Óttar Guðmundsson skrifar: Sr. Friðrik
EyjanFastir pennarSagnfræðingur með alvörusvip tjáði sig á dögunum um nýútkomna ævisögu sr. Friðriks Friðrikssonar. Hann hafði fundið bréf og önnur gögn sem vörpuðu ljósi á sérstaka ást þessa kennimanns á ungum drengjum. Friðrik hafði þann sið að kjassa og faðma strákana sína og stundum villtist hönd á forboðnar slóðir. Marga rekur í rogastans en mín kynslóð Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Aumingja Svíar
EyjanFastir pennarTveir sænskir fótboltaáhugamenn voru nýlega skotnir til bana í Belgíu. Heittrúaður múslimi skaut þá vegna þess að þeir voru klæddir blágulum landsliðstreyjum. Ástæðan er sögð sú að Svíþjóð sé fjandsamlegt múslímum. Því til sönnunar eru birtar myndir af mönnum í Málmey sem brenna Kóraninn á almannafæri í skjóli tjáningarfrelsisins. Svíar hafa þó verið duglegastir allra að taka við flóttafólki frá Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Breytt götuheiti
EyjanFastir pennarÞess er krafist að götuheitum í Reykjavík verði breytt til samræmis við tíðarandann. Mun fleiri götur heita eftir karlmönnum en konum. Reynt hefur verið að bæta úr þessu á liðnum árum en ekki nógsamlega. Skúla fógeta var skipt út fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og Skúlagötu breytt í Bríetartún. Elísabetarstígur er á gömlum heimaslóðum Elísabetar Jökuls. Lagt Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Þorgeir Hávarsson snýr aftur
EyjanFastir pennarÍ Fóstbræðrasögu er frásögn af viðureign Þorgeirs Hávarssonar við Þorgils Másson bónda og höfðingja útaf hvalreka. Þeir fundust yfir hvalhræi og deildu um eignarrétt á kjöti og spiki af skepnunni. Eins og venjulega var engin leið að semja við Þorgeir svo að hann drap Þorgils. Þorgeir hirti þá allan hvalinn en fylgdarmenn Þorgils sneru grátandi Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Samviskubit
EyjanFastir pennarÉg hef um tveggja ára skeið átt við dularfull veikindi að stríða. Margir læknar hafa komið að mínum málum og sent mig í alls konar flóknar rannsóknir og prófað dularfull og dýr lyf. Þrátt fyrir góðan vilja og mikla kunnáttu hefur ekki tekist að greina eða svipta leyndarhulunni af þessum veikindum. Í nútímalæknisfræði skiptir höfuðmáli Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára
EyjanFastir pennarLífslíkur Íslendinga eru með þeim bestu í heiminum og fjöldi landsmanna nær háum aldri. Á hverju ári eiga nokkur gamalmenni 100 ára afmæli og rata í sjónvarpsfréttir. Það er einkennandi fyrir ríkjandi afstöðu til gamals fólks að fréttamenn tala við þessa einstaklinga eins og börn með þroskaröskun. Spurt er hverju viðkomandi þakki þennan háa aldur Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Ég er búinn að því
EyjanFastir pennarMeð hækkandi aldri fækkar tækifærunum og valkostir lífsins verða takmarkaðir. Ég hef tekið þá afstöðu að velja og hafna og útiloka enda búinn að gera svo ótal margt sem engin ástæða er til að endurtaka. Það gefur mér aftur tíma til aðhafast eitthvað skemmtilegt sem mig langar. Ég er búinn að fara í Ikea og Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Grenitrjáablæti
EyjanFastir pennarIsavia hefur krafist þess að greniskógurinn í Öskjuhlíð verði felldur eða grisjaður vegna flugöryggis. Margir hafa orðið til að mótmæla og talað um mikilvægi og fegurð þessa útivistarsvæðis. Venjulega er þar á ferð fólk sem aldrei hefur gengið á þennan torfæra hól í miðborg Reykjavíkur. Á liðinni öld gekk yfir landið mikið skógræktaræði. Menn lásu í Landnámu að landið hafi verið klætt skógi en skammsýnir Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Drægni-kvíði
EyjanFastir pennar„Rolukast er upphaf alls ills og þar næst ferðalög,“ sagði gamla konan í Brekkukotsannál. Þessi orð hafa gengið í endurnýjun lífdaga því að allir eru sammála um skaðsemi ferðalaga. Enginn talar lengur um rolukast enda er það nú geðgreining undir allt öðru nafni. Hlýnun jarðar og umhverfismál eru á allra vörum. Stjórnmálamenn ræða með spekingssvip Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Nýja vinstrið
EyjanFastir pennarÍ lok mars 1949 fjölmennti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla inngöngu Íslands í Nató. Mamma var með mig í rauðum barnavagni og saman flúðum við undan táragassprengjum lögreglunnar gegnum miðbæinn. Ég átti eftir að taka þátt í mörgum mótmælaaðgerðum gegn her í landi, Víetnamstríðinu og Nató. Þessi mótmæli voru venjulega að frumkvæði vinstri flokkanna og Lesa meira