlega eru orðin nokkrum númerum of lítil. Þetta veldur mér stundum hugarangri og bræðisköstum. Mér finnst erfitt að horfa í spegilinn en erfiðast er þó að ofþyngd kallar yfir mig ótrúlegan fjölda af megrunarsérfræðingum. Þeir eru ófeimnir Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Naglaskömm

Óttar Guðmundsson skrifar: Naglaskömm

EyjanFastir pennar
11.11.2023

Jóhanna kona mín keypti fjögur nagladekk undir bílinn á dögunum enda sér hún um slík verk á heimilinu. Ég vinn úti á landi einn dag í viku og henni fannst öruggast að ég væri á nöglum í þeim ferðum. Þetta höfum við alltaf gert og farið óhrædd út á flughálan Krýsuvíkurveginn eða illa færa Holtavörðuheiði. Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael

EyjanFastir pennar
04.11.2023

Íslendingar eru heitir áhugamenn um enska fótboltann. Flestir eiga sér uppáhaldslið sem þeir fylgja í gegnum súrt og sætt. Forsætisráðherrann klæðist rauðum búningi Liverpool þegar mikið liggur við. Margir þjóðkunnir einstaklingar hafa fylgt Manchester United að málum frá flugslysinu hræðilega í München 1958. Sannur stuðningsmaður heldur alltaf tryggð við liðið sitt þótt hann þoli ekki Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Sr. Friðrik

Óttar Guðmundsson skrifar: Sr. Friðrik

EyjanFastir pennar
28.10.2023

Sagnfræðingur með alvörusvip tjáði sig á dögunum um nýútkomna ævisögu sr. Friðriks Friðrikssonar. Hann hafði fundið bréf og önnur gögn sem vörpuðu ljósi á sérstaka ást þessa kennimanns á ungum drengjum. Friðrik hafði þann sið að kjassa og faðma strákana sína og stundum villtist hönd á forboðnar slóðir. Marga rekur í rogastans en mín kynslóð Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Aumingja Svíar

Óttar Guðmundsson skrifar: Aumingja Svíar

EyjanFastir pennar
21.10.2023

Tveir sænskir fótboltaáhugamenn voru nýlega skotnir til bana í Belgíu. Heittrúaður múslimi skaut þá vegna þess að þeir voru klæddir blágulum landsliðstreyjum. Ástæðan er sögð sú að Svíþjóð sé fjandsamlegt múslímum. Því til sönnunar eru birtar myndir af mönnum í Málmey sem brenna Kóraninn á almannafæri í skjóli tjáningarfrelsisins. Svíar hafa þó verið duglegastir allra að taka við flóttafólki frá Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Breytt götuheiti

Óttar Guðmundsson skrifar: Breytt götuheiti

EyjanFastir pennar
14.10.2023

Þess er krafist að götuheitum í Reykjavík verði breytt til samræmis við tíðarandann. Mun fleiri götur heita eftir karlmönnum en konum. Reynt hefur verið að bæta úr þessu á liðnum árum en ekki nógsamlega. Skúla fógeta var skipt út fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og Skúlagötu breytt í Bríetartún. Elísabetarstígur er á gömlum heimaslóðum Elísabetar Jökuls. Lagt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af